Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 74

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.03.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Sigrún B Halldórsdóttir varamaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
Sigríður Jónsdóttir verkstjóri heimaþjónustu sat fundinn undir liðum 1 og 2.
1. 2501031 - Félagsmál 2025
Verkefnastjóri fór yfir stöðu mála tengdum málaflokknum.
Rætt um stöðu barnaverndarmála sem Dalabyggð er nú með tímabundna heimild til reksturs málaflokksins. Viðræður við Akraneskaupstað um umsjón þessa málaflokks hafa nú runnið sitt skeið.

Rætt um væntanlega yfirtöku ríkisins á málefni tengdum börnum með fjölþættan vanda.

Verkefnastjóri upplýsti um stöðu einstakra mála hvað félagsþjónustu varðar - skráð í trúnaðarbók.
2. 2501030 - Heimsendur matur í Dalabyggð
Farið yfir stöðu mála og næstu skref.
Rætt um heimsendingu á heitum mat. Koma þarf á regluverki í kringum verkefnið en verkefnastjóra fjölskyldumála og verkstjóra heimaþjónustu falið að vinna að málum í anda umræðu á fundinum fyrst í stað.
3. 2503004 - Frumkvæðisathuganir Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála 2025
Niðurstöður frumkvæðisathugana Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála kynntar.
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þær aðgerðir og reglur sem Dalabyggð hefur nú þegar sett sér í þeim málaflokkum sem um ræðir.
Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga_febrúar 2025.pdf
4. 2406000 - Forvarnarmál
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti þá vinnu sem í gangi er varðandi forvarnarmál í Dalabyggð.
Fyrirhugaðir eru fyrirlestrar varðandi forvarnarmál fimmtudaginn 20.mars n.k. Eru þeir hugsaðir fyrir elsta stig grunnskóla, foreldra og forráðamenn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei