Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 122

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
15.08.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri,
Hafrún Ösp Gísladóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri
Í upphafi fundar var Jóna Björg Guðmundsdóttir nýráðin verkefnastjóri fjölskyldumála boðin velkomin og kynnti hún sig fyrir fundarmönnum.


Dagskrá: 
Almenn mál
Berghildur Pálmadóttir fulltrúi starfsmanna sat fundinn undir liðum 1 til 4.
1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning nýs skólaárs, nemendafjölda og stöðu í starfsmannamálum.
Eins og staðan er í dag eru horfur á að í grunnskólanum verði 77 börn. Búið er að manna flestar stöður í starfsmannahaldi skólans þó enn séu ákveðin mál óleyst, unnið er að lausn mála.
2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar undirbúning nýs skólaárs, fjölda barna og stöðu í starfsmannamálum.
Ekki hefur náðst að manna allar stöður í ágúst en eftir næstu mánaðarmót þá verður leikskólinn fullmannaður. Ekki hefur náðst að opna á að öll rými séu starfrækt núna í upphafi eftir sumarlokun en horfurnar eru bjartari eftir næstu helgi.
26 börn eru í leikskólanum núna.
3. 2305001 - Skólaþjónusta
Framlagður til kynningar samningur við Ásgarð skólaráðgjöf, AIS ehf.
Einnig rætt um tímasetningu kyningarfundar vegna samstarfs Dalabyggðar og AIS/Ásgarðs fyrir foreldrum og forráðamönnum leik- og grunnskólabarna.

Skólastjóri mun skoða með forráðamönnum Ásgarðs heppilega tímasetningu á kynningarfundi fyrir foreldrum og forráðamönnum á samstarfinu á milli Auðarskóla og Ásgarðs.
4. 2301030 - Skólastefna Dalabyggðar
Rætt um stöðu mála og næstu skref.
Næstu skref eru þau að starfsfólk Auðarskóla og fulltrúar Ásgarðs munu funda og í kjölfarið verður haldinn umræðufundur með skólaráði og foreldrasamfélaginu. Tímasetning þess fundar liggur ekki fyrir.
5. 2301027 - Skólaakstur
Núgildandi samningar um skólaakstur voru framlengdir um eitt ár sl. vor og renna út í lok þess skólaárs sem nú er að hefjast. Mikilvægt er að hefja undirbúning nýs útboðs tímanlega og fara yfir einstaka akstursleiðir m.a. m.t.t. nemendafjölda og vegalengda.
Samþykkt að sveitarstjóri, verkefnastjóri fjölskyldumála og skólastjóri hefji undirbúning að því að greina þarfir á einstaka akstursleiðum í undirbúningi þess að útboð fari í gang næsta vetur/vor.
6. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Kynnt staða mála varðandi nemendafjölda í MB og eftirspurn varðandi akstur.
Sveitarstjóri kynnti stöðuna og hver næstu skref séu.
Jón Egill Jónsson tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7.
7. 2308005 - Tómstundir/íþróttir skólaárið 2023-2024
Farið yfir það framboð sem mögulega verður í boði á komandi skólaári hvað tómstundir varðar.
Einnig fór tómstundafulltrúi yfir þær lagfæringar sem hafa átt sér stað á íþróttasvæðinu í Búðardal í sumar.
Íþróttir og tómstundir vetur 2023.pdf
8. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir þann tímaramma sem ætlaður er til undirbúnings og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar Dalabyggðar fyrir árin 2024 til 2027.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei