Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 320

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
18.03.2024 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2403021 - Styrkvegir 2024 verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 15.

Samþykkt samhljóða.

Lagt til að mál nr. 2403022 - Umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 16.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskárlið 1. Haraldur Ö. Reynisson endurskoðandi kom inn á fundinn gegnum fjarfundabúnað undir dagskrárlið 1.
1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023
Framlagður ársreikningur Dalabyggðar fyrir árið 2023 til afgreiðslu í byggðarráði fyrir fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023.

Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2023.

Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.

Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð Samstæða 2023_15.3.2024.pdf
Dalabyggð sundurliðunarbók 2023.pdf
Björn Bjarki Þorsteinsson kemur inn á fundinn.
2. 2208004 - Vegamál
Á vef Vegagerðarinnar birtist frétt 9. mars sl. þar sem tilkynnt er um varasamt ástand vega í Reykhólasveit og Dölum, vegna þessa þurfi að breyta nokkrum köflum í malarvegi fram á sumar. Ástæðan er sögð lélegt slitlag og burðarlag hafi gefið sig sem skapi mjög hættulegar aðstæður fyrir ökumenn. Langir kaflar á Vestfjarðavegi eru metnir það slæmir að ekki er hægt að halda þeim við. Veðuraðstæður koma í veg fyrir að hægt sé að leggja klæðingu á veginn og því verða þessir ákveðnu hlutar vegarins malarkaflar fram á sumar.
Byggðarráð ítrekar óskir um beiðni um fund með Umhverfis- og samgöngumálanefnd Alþingis í ljósi þess að enn hafa litlar undirtektir fengist við erindi Dalabyggðar vegna ástands vegakerfis innan sveitarfélagsins og yfir í næstu héruð.
vg_slitlag1.pdf
vg_slitlag2.pdf
vg_slitlag3.pdf
frett_vef_vegagerdar_09032024.pdf
stada_vega_10032024.pdf
stada_vega_12032024.pdf
3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála í vinnu við gerð útboðsgagna sem unnin eru í samvinnu við Ríkiskaup.
Staða mála kynnt.
4. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Rætt um stöðu úrgangsmála.
Staða mála rædd.

Lagt til að bíða eftir umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
5. 2403005 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskrar sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024
Staða mála rædd.

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur þegar lýst því yfir að vera reiðubúin að endurskoða gjaldskrár og annað er snýr að barnafjölskyldum en ítrekar nauðsyn þess að sjá hvað kemur út úr samningum við hið opinbera.

Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað um aðgerðir Dalabyggðar sem þegar hafa verið framkvæmdar og áhrif þeirra á kjarasamninga.
Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar 2024..pdf
Vegna áskorunar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga..pdf
6. 2403010 - Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn sveitarfélagsins Dalabyggðar vegna tækifærisleyfis með tímabundnu áfengisleyfi vegna leiksýningar á "Blessað barnalán" í umsjá Leikklúbbs Laxdæla. Beðið er um leyfi frá 27. mars til 1. apríl þar sem viðburðurinn verður haldinn 27. og 30. mars og 1. apríl.
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna leiksýningar "Blessað barnalán" í Dalabúð 27. mars - 1. apríl.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna viðburðarins.
Dagskrá 11.3.2024 15.12.29.pdf
7. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál
Til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er aðgerðaáætlun matvælastefnu og aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu. Umsagnarfrestur er til og með 21. mars 2024.
Sveitarstjóra falið að vinna umsögn ef þurfa þykir og senda inn fyrir hönd Dalabyggðar.
Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefna.pdf
Aðgerðaáætlun matvælastefnu..pdf
8. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024.
Sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála falið að kanna forsendur og þörf talmeinafræðings við Auðarskóla og vinna tillögu sem lögð verði fyrir fræðslunefnd í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða.
9. 2403011 - Stjórnendamælaborð sveitarfélaga
Framlagt tilboð í uppsetningu stjórnendamálaborðs fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa.
Að svo stöddu telur byggðarráð að Dalabyggð eigi ekki að innleiða Stjórnendamælaborð sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.
10. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlögð gögn frá Olís vegna framkominnar óskar fyrirtækisins um aðstöðu í Búðardal.
Byggðarráð er tilbúið til frekara samtals og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
11. 2403014 - Miðbraut 11
Rætt um eignarhald á Miðbraut 11 í Búðardal.
Sveitarstjóra falið að ræða við fjármálaráðuneytið varðandi húsnæði FSRE að Miðbraut 11.
12. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti
Í kjölfar síðasta fundar í byggðarráði Dalabyggðar hafa átt sér stað samtöl og samskipti við fyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Fyrir liggur nú tilboð frá Mílu í kaup á ljósaleiðarakerfi Dalaveitna í dreifbýli. Einnig liggur fyrir staðfest að Míla hyggst samhliða fara í lagningu ljósleiðara í Búðardal og hefja framkvæmdir sumarið 2024 og að Búðardalur verði ljósleiðaravæddur fyrir árslok 2025.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og boði til fundar hjá stjórn Dalaveitna ehf.
13. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í samræðum Dalabyggðar við lánastofnanir.
Staða mála rædd.
14. 2403016 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags
15. 2403021 - Styrkvegir 2024
Lögð er fram tillaga að umsókn til styrkvega 2024
Tillaga að umsókn til styrkvega lögð fram.

Samþykkt samhljóða.
Styrkvegir2024_tillaga.pdf
16. 2403022 - Umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts
Borist hefur beiðni Byggðarstofnunar um umsögn sveitarfélagsins vegna breytingar á póstþjónustu í Búðardal ásamt erindi Íslandspósts.
Sveitarstjóra falið að útbúa umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:11 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei