Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 334

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.03.2025 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Garðar Freyr Vilhjálmsson varaformaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2503013 - Loftmyndir ehf - viðbætur í kortasjá verði tekið á dagskrá og verði dagskrárliður 11.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2502008 - Ársreikningur Dalabyggðar 2024
Sveitarstjórn afgreiddi ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2024 við fyrri umræðu á 254. fundi sínum þann 25. mars sl.
Rætt um ársreikning 2024.

Lagt til að vísa ársreikningi Dalabyggðar 2024 í aðra umræðu hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
2. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Farið yfir stöðu framkvæmda við íþróttamiðstöðina.
Rætt um einstaka atriði varðandi viðbótarverk/kostnað.

Staða mála rædd.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
3. 2503006 - Úrgangsþjónusta - útboð 2025
Samningur við Íslenska Gámafélagið um úrgangsþjónustu rennur út í lok árs. Fara þarf í útboð á úrgangsþjónustu sveitarfélagsins.
Fyrsti undirbúningur felst í vali á ráðgjafa við útboðið og umræðu um hvort gera eigi breytingar á þjónustu úrgangsmála.

Sveitarstjóra falið að leita tilboða ráðgjafa.

Samþykkt samhljóða.
4. 2002053 - Vinna við aðalskipulag Dalabyggðar
Rætt um lokauppgjör á vinnu Verkís við gerð aðalskipulags Dalabyggðar 2020 - 2032.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram og óska eftir frekari gögnum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
5. 2301067 - Starfsmannamál
Kynnt tillaga að uppfærðri framsetningu á skipuriti Dalabyggðar í kjölfar umræðna á 332. fundi byggðarráðs.
Nýtt skipurit lagt fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð - skipurit 2025 - samþykkt.pdf
6. 2410030 - Gjaldskrár - uppfærsla fyrir 2025
Framlögð og kynnt uppfærð tillaga að gjaldskrá Dalabúðar og regluverki í kringum útleigu á húsi og búnaði.

Einnig rætt um framkomið erindi varðandi fasteignagjöld af tiltekinni eign.

Uppfærð gjaldskrá Dalabúðar lögð fram til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Erindi varðandi fasteignagjöld tiltekinnar eignar tekið til umræðu.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Gjaldskrá - Samningur-form-2025.pdf
Skúli Hreinn Guðbjörnsson víkur af fundi. Þuríður J. Sigurðardóttir kemur inn á fundinn í hans stað undir dagskrárlið 7.
7. 2407002 - Fjárhagsáætlun 2025-2028
Á 332. fundi byggðarráðs var sveitarstjóra falið að halda áfram við undirbúning á mögulegu söluferli á Félagsheimilunum Tjarnarlundi og Árbliki og sumarhúsalóðum að Laugum í Sælingsdal.
Farið yfir stöðu mála.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Þuríður J. Sigurðardóttir víkur af fundi. Skúli Hreinn Guðbjörnsson kemur aftur inn á fundinn.
8. 2503005 - Erindi til byggðarráðs/sveitarstjórnar
Framlagt erindi frá Stefáni Skafta Steinólfssyni varðandi ýmis atriði er snerta samfélagið í Dölum.
Erindi framlagt.

Byggðarráð þakkar fyrir erindið og brýninguna.
9. 2409018 - Samþykkt um gæludýrahald í Dalabyggð
Rætt um stöðu samþykktar um gæludýrahald.
Beðið er niðurstöðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands varðandi mögulega sameiginlega samþykkt fyrir Vesturland og Kjós. Frekari afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.
10. 2503012 - Fjárhagsáætlun 2025- Viðauki II
Framlögð tillaga að Viðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
Tillaga að breytingum í A-hluta:

Félagsmál: kr. 64.995.000
Fræðslumál: kr. 25.350.000

Samtals kostnaður í A-hluta hækkar í ljósi ofangreindra þátta um kr. 90.345.000 sem leiðir til lækkunar á áætluðu handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

Eignfærslur

Slökkvibúnaður (loftpressa) kr. 2.500.000
Samtals eignfærslur. Kr. 2.500.000 til lækkunar á handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki_2.pdf
11. 2503013 - Loftmyndir ehf - viðbætur í kortasjá
Rætt um tilboð frá Loftmyndum ehf. í frekari þjónustu fyrir Dalabyggð.
Verkefninu vísað til vinnu við Viðauka III.

Samþykkt samhljóða.
Næsti fundur byggðarráðs verður mánudaginn 5. maí 2025.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:06 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei