Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 163

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
12.07.2018 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson ,
Sigríður Huld Skúladóttir ,
Einar Jón Geirsson ,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir ,
Pálmi Jóhannsson ,
Magnína G Kristjánsdóttir ,
Fundargerð ritaði: Magnína Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri
Oddviti leggur til að Magnína Kristjánsdóttir riti fundargerð.

Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti leggur til að teknar verði á dagskrá fundargerðir til kynningar. Mál númer 1806005F, 1806033 og 1807004.

Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti leggur til að mál 1806013 sé mál til kynningar en ekki afgreiðslu skv. auglýstri dagskrá.

Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá: 
Almenn mál - umsagnir og vísanir
1. 1609021 - Sala eigna - Laugar í Sælingsdal
Á 160. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl ákvað sveitarstjórn að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. þar sem á gögnum sem fyrir fundinum lágu mátti greina að veðskuldabréf fyrir lokagreiðslu Arnarlóns væri tryggt með 3. veðrétti en ekki 1. eða 2. veðrétti eins og sveitarstjórn hefur krafist frá upphafi viðræðna milli aðila í desember 2017.

Arnarlón ehf. mótmælti þessari afgreiðslu þann 20. apríl sl. þar sem tilboðsgjafi hafi fallið frá öllum fyrirvörum innan þess frests sem samþykktur hafði verið.

Þann 13. maí leggur Arnarlón ehf. fram tillögu að lausn til þess að klára viðskiptin milli Arnarlóns ehf. og Dalabyggðar um Laugar í Sælingsdal og Sælingsdalstungu.
Tillaga Arnarlóns ehf. felur í sér að kaupverð fasteigna að Laugum ásamt lóðarréttingum, jörðin Laugar (50%) ásamt sumarhúsalóðum og skólalóðin ásamt jarðhitaréttinum og hitaveitu séu 405 milljónir króna. Við undirritun kaupsamnings verði greiddar 205 milljónir, með reiðufé og útgreiðslu láns Byggðastofnunnar á 1. veðrétti. Eftirstöðvar 200 milljónir verði annars vegar greiddar í lok árs 2019, krónur 50 milljónir og með veðskuldabréfi að upphæð 150 milljónir á 2. veðrétti með gjalddaga í lok árs 2022.
Eins er farið framá kauprétt á hluta af jörðinni Sælingsdalstungu til loka árs 2028 fyrir 55 milljónir. Kauprétturinn felur í sér að Dalabyggð geri landskipti á jörðinni fyrir neðan Tungumúla og hið selda land er "neðri hluti" Sælingsdalstungu um 370 ha að stærð.

Á 161. fundi sveitarstjórnar 24. maí sl. taldi sveitarstjórn tillögu Arnarlóns ehf. frá 13. maí sl. með viðbótum frá 18. maí ágætlega til þess fallna að ljúka sölunni og þar með renna stoðum undir uppbyggingu íþróttamannvirkja við Auðarskóla eins og stefnt hefur verið að. Í ljósi umræðu í samfélaginu og á samfélagsmiðlum og nýfenginna undirskrifta var afgreiðslu málsins vísað til nýrrar sveitarstjórnar.

Á 162. fundi sveitarstjórnar 14. júní sl. var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Til máls tóku: Einar og Skúli.

Skúli Hreinn kom með tillögu.
Sveitarsjórn telur tillögu Arnarlóns ehf. vera nýtt tilboð í eignir að Laugum og Sælingsdalstungu en síðasta sveitarstjórn sleit viðræðum um fyrra tilboð á fundi 17 apríl sl.
Í ljósi undirskrifta sem afhentar voru sveitarstjórn 24. maí s.l. þar sem 213 íbúar sveitarfélagsins mótmæla því að Dalabyggð veiti seljendalán hafnar sveitarstjórn tillögu Arnarlóns ehf.

Einar Jón kom með frávísunartillögu á tillögu Skúla.
Frávísunartillaga felld með 5 atkvæðum (SHS, SHG, RP, EIB, ÞJS)

Tillaga Skúla Hreins lögð fram.
Atkvæðin féllu þannig 5 samþykktu en tveir voru á móti (EJG, PJ)

Einar kom með eftirfarandi bókun:
Við undirritaðir lýsum eindrægni andstöðu og miklum vonbrigðum með ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Dalabyggðar að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. um sölu á Laugum og hluta Sælingsdalstungu. Með þessari ákvörðun er verið að taka gríðarlega áhættu með mikil verðmæti sem geta mótað framtíðarmöguleika Dalabyggðar um ókomin ár.
Einar Jón Geirsson og Pálmi Jóhannsson.
2. 1804036 - Fyrirspurn um leigulóð
Á 204. fundi byggðaráðs voru lögð fram drög að leigusamningi við Datafarm ehf. varðandi lóðina Iðjuvelli 4 með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.
Tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir leigusamninginn miðað við fyrirliggjandi drög og veitir oddvita heimild til að undirrita samninginn.

Samþykkt í einu hljóði.
3. 1806016 - Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal
Með bréfi til sveitarstjórnar þann 6. júní sl. frá Jóni Hjartarsyni f.h. Jónsmessunnar ehf. er gerð athugasemd við stofnkostnað Dalaveitna ehf. við lagningu ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal.
Oddviti leggur til eftirfarandi bókun:
Lagning ljósleiðara í Dalabyggð er partur af verkefninu Ísland ljóstengt. Dalabyggð stofnaði félagið Dalaveitur ehf. til að sjá um framkvæmdina. Reglurnar sem farið er eftir eru settar af Fjarskiptasjóði. Staðir sem greiða stofngjaldið 310.000 krónur eru skv. skilgreiningu Fjarskiptasjóðs:
"a. Þar er heimili þar sem íbúi (eða íbúar) er skráður með lögheimili og er þar með heilsársbúsetu. Miða á við lögheimili eins og þau eru skráð 1. desember 2016.
b. Þar er fyrirtæki með heilsársstarfsemi í viðkomandi húsi eða íbúð."
Hvorugt þessara skilyrða gildir um Breiðabólsstað í Sökkólfsdal. Á Breiðabólsstað hefur enginn íbúi skráð lögheimili og þar er ekki fyrirtæki með heilsársstarfsemi en Jónsmessan ehf. er með skráð lögheimili í Reykjavík.

Samþykkt í einu hljóði.

Eyjólfur og Þuríður víkja af fundi og Ragnheiður tekur við stjórn fundarins.
4. 1806007 - Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar
Á 162. fundi sveitarstjórnar var til kynningar fyrirspurn síðustu sveitarstjórnar vegna íbúakosningar, undirskriftalista og kosningakæru.

Með bréfi dags 14. júní sl. frá Sýslumanninum á Vesturlandi vísað frá þar sem hún kemur of seint fram en skv. 1. mgr. 93. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna skal sá sem vill kæra sveitarstjórnarkosningar afhenda kæru sína hlutaðeigandi sýslumanni innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið ætlaði að taka til skoðunar fyrri hluta um framkvæmd undirskriftasöfnunar.

Oddviti sendi fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 2. júlí sl. og spurðist fyrir hvort ráðuneytið hefði skoðað málið. Í svari frá ráðuneytinu 3. júlí sl. kemur fram að ráðuneytið geti ekki gefið álit á málinu á þessu stigi og sveitarstjórn þurfi að taka afstöðu til framkominnar óskar um íbúakosningu.


Til máls tóku: Skúli og Einar.

Einar Jón leggur til að setja málið í íbúakosningu.

Þrír samþykktu, einn sat hjá (SHS) og einn á móti (SHG).

Eyjólfur og Þuríður koma inná fundinn. Eyjólfur tekur við stjórn fundarins.
5. 1807001 - Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum
Með tölvupósti 4. júlí sl. óskar Einar Jón Geirsson eftir því að byggðaráði verði falið að kanna útfærslur og kostnað við að taka sveitarstjórnarfundi upp í hljóð og mynd. Einnig skuli skoða útfærslur og kostnað við að senda sveitarstjórnarfundina út í beinni útsendingu á heimsíðu sveitarfélagsins.
Oddviti ber upp tillögu:
Sveitastjórn Dalabyggðar samþykkir að beina því til byggðaráðs að kanna útfærslur og kostnað við að taka sveitarsjórnarfundi upp í hljóð og mynd. Einnig skal skoða útfærslur og kostnað við að senda sveitarstjórnarfundina út í beinni útsendingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

Til máls tók: Skúli

Samþykkt í einu hljóði.
6. 1807002 - Íbúaþing 2018
Með tölvupósti 4. júlí sl. óskar Einar Jón Geirsson eftir því að halda íbúaþing haustið 2018 og atvinnumálanefnd verði falið að koma með tillögur að fyrirkomulagi þingsins.
Oddviti ber upp tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að halda íbúaþing haustið 2018 og felur atvinnumálanefnd að koma með tillögur að fyrirkomulagi þingsins.

Samþykkt í einu hljóði.
7. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878
Frá 83. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar:
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að ákvörðun um málið verði frestað þar til mótuð hefur verið stefna hjá sveitarfélaginu varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi. Áformin samræmast illa tíðaranda Ólafsdals, sem bændaskóla.

Oddviti ber upp tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til mótuð hefur verið stefna varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi.

Samþykkt í einu hljóði.
8. 1806023 - Öldungaráð
Þann 1. október nk. taka gildi ný og breytt lög um félagsþjónustu sveitarfélaga. Meðal nýmæla í lögunum er að öldungaráð taka við því hlutverki sem þjónustuhópur aldraðra hefur fram til þessa verið falið að sinna.
Í tölvupósti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga 19. júní sl. þar sem breytingar eru kynntar er mælst til þess að öldungaráð séu talin upp meðal annarra nefnda, ráða og stjórna sem sveitarstjórn kýs fulltrúa í við innleiðingu breyttra laga.

Frá haustmánuðum 2015 hefur öldungaráð verið starfrækt sameiginlega í Dalabyggð og Reykhólahrepp.


Oddviti ber upp tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að við næstu endurskoðun samþykkta þess verði Öldugaráði bætt við upptalningu í nefndir og ráð skv. B-hluta.
Öldungaráð verið skipað með sama hætti og það hefur verið frá árinu 2015.
Eins verði Þjónustuhópur aldraðra felldur út úr samþykktum Dalabyggðar.

Samþykkt í einu hljóði.
9. 1806022 - Staða skipulags í sveitarfélaginu
Frá 83. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar þann 5. júlí 2018.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafin verði vinna að nýju aðalskipulagi á haustdögum.

Í 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 segir:
"Þegar að loknum sveitarstjórnarkosningum metur sveitarstjórn hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulagið. Skal sú ákvörðun m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulagsins. Um málsmeðferð á endurskoðaðri áætlun fer sem um gerð nýs aðalskipulags sé að ræða. Ef niðurstaða sveitarstjórnar er að aðalskipulagið þarfnist ekki endurskoðunar heldur það gildi sínu."

Oddviti ber upp tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Oddviti ber upp tillögu:
Sveitarstjórn felur oddvita að kanna kostnað við vinnu aðalskipulags hjá ráðgjafafyrirtækjum.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
10. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Á 162. fundi sveitarstjórnar var skipun í fjallskilanefndir sveitarfélagsins frestað.

Á sameiginlegum fundi fjáreigenda í fjallskiladeild Haukadals og fjallskiladeild Suðurdala 9. júlí sl. í Árbliki var samþykkt að sameina þessar tvær deildir í eina fjallskiladeild. Á fundinn voru boðaðir 30 fjáreigendur á svæðinu og á fundinn mættu 15 aðilar sem samþykktu sameiningu.

Oddviti leggur til að stjórn fjallskiladeild Suðurdala verði skipuð 5 mönnum en stjórnir annarra fjallskiladeilda 3 mönnum.

Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti bar upp tillögu að skipan fjallskiladeilda í Dalabyggð.

Fjallskilanefnd Skógarstrandar:
Aðalmenn: Guðmundur Flosi Guðmundsson, Jóel H. Jónasson og Sigurður Hreiðarsson.
Varamenn:
Sigríður Huld Skúladóttir.

Fjallskilanefnd Suðurdala:
Aðalmenn: Guðrún Esther Jónsdóttir, Finnbogi Harðarson, María Hrönn Kristjánsdóttir, Guðbrandur Þorkelsson og Svavar Magnús Jóhansson.
Varamenn: Hjalti Vésteinsson og Guðrún Þóra Ingþórsdóttir.

Fjallskilanefnd Laxárdals:
Aðalmenn: Harald Óskar Haraldsson, Fanney Þóra Gísladóttir og Jónína Kristín Magnúsdóttir.
Varamenn: Þórey Björk Þórisdóttir, Svanborg Einarsdóttir og Bjarni Hermannsson.

Fjallskilanefnd Hvammssveitar:
Aðalmenn: Anna Berglind Halldórsdóttir, Halldór Gunnarsson og Jón Egill Jóhannsson.
Varamenn: Guðbjörn Guðmundsson, Hjalti Freyr Kristjánsson og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir.

Fjallskilanefnd Fellsstrandar:
Aðalmenn: Friðjón Guðmundsson, Rúnar Jónasson og Sigurður Björgvin Hansson.
Varamenn:
Sigrún Birna Halldórsdóttir og Sveinn Gestsson.

Fjallskilanefnd Skarðsstrandar:
Aðalmenn: Guðmundur K. Gíslason, Ólafur Eggertsson og Þórður Baldursson.
Varamenn: Hermann Karlsson og Lára Hansdóttir.

Fjallskilanefnd Saurbæjar:
Aðalmenn: Ingveldur Guðmundsdóttir, Jón Ingi Ólafsson og Þröstur Harðarson.
Varamenn: Þórunn Elva Þórðardóttir, Þórarinn B. Þórarinsson og Svanhvít Gísladóttir.

Oddviti leggur til að skipan fjallskilanefnda verði samþykkt.

Til máls tók: Skúli.

Samþykkt með sex atkvæðum einn sat hjá (SHG)
11. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Á 162. fundi sveitarstjórnar var frestað skipun í nokkrar stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta.
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.

Oddviti ber upp tillögu:
Á 162. fundi sveitarstjórnar voru gerð mistök við skipun í Barnarverndarnefnd. Félagsmálanefnd skipar fulltrúa í Barnaverndarnefnd úr sínum röðum og fyrri skipun því dregin til baka.

Samþykkt í einu hljóði.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Á 162. fundi sveitarstjórnar var Eyjólfur Ingvi Bjarnason skipaður í stjórn SSV og fulltrúi á aðalfund SSV. Dalabyggð á að tilnefna tvo fulltrúa á aðalfund SSV skv. lögum SSV.
Oddviti ber upp tillögu:
Fulltrúar Dalabyggðar á aðalfund SSV verði Eyjólfur Ingvi Bjarnson og Skúli Hreinn Guðbjörnsson. Til vara Ragnheiður Pálsdóttir og Einar Jón Geirsson.

Oddviti ber upp tillögu að skipun annarra nefnda sem var frestað á síðasta fundi.

Almannavarnanefnd
Aðalmaður: Sveitarstjóri sem verður ráðinn
Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Heilbrigðisnefnd - fulltrúi á aðalfund
Aðalmaður: Skúli Hreinn Guðbjörnsson
Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Þjónustuhópur aldraðra
Ekki skipaður enda í gildi reglur um öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps sem hefur svipað hlutverk.

Öldungaráð - fulltrúar Dalabyggðar:
Aðalmenn: Ragnheiður Pálsdóttir og Sigríður Huld Skúladóttir.
Varamenn: Einar Jón Geirsson og Þuríður Jóney Sigurðardóttir.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður: Þuríður Jóney Sigurðardóttir
Varamaður: Einar Jón Geirsson

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Aðalmaður: Sveitarstjóri sem verður ráðinn
Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason

Samráðsvettvangur Vesturlands
Tilnefning í stjórn: Sveitarstjóri sem verður ráðinn

Oddviti leggur til að tillaga að skipan framgreindra nefnda verði samþykkt.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 1805007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 204
Á 204. fundi byggðaráðs var lagt fram minnisblað um stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu og tillaga um ráðstöfun fjármuna úr styrkvegasjóði. Eins voru samþykktar tvær umsóknir um stuðning vegna náms í leikskólakennarafræðum sbe. reglur Dalabyggðar frá 2014.
Samningur við Datafarm ehf. var til umfjöllunar og hefur verið samþykktur fyrr á þessum fundi og auk þess nokkru mál til umsagnar byggðaráðs.

Til máls tóku: Einar Jón

Einar Jón leggur fram tillögu:
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að fela félagsmálanefnd að koma með tillögur að reglum um aldurstakmark að dansleikjum og skemmtunum í húsnæðis sveitarfélagsins.

Tillaga Einars borin undir atkvæði.
Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti leggur til að fundargerð byggðaráðs verði samþykkt.

Fundargerðin samþykkt í einu hljóði.
13. 1806004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 83
Fyrr á fundinum höfum við afgreitt tvö mál sem voru til umfjöllunar á 83. fundi Umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi stöðu skipulags í sveitarfélaginu og skógræktaráform í Ólafsdal. Önnur mál sem voru til umfjöllunar á fundinum snerust um breytingar á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016 varðandi auglýsingu á deiluskipulagi við Borgarbraut og Gildurbrekkur. Eins var umsókn um byggingu ferðaþjónusthúss á Björgum og umsögn um rekstur ferðaþjónustu í Þurranesi. Eins var til umfjöllunar umsókn Storm orku ehf. um uppsetningu á þremur mösturm til vindmælinga.
Til máls tóku: Einar Jón, Ragnheiður, Skúli Hreinn og Eyjólfur.

Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að veita Storm orku ehf., stöðuleyfi til að reisa 3 rannsóknarmöstur á landi Hróðnýjarstaða.
Leyfið er veitt til tveggja ára. Nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra þarf að leggja fyrir byggingafulltrúa áður en ráðist er í framkvæmdir.

Tillaga Einars Jóns lögð fram til samþykktar.

Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli Hreinn, Eyjólfur og Einar.

Tillagan lögð fram til samþykktar.
Atkvæðin féllu þannig 4 samþykktir, 3 á móti (EIB, ÞJS, RP)


Oddviti leggur til að fundargerðin verði samþykkt.
Samþykkt samhljóða
14. 1806005F - Dalaveitur ehf - 6
Fundargerð lögð fram til kynningar
Fundargerðir til kynningar
15. 1802003 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 860. fundar og 861. fundar
Fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag 18. maí sl og 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga 29. júní sl. lagðar fram til kynningar
16. 1806033 - Dalaveitur ehf. - fundargerð aðalfundur
Fundargerð aðalfundar Dalaveitna ehf. frá 28. júní sl. lögð fram til kynningar.
17. 1807004 - Dalagisting ehf. - fundargerðir til kynningar
Fundargerð stjórnarfundar númer 61 og 62 ásamt fundargerð aðalfundar Dalagistingar ehf. lagðar fram til kynningar.
Mál til kynningar
18. 1806013 - Ráðning sveitarstjóra
Á 162. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að leita samstarfs við Hagvang um ráðningu sveitarstjóra. Starfið var auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 9. júlí sl.
13 umsóknir bárust um stöðu sveitarstjóra Dalabyggðar. Átta karla og fimm konur sækjast eftir starfinu. Farið hefur verið yfir umsóknirnar og ákveðið hvaða umsækjendur verða kallaðir í viðtöl. Hagvangur annast ráðningarferlið í samstarfi við sveitarstjórn.

Eftirtaldir sóttu um stöðuna í stafrófsröð:
Ernir Kárason, verkefnisstjóri.
Gunnólfur Lárusson, rekstrar- og verkefnisstjóri.
Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi.
Jónína Kristjánsdóttir, bókari og ráðgjafi.
Kristján Sturluson, sérfræðingur.
Linda Björk Hávarðardóttir, framkvæmdastjóri.
Matthías Magnússon, framkvæmdastjóri.
Sigurbjörg Kristmundsdóttir, verslunarstjóri.
Sigurður Torfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri.
Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri.
Þorbjörg Gísladóttir, skrifstofu- og mannauðsstjóri.
Þórður Valdimarsson, verkefnisstjóri.

Lagt fram til kynningar
Fundargerð yfirfarin og staðfest.

Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar er áætlaður 9. ágúst nk.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei