Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 77

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
16.11.2017 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Halla S. Steinólfsdóttir ,
Sæmundur G. Jóhannsson ,
Valdís Gunnarsdóttir ,
Bogi Kristinsson Magnusen skipulags- og byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Valdís Gunnarsdóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1510002 - Svæðisskipulag
Svæðisskipulagsnefnd óskar eftir umsögn nefndarinnar um skipulagstillögu og umhverfisskýrslu. Tillagan er á vinnslustigi en gengið verður frá henni til formlegrar auglýsingar að fengnum umsögnum.
Umhverfis- og skipulagsnefnd gerir engar athugasemdir við svæðisskipulagstillöguna sem slíka, en leggur áherslu á að kortagrunnur tillögunnar sé ekki bindandi fyrir gerð aðalskipulags sveitarfélagsins.
2. 1708003 - Umsagnarbeiðni - Drangar
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki III að Dröngum á Skógarströnd.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að leyfi verði gefið út.
3. 1710001 - Umsagnarbeiðni - Dalakot
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki IV í Dalakoti, Búðardal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði gefið út.
4. 1710004 - Máskelda vegsvæði
Feldís Lilja Óskarsdóttir og Jón Helgi Óskarsson sækja um stofnun lóðar fyrir vegsvæði í landi Máskeldu í Saurbæ.
Nefndin samþykkir stofnun lóðar fyrir vegsvæði.
5. 1710014 - Umsagnarbeiðni - Nýp á Skarðsströnd
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn nefndarinnar vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Nýp á Skarðsströnd.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við að leyfi verði gefið út.
6. 1710020 - Skógrækt í landi Hóls, Hörðudal
Í bréfi frá Minjastofnun Íslands dags. 23.10.2017 undirrituðu af Magnúsi A. Sigurðssyni, minjaverði Vesturlands, er þess krafist að fornleifaskráning fari fram áður en framkvæmdir hefjast.
Nefndin tekur undir sjónarmið Minjastofnunar.
7. 1711009 - Nýtt deiliskipulag fyrir Vegamót
Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyja- og Miklaholtshrepps óskar eftir umsögn vegna deiliskipulags við Vegamót.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.
8. 1711010 - Krummaklettar 2 - stofnun lóðar og landskipti
Eigendur Hörðubóls í Hörðudal, Kristrún Erna Erlingsdóttir og Ragnhildur Beatrice Erlingsdóttir, hafa lagt fram umsókn um stofnun lóðar og gerð landskipta fyrir Krummakletta 2, sjá meðfylgjandi uppdrátt.
Nefndin samþykkir umsókn um stofnun lóðar og landskipti lóðarinnar út úr jörðinni Hörðuból.
9. 1708016 - Skipulagslýsing á breytingu aðalskipulags Dalabyggðar
Fyrirhugaðar breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar eru eftirtaldar:
1. Efnistökusvæði í landi Hvítadals í Hvolsdal
2. Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði
3. Iðnaðarlóð fyrir gagnaver og fleira
4. Íbúðarsvæði í Búðardal
5. Stækkun versluar- og þjónustusvæðis í Búðardal
6. Frístundasvæði í landi Hlíðar í Hörðudal
7. Stækkun byggðalínu

Nefndin felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulags- og matslýsingu fyrir 7 breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 samkvæmt 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010
10. 1711012 - Fiskvegur í Laugá, þverá Hörðudalsár
Fiskiræktar- og veiðifélag Hörðudalsár sækir um framkvæmdaleyfi til gerðar fiskvegar í Laugá.
Hörður Hjartarson víkur af fundi.
Nefndin samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei