Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 151

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
19.09.2017 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti,
Halla S. Steinólfsdóttir ,
Eyþór Jón Gíslason ,
Ingveldur Guðmundsdóttir ,
Þorkell Cýrusson ,
Sigurður Bjarni Gilbertsson ,
Valdís Gunnarsdóttir ,
Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1708018 - Lífeyrisskuldbindingar hjúkrunarheimila
Með bréfi 21. ágúst 2017 minnir Samband íslenskra sveitarfélaga á að tilkynna skuli fjármála- og efnahagsráðuneytinu að sveitarfélagið hyggist ganga frá samkomulagi um uppgjör lífeyrisskuldbindinga á grundvelli samkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðherra frá júní sl.
Til máls tóku: Sveinn, Eyþór
Sveitarstjóri hefur óskað eftir við ráðuneytið að ákveðið hlutfall lífeyriskuldbindinga starfsmanns skrifstofu Dalabyggðar falli undir samkomulagið enda hefur skrifstofan séð um launvinnslu og bókahald fyrir heimilið frá upphafi.
Lagt til að sveitarstjóra fái umboð til að undirrita samkomulag við ráðuneytið.

Samþykkt í einu hljóði.
2. 1709005 - Reglur um skólakstur 2017
Á 149. fundi sveitarstjórnar (mál nr. 1705012) var m.a. fjallað um bréf skólabílstjóra þar sem m.a. er hvatt til þess að sveitarstjórn endurmeti aldursmörk leikskólabarna sem mega nýta skólabíla á vegum Dalabyggðar. Sveitarstjórn samþykkti að leikskólabörn frá 12 mánaða aldri geti nýtt skólabíl sé pláss í bílnum. Sveitarstjóra var falið að endurskoða reglur Dalabyggðar um skólaakstur með hliðsjón af þessu og ábendingum skólabílstjóra. Reglurnar hafa verið lagðar fyrir skólaráð og fræðslunefnd til umsagnar.
Til máls tók: Sigurður Bjarni.
Fjallað var um drögin á fundi skólaráðs 30. ágúst og á fundi fræðslunefndar 6. september sl. Fræðslunefnd samþykkti drögin með smávægilegum breytingum.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti reglurnar.

Samþykkt í einu hljóði.
3. 1709013 - Haustþing SSV 2017
Haustþing SSV 2017 fer fram á Akranesi miðvikudaginn 11 október n.k.
Lagt til að Ingveldur Guðmundsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertson verði aðalfulltrúar og Halla Steinólfsdóttir og Eyþór Jón Gíslason til vara.

Samþykkt í einu hljóði.
4. 1705012 - Skólaakstur 2017-2019
Með bréfi dags. 21. ágúst 2017 óska fjórir skólabílstjórar eftir að gjaldskrá varðandi skólaakstur verði breytt á þann hátt að grunngjaldskrá við upphaf síðasta samnings þ.e. frá ágúst 2015 hækki um 10 kr. í hverjum flokki og það verði jafnframt gólf samninganna. Eingöngu verði því breytingar til hækkunar vegna vísitölubreytinga en ekki lækkanir.
Lagt til að byggðarráði verði falið að ljúka málinu að höfðu samráði við skólabílstjóra.

Samþykkt í einu hljóði.
5. 1708009 - Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins
Ákvörðun um hvort Dalabyggð taki þátt í rammasamningum Ríkiskaupa í nýju kerfi var frestað á fyrra fundi.
Til máls tók: Sveinn
Samkvæmt gjaldskrá Ríkiskaupa ber Dalabyggð að greiða 750.000,- á ári fyrir aðild að rammasamningi. Vöru- og þjónustukaup Dalabyggðar námu 334 millj. kr árið 2016. Skv. upplýsingum frá Ríkiskaupum og seljendum má ætla að Dalabyggð hafi fengið um 5 millj kr. í afslátt á árinu 2016 í gegnum rammasamninga. Rammasamningskerfið einfaldar einnig framkvæmd örútboða.
Lagt til að sveitarstjóran verði heimilað að undirrita.

Samþykkt í einu hljóði.
6. 1606028 - Sturla á Staðarhóli
Fornleifafélag Barðastrandar- og Dalasýslna stendur fyrir fornminjaskráningu í landi Saðarhóls hins forna í Saurbæ. Óskað er eftir að Dalabyggð styrki félagið vegna þessa um kr. 350.000,- auk þess að leggja til aðstöðu í Tjarnarlundi í eina viku í byrjun október.

Lagt til að erindið verði samþykkt.

Samþykkt í einu hljóði.

Tekið af lið 0589
7. 1708001 - Vilja- og samstarfsyfirlýsing
Frá fyrra fundi.
Fyrirtækið Storm orka ehf áformar að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál o.fl. Fyrir liggja drög að vilja- og samstarfsyfirlýsingu.
Sveitarstjórn óskaði umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar. Nefndin taldi erfitt að taka afstöðu til verkefnisins, þar sem gögn vantar, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins.

Magnús B. Jóhannsson framkvæmdastjóri Storm Orku ehf. fundaði með sveitarstjórnarmönnum fyrr í dag og skýrði áform fyrirtækisins.

Lagt til að sveitarstjórn samþykki vilja- og samstarfsyfirlýsinguna.

Samþykkt með sex atkvæðum. Einn situr hjá (HSS).

Gert er ráð fyrir að Íbúafundur verði haldinn á næstu vikum þar sem þetta verður kynnt ásamt fleiru.

8. 1709015 - Aðgerðaáætlun vegna íbúaþróunar
Lögð fram drög að aðgerðaráætlun vegna íbúafækkunar. Áætlunin er í 6 liðum og tekur til Vínlandsseturs, löndunaraðstöðu, byggðakvóta, arfleifð Sturlu Þórðarsonar, eflingu opinberra stofnanna og samgöngumála.
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að senda áætlunina til viðeigandi ráðuneyta.

Samþykkt í einu hljóði.
9. 1703010 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Lögð fram drög að minnisblaði Jóns Arnars Baldurs, löggilts endurskoðanda hjá Ró ehf. varðandi mat á áhrifum fjárfestingar í íþróttamiðstöð í Búðardal og sölu eigna að Laugum í Sælingsdal.

Til máls tóku: Sveinn, Sigurður Bjarni.
Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að fjárhagsstaða Dalabyggðar er traust og að rekstur standi undir a.m.k 150 millj. kr. lántöku. Staðfest er að til að leggja í 450 - 650 millj. kr. fjárfestingu sé nauðsynlegt að selja aðrar eignir.
Lagt til að sveitarstjóra verði falið að skoða fleiri möguleika á sölu Lauga í Sælingsdal og eftir atvikum annarra eigna.

Samþykkt í einu hljóði.


10. 1708010 - Héraðsbókasafn / Héraðsskjalasafn
Menningar- og ferðamálanefnd hefur fallist á að vinna stefnumótun og samþykktir fyrir Héraðsbókasafnið.


Lagt til að Héraðskjalasafn fái til afnota stóru skjalageymsluna í stjórnsýsluhúsinu frá og með næstu áramótum.

Samþykkt í einu hljóði.
11. 1709006 - Umsókn um framkvæmdaleyfi í Hvolsdal
Frá 76. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar.
Nefndin samþykkti að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi vegna breikkunar og endurbóta á Vestfjarðavegi um Hvolsdal, en ekki er unnt að leyfa efnistöku úr Húsá nema að fenginni umsögn Skipulagsstofnunar.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
12. 1709010 - Ísland ljóstengt 2018
Stjórnarráð Íslands hefur tilkynnt að undirbúningur sé hafinn að landsátakinu Ísland ljóstengt vegna árins 2018.
Gert er ráð fyrir að tilkynnt verði um úthlutun byggðastyrks vegna 2018 á næstu dögum og niðurstaða úthlutunar úr samkeppnispottinum liggi fyrir í lok október eða byrjun nóvember.

Lagt til að sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda verði falið að undirbúa umsóknir og leggja yfir byggðarráð.

Samþykkt í einu hljóði.
13. 1612032 - Tækifærisleyfi - Ósk um umsögn
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar umsagnar um umsókn Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu um tækifærisleyfi vegna „Sviðaveislu, hagyrðinga og dansleiks“ sem halda á í íþróttahúsinu Laugum 20. október og í Dalabúð 21. október nk.
Lagt til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að leyfið verði gefið út.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 1708007 - Fundargerðir fjallskilanefnda
Eftirtaldar fundargerðir fjallskiladeilda liggja fyrir:
- Fundur fjallskilanefndar Fellsstrandar frá 23. ágúst 2017.
- Fundur fjallskilanefndar Hvammssveitar frá 27. ágúst 2017.
- Fundur fjallskilanefndar Laxárdals frá 2. september 2017.
- Fundur fjallskilanefndar Saurbæjar frá 29. ágúst 2017.
- Fundur fjallskilanefndar Skarðsstrandar frá 29. ágúst 2017.
- Fundur fjallskilanefndar Skógarstrandar frá 24. ágúst 2017.
- Fundir fjallskilanefndar Suðurdala frá 24. apríl, 1. ágúst, 21. ágúst og 22. ágúst 2017.


Oddviti leggur til að fundargerðirnar verði afgreiddar í einu lagi.

Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðirnar.

Samþykkt í einu hljóði.
15. 1706001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 81
81. fundur fræðslunefndar fór fram 6. september sl.
Til máls tók: Sigurður Bjarni.
Á fundinum gerði skólastjóri grein fyrir upphafi skólastarfs og íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir starfi sumarsins og upphafi vetrarstarfs. Nefndin samþykkti drög að endurnýjuðum reglum um skólaakstur.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
16. 1708005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 193
193. fundur byggðarráðs fór fram 12. september sl.
Til máls tók: Eyþór.
Á fundinum fór umsjónarmaður framkvæmda yfir stöðu framkvæmda ársins og samþykkt var umsókn um stuðning við nám í leikskólakennarafræðum. Samþykkt var að styrkja Félag sauðfjárbænda vegna haustfagnaðar og selaverkefni með afnotum af lóð og búnaði.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
17. 1708006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 76
76. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar var haldinn 14. september sl.
Á fundinum var m.a. fjallað um færslu reiðvegar við Laxá og umferðaröryggismál. Samþykkt var að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Vestfjarðavegi um Hvolsdal með fyrirvara um efnistöku en nefndin tekur ekki afstöðu til umsagnarbeiðni sveitarstjórnar varðandi áform um vindorkugarð.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til kynningar
18. 1702017 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands - Fundargerðir 142, 143 og 144.
Fundargerðir 142, 143 og 144 lagðar fram til kynningar.
19. 1702004 - Samband íslenskara sveitarfélaga - Fundargerðir 851 og 852
Fundargerðir 851 og 852 lagðar fram til kynningar.
20. 1708003F - Dalaveitur ehf - Fundargerð 3. fundar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Mál til kynningar
21. 1709011 - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin dagana 5. og 6. október 2017 á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.
22. 1702007 - Skýrsla sveitarstjóra
Ágætu sveitarstjórnarmenn.
Á síðustu vikum hafa verkefni Eiríksstaðanefndar verið fyrirferðamikil og ég hef átt fundi með mennta- og menningarmálaráðherra og formanni fjárlaganefnar Alþingis ásamt nefndarmönnum. Einnig hitti ég aðstoðarmann iðnaðarráðherra. Tengt þessu höfum við Bjarnheiður Jóhannsdóttir ferðamálafulltrúi unnið aðgerðaáætlun vegna neikvæðrar íbúaþróunar í Dalabyggð sem fjallað var um fyrr á fundinum. Viðbúið er að nýboðaðar Alþingiskosningar setji strik í reikninginn varðandi framgang þessara mála. Ég hef setið tvo fundi varðandi svæðisskipulagið sem bráðlega verður tilbúið til auglýsingar. Ég sat fund um stefnumótun Samtaka sveitarfélag á Vesturlandi ásamt Höllu Steinólfsdóttur og Ingveldi Guðmundsdóttur. Stjórn Rarik bauð sveitarstjórn til fundar 25. ágúst sl. Þá sat ég umræðu- og upplýsingafund um innkaupamál sveitarfélaga og fund um gerð vinnureglna um gististaði í íbúðabyggð á vegum SSV.
Hafnar eru framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og ganga þær vel. Verið er að leggja heimtaugar á Skógarströnd.
Fundargerð yfirfarin og staðfest.

Gert er ráð fyrir að næsti fundur sveitarstjórnar verði haldinn 24. október nk.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei