Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 120

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.05.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sólrún Ýr Guðbjartsdóttir fulltrúi foreldra,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar
Farið yfir stöðu vinnu við gerð nýrrar skólastefnu fyrir Dalabyggð.
Formaður og varaformaður fræðslunefndar ásamt skólastjóra, leggja til að næstu skref í gerð og vinnu við skólastefnu/menntastefnu verði að fá aðra hagaðila að borði.
Mikilvægt er að kennarar og aðrir starfsmenn skólans svo og skólaráð skólans komi einnig að gerð skólastefnu/menntastefnu. Lagt er til að skólastjóri leggi núverandi drög fyrir skólaráð og starfsmenn skólans.
2. 2304021 - Auðarskóli skólareglur
Rætt um skólareglur fyrir Auðarskóla og farið yfir núgildandi reglur.
Fræðslunefnd samþykkir að fela skólastjóra að kynna uppfærða tillögu að skólareglum Auðarskóla, í ljósi umræðna á fundinum, fyrir skólaráði og leggja síðan í kjölfarið fyrir fræðslunefnd á fundi í lok maí 2023.
3. 2301063 - Reglur um skólasókn í Auðarskóla
Framlagt erindi frá foreldri vegna framkvæmd skólasóknarreglna í Auðarskóla.
Erindið framlagt og rætt. Mikilvægt er að reglurnar, tilgangur og uppbygging þeirra verði kynntar vel fyrir næsta skólaár.
Sveitarstjóra falið, í samstarfi við skólastjóra, að svara bréfritara.
4. 2304020 - Skólapúls 2023
Rætt um Skólapúlskannanir í Auðarskóla.
Farið yfir stöðu mála.
5. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023
Skólastjóri fer yfir stöðu mála í Auðarskóla, leik- og grunnskóla..
Kynnt drög að reglum um móttöku gestanemenda í Auðarskóla. Fræðslunefnd tekur jákvætt í að settar verði reglur varðandi gestanemendur og kynni fyrirliggjandi drög fyrir skólaráði og fræðslunefnd taki reglurnar til afgreiðslu á næsta fundi.
Skólastjóri kynnti fyrirkomulag varðandi skólaslit í vor og verður það kynnt fyrir nemendum og forráðamönnum á næstunni.
Skóladagatal fyrir leikskóla lagt fram og verður það kynnt fyrir skólaráði á fundi á næstunni.
6. 2305001 - Skólaþjónusta
Rætt um skólaþjónustu og stuðning við sérfræðiþjónustu við Auðarskóla.
Fræðslunefnd styður það að leita samninga við Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri varðandi aðstoð við Auðarskóla.
7. 2010009 - Framhaldsnám fyrir ungmenni úr Dalabyggð
Staða máls rædd.
Jón Egill tómstundafulltrúi Dalabyggðar sat fundinn undir lið 8.
8. 2208010 - Tómstundir - sumar 2023
Kynnt staða vinnunar varðandi undirbúning tómstundastarfs í Dalabyggð sumarið 2023.
Íþróttafélagið Undri hefur kynnt metnaðarfullt sumarnámskeið í fjórar vikur og lýsir fræðslunefnd mikilli ánægju með það hvernig að málum hefur verið staðið.
Gjaldskrá hefur verið kynnt og er gjaldtakan mjög hófleg í öllum samanburði við önnur sveitarfélög.
9. 2304010 - Félagsmiðstöð ungmenna
Farið yfir starfsreglur félagsmiðstöðvarinnar og rætt um nafn á starfssemina.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Mál til kynningar
10. 2304011 - Erindi frá Samtökunum 22 - hagsmunasamtökum samkynhneigðra
Framlagt erindi frá Samtökunum 22 vegna hinsegin fræðslu í grunnskólanum í Dalabyggð.
11. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál sem tengjast fræðslu og félagsmálum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei