| |
1. 1609021 - Sala eigna - Laugar í Sælingsdal | |
Til máls tóku: Einar og Skúli.
Skúli Hreinn kom með tillögu. Sveitarsjórn telur tillögu Arnarlóns ehf. vera nýtt tilboð í eignir að Laugum og Sælingsdalstungu en síðasta sveitarstjórn sleit viðræðum um fyrra tilboð á fundi 17 apríl sl. Í ljósi undirskrifta sem afhentar voru sveitarstjórn 24. maí s.l. þar sem 213 íbúar sveitarfélagsins mótmæla því að Dalabyggð veiti seljendalán hafnar sveitarstjórn tillögu Arnarlóns ehf.
Einar Jón kom með frávísunartillögu á tillögu Skúla. Frávísunartillaga felld með 5 atkvæðum (SHS, SHG, RP, EIB, ÞJS)
Tillaga Skúla Hreins lögð fram. Atkvæðin féllu þannig 5 samþykktu en tveir voru á móti (EJG, PJ)
Einar kom með eftirfarandi bókun: Við undirritaðir lýsum eindrægni andstöðu og miklum vonbrigðum með ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar Dalabyggðar að slíta viðræðum við Arnarlón ehf. um sölu á Laugum og hluta Sælingsdalstungu. Með þessari ákvörðun er verið að taka gríðarlega áhættu með mikil verðmæti sem geta mótað framtíðarmöguleika Dalabyggðar um ókomin ár. Einar Jón Geirsson og Pálmi Jóhannsson.
| | |
|
2. 1804036 - Fyrirspurn um leigulóð | |
Tillaga: Sveitarstjórn samþykkir leigusamninginn miðað við fyrirliggjandi drög og veitir oddvita heimild til að undirrita samninginn.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
3. 1806016 - Stofngjald ljósleiðara að Breiðabólsstað í Sökkólfsdal | |
Oddviti leggur til eftirfarandi bókun: Lagning ljósleiðara í Dalabyggð er partur af verkefninu Ísland ljóstengt. Dalabyggð stofnaði félagið Dalaveitur ehf. til að sjá um framkvæmdina. Reglurnar sem farið er eftir eru settar af Fjarskiptasjóði. Staðir sem greiða stofngjaldið 310.000 krónur eru skv. skilgreiningu Fjarskiptasjóðs: "a. Þar er heimili þar sem íbúi (eða íbúar) er skráður með lögheimili og er þar með heilsársbúsetu. Miða á við lögheimili eins og þau eru skráð 1. desember 2016. b. Þar er fyrirtæki með heilsársstarfsemi í viðkomandi húsi eða íbúð." Hvorugt þessara skilyrða gildir um Breiðabólsstað í Sökkólfsdal. Á Breiðabólsstað hefur enginn íbúi skráð lögheimili og þar er ekki fyrirtæki með heilsársstarfsemi en Jónsmessan ehf. er með skráð lögheimili í Reykjavík.
Samþykkt í einu hljóði.
Eyjólfur og Þuríður víkja af fundi og Ragnheiður tekur við stjórn fundarins.
| | |
|
4. 1806007 - Íbúakosning, undirskriftalisti, kosningar | |
Til máls tóku: Skúli og Einar.
Einar Jón leggur til að setja málið í íbúakosningu.
Þrír samþykktu, einn sat hjá (SHS) og einn á móti (SHG).
Eyjólfur og Þuríður koma inná fundinn. Eyjólfur tekur við stjórn fundarins. | | |
|
5. 1807001 - Hljóð- og myndupptökur á sveitarstjórnarfundum | |
Oddviti ber upp tillögu: Sveitastjórn Dalabyggðar samþykkir að beina því til byggðaráðs að kanna útfærslur og kostnað við að taka sveitarsjórnarfundi upp í hljóð og mynd. Einnig skal skoða útfærslur og kostnað við að senda sveitarstjórnarfundina út í beinni útsendingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Til máls tók: Skúli
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
6. 1807002 - Íbúaþing 2018 | |
Oddviti ber upp tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að halda íbúaþing haustið 2018 og felur atvinnumálanefnd að koma með tillögur að fyrirkomulagi þingsins.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
7. 1805030 - Skógræktaráform í Ólafsdal 137878 | |
Oddviti ber upp tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins þar til mótuð hefur verið stefna varðandi notkun á landi tengt landbúnaði samfara nýju aðalskipulagi.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
8. 1806023 - Öldungaráð | |
Oddviti ber upp tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að við næstu endurskoðun samþykkta þess verði Öldugaráði bætt við upptalningu í nefndir og ráð skv. B-hluta. Öldungaráð verið skipað með sama hætti og það hefur verið frá árinu 2015. Eins verði Þjónustuhópur aldraðra felldur út úr samþykktum Dalabyggðar.
Samþykkt í einu hljóði. | | |
|
9. 1806022 - Staða skipulags í sveitarfélaginu | |
Oddviti ber upp tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Oddviti ber upp tillögu: Sveitarstjórn felur oddvita að kanna kostnað við vinnu aðalskipulags hjá ráðgjafafyrirtækjum.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. | | |
|
10. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar | |
Oddviti leggur til að stjórn fjallskiladeild Suðurdala verði skipuð 5 mönnum en stjórnir annarra fjallskiladeilda 3 mönnum.
Samþykkt í einu hljóði.
Oddviti bar upp tillögu að skipan fjallskiladeilda í Dalabyggð.
Fjallskilanefnd Skógarstrandar: Aðalmenn: Guðmundur Flosi Guðmundsson, Jóel H. Jónasson og Sigurður Hreiðarsson. Varamenn: Sigríður Huld Skúladóttir.
Fjallskilanefnd Suðurdala: Aðalmenn: Guðrún Esther Jónsdóttir, Finnbogi Harðarson, María Hrönn Kristjánsdóttir, Guðbrandur Þorkelsson og Svavar Magnús Jóhansson. Varamenn: Hjalti Vésteinsson og Guðrún Þóra Ingþórsdóttir.
Fjallskilanefnd Laxárdals: Aðalmenn: Harald Óskar Haraldsson, Fanney Þóra Gísladóttir og Jónína Kristín Magnúsdóttir. Varamenn: Þórey Björk Þórisdóttir, Svanborg Einarsdóttir og Bjarni Hermannsson.
Fjallskilanefnd Hvammssveitar: Aðalmenn: Anna Berglind Halldórsdóttir, Halldór Gunnarsson og Jón Egill Jóhannsson. Varamenn: Guðbjörn Guðmundsson, Hjalti Freyr Kristjánsson og Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir.
Fjallskilanefnd Fellsstrandar: Aðalmenn: Friðjón Guðmundsson, Rúnar Jónasson og Sigurður Björgvin Hansson. Varamenn: Sigrún Birna Halldórsdóttir og Sveinn Gestsson.
Fjallskilanefnd Skarðsstrandar: Aðalmenn: Guðmundur K. Gíslason, Ólafur Eggertsson og Þórður Baldursson. Varamenn: Hermann Karlsson og Lára Hansdóttir.
Fjallskilanefnd Saurbæjar: Aðalmenn: Ingveldur Guðmundsdóttir, Jón Ingi Ólafsson og Þröstur Harðarson. Varamenn: Þórunn Elva Þórðardóttir, Þórarinn B. Þórarinsson og Svanhvít Gísladóttir.
Oddviti leggur til að skipan fjallskilanefnda verði samþykkt.
Til máls tók: Skúli.
Samþykkt með sex atkvæðum einn sat hjá (SHG) | | |
|
11. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar | |
Barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala.
Oddviti ber upp tillögu: Á 162. fundi sveitarstjórnar voru gerð mistök við skipun í Barnarverndarnefnd. Félagsmálanefnd skipar fulltrúa í Barnaverndarnefnd úr sínum röðum og fyrri skipun því dregin til baka.
Samþykkt í einu hljóði.
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi. Á 162. fundi sveitarstjórnar var Eyjólfur Ingvi Bjarnason skipaður í stjórn SSV og fulltrúi á aðalfund SSV. Dalabyggð á að tilnefna tvo fulltrúa á aðalfund SSV skv. lögum SSV. Oddviti ber upp tillögu: Fulltrúar Dalabyggðar á aðalfund SSV verði Eyjólfur Ingvi Bjarnson og Skúli Hreinn Guðbjörnsson. Til vara Ragnheiður Pálsdóttir og Einar Jón Geirsson.
Oddviti ber upp tillögu að skipun annarra nefnda sem var frestað á síðasta fundi.
Almannavarnanefnd Aðalmaður: Sveitarstjóri sem verður ráðinn Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Heilbrigðisnefnd - fulltrúi á aðalfund Aðalmaður: Skúli Hreinn Guðbjörnsson Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Þjónustuhópur aldraðra Ekki skipaður enda í gildi reglur um öldungaráð Dalabyggðar og Reykhólahrepps sem hefur svipað hlutverk.
Öldungaráð - fulltrúar Dalabyggðar: Aðalmenn: Ragnheiður Pálsdóttir og Sigríður Huld Skúladóttir. Varamenn: Einar Jón Geirsson og Þuríður Jóney Sigurðardóttir.
Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga Aðalmaður: Þuríður Jóney Sigurðardóttir Varamaður: Einar Jón Geirsson
Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands. Aðalmaður: Sveitarstjóri sem verður ráðinn Varamaður: Eyjólfur Ingvi Bjarnason
Samráðsvettvangur Vesturlands Tilnefning í stjórn: Sveitarstjóri sem verður ráðinn
Oddviti leggur til að tillaga að skipan framgreindra nefnda verði samþykkt.
Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
| | |
|
| |
12. 1805007F - Byggðarráð Dalabyggðar - 204 | |
Til máls tóku: Einar Jón
Einar Jón leggur fram tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að fela félagsmálanefnd að koma með tillögur að reglum um aldurstakmark að dansleikjum og skemmtunum í húsnæðis sveitarfélagsins.
Tillaga Einars borin undir atkvæði. Samþykkt í einu hljóði.
Oddviti leggur til að fundargerð byggðaráðs verði samþykkt.
Fundargerðin samþykkt í einu hljóði. | | |
|
13. 1806004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 83 | |
Til máls tóku: Einar Jón, Ragnheiður, Skúli Hreinn og Eyjólfur.
Einar Jón kom með eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkir að veita Storm orku ehf., stöðuleyfi til að reisa 3 rannsóknarmöstur á landi Hróðnýjarstaða. Leyfið er veitt til tveggja ára. Nákvæm kort með staðsetningum vegslóða og staðsetningum mastra þarf að leggja fyrir byggingafulltrúa áður en ráðist er í framkvæmdir.
Tillaga Einars Jóns lögð fram til samþykktar.
Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli Hreinn, Eyjólfur og Einar.
Tillagan lögð fram til samþykktar. Atkvæðin féllu þannig 4 samþykktir, 3 á móti (EIB, ÞJS, RP)
Oddviti leggur til að fundargerðin verði samþykkt. Samþykkt samhljóða | | |
|
14. 1806005F - Dalaveitur ehf - 6 | |
| |
|
| |
15. 1802003 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 860. fundar og 861. fundar | |
| |
|
16. 1806033 - Dalaveitur ehf. - fundargerð aðalfundur | |
| |
|
17. 1807004 - Dalagisting ehf. - fundargerðir til kynningar | |
| |
|
| |
18. 1806013 - Ráðning sveitarstjóra | |
Lagt fram til kynningar | | |
|