Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 154

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.11.2017 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti,
Halla S. Steinólfsdóttir varaoddviti,
Eyþór Jón Gíslason ,
Ingveldur Guðmundsdóttir ,
Þorkell Cýrusson ,
Sigurður Bjarni Gilbertsson ,
Valdís Gunnarsdóttir ,
Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Halla Steinólfsdóttir varaoddviti stýrir fundi að ósk oddvita.
Varaoddviti lagði til að að dagskrá verði bætt fundargerð 195. fundar byggðarráðs og 11. fundar stjórnar Silfurtúns.

Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1609021 - Sala eigna - Laugar í Sælingsdal
Tilboð, dagsett 27.10.2017 hefur borist í allar eignir Dalabyggðar og Dalagistingar á Laugum þ.á.m. eignarhlut í jörð og jarðhitaréttindum. Fjallað var um tilboðið á 153. fundi sveitarstjórnar og 195. fundi byggðarráðs. Tilboðsgjafi hefur framlengt gildistíma tilboðs til 22.11.2017.

Til máls tóku: Valdís, Eyþór, Sigurður Bjarni
Lögð fram tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að gera tilboðsgjafa gagntilboð skv. fyrirliggjandi minnisblaði. Tilboðið verði með fyrirvara um að ekki komi fram hærra tilboð fyrir 12. desember nk. og að eignin verði auglýst aftur. Einnig verði fyrirvarar um að langtíma leigusamningur náist um húsnæði Byggðasafnsins og um afnot af íþróttahúsi og sundlaug.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn var á mót (VG).2. 1710011 - Fjárhagsáætlun 2017 - Viðauki 2
Frá 195. fundi byggðarráðs.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins var til fyrri umræðu á 152. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð leggur til að heimild bókasafns til bókakaupa á árinu verði hækkuð um kr. 200.000,-.

Tillaga byggðarráðs varðandi viðbótarframlag kr. 200.000 til bókakaupa.
Samþykkt í einu hljóði

Lögð fram tillaga um að fella niður kröfu frá árinu 2009 á hendur Nesodda ehf. að upphæð kr. 4.692.164,- vegna gatnagerðargjalda Nesodda.

Samþykkt með 6 atkvæðum. Einn situr hjá (EJG)

Viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2017 lagður fram með áorðnum breytingum.
Afgreiðsla.
Samþykkt í einu hljóði.
3. 1709003 - Fjárhagsáætlun 2018-2021
Fjárhagsáætlun 2018-2021 var til fyrri umræðu 24. október sl. og verður lögð fram til síðari umræðu á desemberfundi sveitarstjórnar.

Til máls tók: Sveinn
Lögð fram tillaga:
Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars á árinu 2018 verði jafnt lögbundnu hámarki sbr. lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 eða 14,52%.
Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall fasteignaskatts verði eftirfarandi skv. 3. gr. laga nr. 4/1995: Skv. a-lið - 0,5% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna. Skv. b-lið - 1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis. Skv. c-lið - 1,5% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða. Þetta er óbreytt frá árinu 2017. Gert er ráð fyrir að lóðarleiga verði 1,7% af fasteignamati íbúðarhúsalóða og 2,0% af fasteignamati atvinnulóða sem einnig er óbreytt frá fyrra ári.
Gert er ráð fyrir að viðmiðunarupphæðir vegna afsláttar aldraðra af fasteignaskatti og holræsagjaldi verði 3,0 millj. kr. fyrir einstakling og 4,5 millj.kr fyrir hjón fyrir 100% afsátt og 3,9 millj. kr. og 5,6 millj kr. fyrr 25% afslátt.
Veittur verði 3% staðgreiðsluafsláttur til þeirra sem greiða öll fasteignagjöld og þjónustugjöld sem innheimt eru með fasteignagjöldum fyrir 15. febrúar en hámark afsláttar verði kr. 30.000,-. Þá er gert ráð fyrir gjalddagar fasteignagjalda verði almennt 6 og að ekki sé innheimt ef heildargjöld eru lægri en 250 kr. Gjaldskrár hækki almennt um 3%.

Samþykkt í einu hljóði.

Umræðu um fjárhagsáætlun að öðru leyti frestað.

Lagt til að byggðaráði verði falið að gera tillögu um þóknun sveitarstjórnarfulltrúa og fyrirkomulag greiðslna.

Samþykkt í einu hljóði.

Lagt til að síðari umræða á fundi sveitarstjórnar fimmtudaginn 14. desember.

Samþykkt í einu hljóði.
4. 1711015 - Endurskoðun ársreikninga
Lagt fram bréf KPMG ehf. þar sem skilgreind er ábyrgð og hlutverk endurskoðenda, sveitarstjórnar og framkvæmdastjóra varðandi endurskoðun reikninga sveitarfélagsins og stofnana sem eru hluti af A og B hluta þess.
Ákvæði bréfins gilda þar til þeim verður sagt upp að öðrum hvorum aðila sbr. þó ákvæði laga um endurskoðendur og ársreikninga.

Lagt til að sveitarstjóra verði heimilað að undirrita bréfið.

Samþykkt í einu hljóði.
5. 1711016 - Samningur um símaþjónustu
Lagður fram þjónustusamningur við Símann hf. um lausnir og þjónustu á sviði upplýsinga og samskiptatækni.
Gildistími samnings er 3 ár frá næstu mánaðarmótum eftir undirritun.

Lagt til að sveitarstjóra verði heimilað að undirrita samninginn.
Samþykkt í einu hljóði.
6. 1710004 - Máskelda vegsvæði
Frá 77. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkti stofnun lóðar fyrir vegsvæði.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
7. 1711010 - Krummaklettar 2 - stofnun lóðar og landskipti
Frá 77. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkti stofnun lóðar og landskipti.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
8. 1708016 - Aðalskipulag Dalabyggðar - breyting
Frá 77. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkti að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir sjö breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
9. 1711004 - Fjárhagsáætlun HeV 2018
Heilbrigðisnefnd Vesturlands óskar umsagnar um fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2018. Skv. áætluninni hækkar beint framlag sveitarfélaganna um 2,5% og miðast við íbúatölu hvers sveitarfélags.
Lagt til að sveitarstjórn samþykki fjárhagsáætlunina fyrir sitt leyti.

Samþykkt í einu hljóði.
10. 1510002 - Svæðisskipulag Dala, Reykhóla og Stranda
Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 7. nóvember 2017 þar sem lagt er til með tilvísan í 23. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana, að sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar samþykki tillögu að svæðisskipulagi og umhverfisskýrslu, að gerðum þeim lagfæringum sem lýst er í fundargerðinni. Sveitarstjórn fjallaði áður um tillöguna ásamt umhverfisskýrslu á fundi sínum 12. október sl.
Til máls tók: Siguður Bjarni, Valdís

Lögð fram tillaga:
Með vísan í 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga samþykkir sveitarstjórn fram lagða svæðisskipulagstillögu og felur svæðisskipulagsnefnd að senda hana ásamt umhverfisskýrslu til Skipulagsstofnunar til athugunar fyrir auglýsingu, sbr. framangreinda lagagrein.
Sveitarstjórn samþykkir einnig að þegar umsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði tillagan og umhverfisskýrslan auglýst skv. 24. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 2 sitja hjá (SBG, VG).
11. 1711013 - Samþykkt um stjórn Dalabyggðar
Til máls tóku: Valdís, Eyþór
Lagt til að á fundi sveitarstjórnar í janúarmánuði verði tekin umræða um Samþykkt um stjórn Dalabyggðar þar sem m.a. verði rætt um fjölda sveitarstjórnarfulltrúa, nefndir og hlutverk þeirra og hvort starfrækja skuli byggðarráð. Einnig að skoðað verði hvort leita skuli skoðana íbúa varðandi t.d. fjölda sveitarstjórnarfulltrúa og starfræsklu byggðarráðs.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerð
12. 1710001F - Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar - 62
Á fundinum sem haldinn var 24. október sl. var fjallað um stefnumótun fyrir héraðsbókasafnið, tillögu að svæðisskipulagi Dala, Reykhóla og Stranda og ársskýrslu Byggðasafnsins.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
13. 1711002F - Menningar- og ferðamálanefnd Dalabyggðar - 63
Til máls tók: Valdís
Á fundinum sem haldinn var 14. nóvember sl. var m.a. fjallað um kynningarmál ferðaþjónustu, tjaldsvæðið að Laugum og Guðrúnarlaug.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
14. 1708004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 46
Til máls tók: Þorkell
Á fundinum var fjallað um fjárhagsáætlun 2018-2021.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
15. 1709002F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 82
Á fundinum sem haldinn var 1. nóvember sl. var fjallað um skólastarfið, starfsáætlun og námsskrá, breytingu á skóladagatölum og fjarhagsáætlun.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
16. 1709003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 77
Á fundinum sem haldinn var 16. nóvember sl. var m.a. fjallað um tillögu að svæðisskipulagi, umsóknir um rekstrarleyfi, stofnun lóða og landskipti og skipulagslýsingu á breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar.

Sveitarstjórn staðfesti nokkrar afgreiðslur nefndarinnar fyrr á fundinum.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina að öðru leyti.

Samþykkt í einu hljóði.
17. 1702022 - Fundargerð 9. fundar svæðisskipulagsnefndar
Á fundinum sem fram fór 7. nóvember sl. var fjallað um svæisskipulagstillögu og umhverfisskýrslu og umsagnir og ábendingar sem borist höfðu. Samþykkt var að leggja til að sveitarstjórnirnar samþykki tillöguna með á orðnum breytingum.

Fyrr á fundinum var tillaga nefndarinnar samþykkt.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
18. 1707004 - Fundargerð 5. fundar öldungarráðs
Fundur Öldungaráðs sem haldinn var 1. nóvember sl. samþykkti eftirfarandi ályktun:
"Við beinum þeim tilmælum til sveitarstjórna Dalabyggðar og Reykhólahrepps að taka mið af þeirri tölu og hækka viðmiðunarmörk tekna ellilífeyrisþega til að fella niður fasteignaskatt af íbúðarhúsnæði þannig að miðað sé við 3.600.000 kr árstekjur hjá þeim sem búa einir."

Sveitarstjórn samþykkti fyrr á fundinum viðmiðunarupphæðir fyrir afslátt aldraða.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina að öðru leyti.

Samþykkt í einu hljóði.
19. 1710002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 195
Til máls tók: Eyþór
Á fundinum var fjallað um sölu eigna, stöðu framkvæmda, umsóknir í Ísland ljóstengt, viðauka við fjárhagsáætlun ársins og fjárhagsáætlun 2018-2021.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
20. 1711005F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 11
Á fundinum sem haldinn var fyrr í dag 22. nóvember kom fram að heimilið er fullbókað og rekstur heimilisins er í föstum skorðum. Farið var yfir fjárhagsáætlun næsta árs. Fram kom að Kristín Þórarinsdóttir hefur sagt upp starfi sínu og færði stjórn henni þakkir fyrir hennar störf.
Sveitarstjóra var falið að auglýsa eftir hjúkrunarforstjóra með aðstoð ráðningarstofu.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til kynningar
21. 1702004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 853. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
22. 1702017 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 145. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
23. 1702018 - Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - Fundargerðir 131., 132. og 133. fundar
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Mál til kynningar
24. 1711014 - Heimsókn Forseta Íslands í Dalabyggð 2017
Til máls tók: Valdís

Forseti Íslands kemur í heimsókn í Dalabyggð 6. og 7. desember nk. Fjölskylduhátíð verður í Dalabúð 7. desember kl. 17.

Til kynningar.
25. 1702007 - Skýrsla sveitarstjóra
Vínlandssetur
Húsnæðisáætlun-fundir
Lífeyrisskuldbindingar
Laugar

Á síðustu vikum hef ég unnið að gerð fjárhagsáætlana, átt fundi með forsvarsmönnum leigufélaga vegna húsnæðisáætlunar, undirritað samning við fjármálaráðuneytið um yfirtöku ríkisins á hluta lífeyrisskuldbindinga vegna Silfurtúns og setið nokkra fundi vegna Vínlandsseturs. Við Krisján Ingi, umsjónamaður framkvæmda höfum undirbúið umsóknir í verkefni Ísland ljóstengt og voru þær póstlagðar fyrr í dag. Ég sat fund Sturlunefndar síðastliðinn föstudag.
Verkefni næstu daga er að gera fjárhagsáætlun 2018-2021 klára fyrir síðari umræði og Forseti Íslands er væntanlegur í heimsókn í byrjun desember eins og fram hefur komið. Bjarnheiður ferðamálafulltrúi og Valdís formaður menningar- og ferðamálanefnar hafa undirbúið móttöku forsetans.
Fundargerð yfirfarin og staðfest.

Lagt til að næsti fundur sveitarstjórnar fari fram fimmtudaginn 14. desember nk.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei