Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 150

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.08.2017 og hófst hann kl. 19:00
Fundinn sátu: Jóhannes Haukur Hauksson oddviti,
Halla S. Steinólfsdóttir ,
Ingveldur Guðmundsdóttir ,
Þorkell Cýrusson ,
Sigurður Bjarni Gilbertsson ,
Valdís Gunnarsdóttir ,
Eyjólfur Ingvi Bjarnason varamaður,
Sveinn Pálsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, sveitarstjóri
Oddviti leggur til að á dagskrá sé bætt nr. 1705012 Skólaakstur 2017-2019.

Samþykkt í einu hljóði.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1708001 - Vilja- og samstarfsyfirlýsing
Fyrirtækið Storm orka ehf áformar að koma upp vindorkugarði í landi Hróðnýjarstaða í Dalabyggð ef tilskilin leyfi fást og hefur óskað eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál o.fl.
Fyrir liggja drög að vilja- og samstarfsyfirlýsingu.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir Storm orku ehf en vísar málinu til umsagnar umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt í einu hljóði.
2. 1705026 - Kosning formanns og varaformanns byggðarráð til eins árs
Samkvæmt samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar frá 2013 skal sveitarstjórn skipa formann og varaformann byggðarráðs.
Tillaga:
Formaður verði Eyþór J. Gíslason og varafomaður Ingveldur Guðmundsdóttir.

Samþykkt í einu hljóði.
3. 1703010 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Til máls tók: Sveinn

Samkvæmt 66. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarstjórn skylt að gera sérstakt mat á áhrifum fjárfestingar á fjárhag sveitarfélagsins ef fjárfestingin nemur hærri upphæð en 20% af skatttekjum sveitarfélagsins.
Sveitarstjóri leggur til að Jóni Arnari Baldurs endurskoðanda hjá Ró ehf. verði falið að vinna slíkt mat fyrir Dalabyggð.

Samþykkt í einu hljóði.
4. 1608004 - Grasbýli í landi Fjósa
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur samþykkt tillögu að afmörkun lóðanna nr. 15, 17 og 19 við Sunnubraut sbr. mál nr. 1708005.
Byggðarráð hefur heimilað sveitarstjóra (186. fundur) að ganga frá samningum um kaup á grasbýlum við Sunnubraut en afmörkun lóða undir íbúðarhús hefur ekki legið fyrir.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar varðandi afmörkun lóðanna.

Samþykkt í einu hljóði.

Lögð fram drög að lóðarleigusamningum.

Oddviti leggur til að sveitarstjóra verði heimilað að undirrita samningana.

Samþykkt í einu hljóði.
5. 1708009 - Breytt rekstrarform rammasamningakerfisins
Með skilaboðum frá júlí 2017 tilkynna Ríkiskaup um nýtt fyrirkomulag á innkaupum í rammasamningum ríkisins og hvetja aðila að skila inn aðildarumsókn til að geta notið þess hagræðis sem samningurinn felur í sér.
Aðildargjald Dalabyggðar fyrir árið 2017 er kr. 500.000,-

Dalabyggð hefur verið aðili að rammasamningum ríkisins um árabil án þess að aðilargjald hafi verið innheimt. Ákveðið hefur verið að innheimta aðildargjald af kaupendum í stað söluaðila eins og áður var og telja Ríkiskaup þetta hagkvæma breytingu.
Málefnið verður rætt á ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga 13. september nk.

Tillaga:
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Samþykkt í einu hljóði.

6. 1708013 - Afurðaverðslækkun sauðfjárafurða - áhrif á Dalabyggð
Afurðastöðvar hafa boðað umtalsverða lækkun á verði til sauðfjárbænda á komandi hausti.
Til máls tók: Sigurður Bjarni
Lagt fram minnisblað unnið af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem sýnir áhrif þessarar lækkunar á tekjur sauðfjárbænda í Dalabyggð.
Í Dalabyggð voru veturinn 2016-2017 tæplega 29.000 vetrarfóðraðar kindur og búfjáreigendur voru 91 talsins. Verðmæti innleggs í Dalabyggð haustið 2015 var 402 millj. kr., haustið 2016 392,6 millj. kr. og áætlað haustið 2017 242 millj. kr. Áætluð tekjulækkun m.v. afurðaverð er því 160 millj. kr. í Dalabyggð.
Lögð fram bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar og áhrifum tekjusamdráttar á bændur og samfélagið allt en sauðfjárrækt er meginatvinnugrein íbúa Dalabyggðar. Boðuð lækkun afurðaverðs veldur forsendubresti í rekstri marga sauðfjárbúa og mun hafa alvarleg áhrif á aðra starfsemi í sveitarfélaginu. Dalabyggð hefur glímt við fólksfækkun til margra ára og má ekki við frekari samdrætti.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á ráðherra landbúnaðarmála og byggðamála, þingmenn kjördæmisins og samtök bænda, að beita sér fyrir því að málefni sauðfjárbænda verði leyst með farsælum hætti.

Samþykkt í einu hljóði.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
7. 1705012 - Skólaakstur 2017-2019
Frá 192. fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur bréf Þorsteins Jónssonar dags. 21. ágúst 2017.
Þorsteinn átelur það hve langan tíma hefur tekið að ganga frá skipulagi skólaaksturs ársins og lýsir yfir vonbrigðum með að hafa ekki fengið þá akstursleið sem hann sóttist eftir gagnrýnir það að hafa ekki fengið þá akstursleið sem hann sóttist eftir 17. maí sl.

Til máls tóku: Þorkell og Sveinn.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að ganga frá samningum við skólabílstjóra skv. skipulagi sem samþykkt á 190. fundi byggðarráðs 13. júní sl. að undangenginni umfjöllun fræðslunefndar. Fyrir lá að fyrirkomulag væri lítið breytt frá fyrra ári en eftir var að vinna úr ósk eins bílstjóra um að fá skipti á akstursleið. Ekki tókst að ná samkomulagi um þau skipti. Sveitarstjórn afsakar hve seint náðist að afgreiða ósk bílstjóra um skipti á akstursleið.
Tillaga:
Sveitarstjórn staðfestir akstursskipulag byggðarráðs og sveitarstjóra.

Samþykkt í einu hljóði.



8. 1707011 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Samráðsnefnd sorpsamlaganna á SV-landi hefur lagt til við stjórnir sínar að farið verði í vinnu við endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Stjórn Sorpurðunar Vesturlands hefur samþykkt áformin sbr. fundargerð frá 14. júlí sl.

Lagt fram til kynningar.
9. 1708004 - Ný persónuverndarlöggjöf
Með tölvupósti dags. 16. júní 2017 upplýsir Samband íslenskra sveitarfélaga frá yfirstandandi vinnu við ný persónuverndarlög sem stefnt er að því að taki gildi á árinu 2018. Fyrir liggur að ný lög munu munu leggja ríkari kröfur á sveitarfélög að því er varðar m.a. hvaða upplýsingar eru geymdar, hvernig er unnið úr þeim og á hvaða formi þær eru geymdar.
Hvatt er til að sveitarfélög hefji undirbúning t.d. með því að huga að skipun persónuverndarfulltrúa.

Lagt fram til kynningar.
10. 1612004 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Frá 45. fundi félagsmálanefndar
Félagsmálanefnd hefur samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

Lagt til að sveitarstjórn staðfesti reglurnar.

Samþykkt í einu hljóði.
11. 1708010 - Héraðsbókasafn Dalasýslu
Frá 192. fundi byggðarráðs.
Ný lög um Bókasöfn (nr. 150/2012) tóku gildi 3. janúar 2013 og reglugerð um almenningsbókasöfn nr. 138/1978 hefur verið felld úr gildi.

Tillaga:
Menningar- og ferðamálanefnd verði falið að vinna stefnumótun og samþykktir fyrir Héraðsbókasafn í samræmi við ný lög.

Samþykkt í einu hljóði.

12. 1703009 - Framkvæmdir 2017
Frá 192. fundi byggðarráðs
Á fundinn mætti Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda og gerir grein fyrir valkostum varðandi fráveitu í Búðardal.
Gert er ráð fyrir að framkvæmdir Vegagerðarinnar við sjóvörn við Ægisbraut verði á árinu 2019 og hagkvæmt getur verið að fara í framkvæmdir við sjálfa útrásina samhliða en fyrir liggur að grjótverja þarf útrásina.

Tillaga:
Stefnt verði að því að bjóða út framkvæmdir á landi sem fyrst og deila framkvæmdunum á tvö ár í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Með þessari framkvæmd er hægt að leggja af aðra útrásina.

Samþykkt í einu hljóði.


13. 1704020 - Rekstur 2017
Frá 192. fundi byggðarráðs.
Fyrir liggur yfirlit yfir rekstur fyrstu 6 mánaða ársins.

Til máls tók: Sveinn
Skv. yfirlitinu eru tekjur 30 millj. kr. hærri en áætlað var og útgjöld 12 millj. kr. lægri. Greiðslur frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skýra að mestu hærri tekjur. Frávik í útgjöldum deilast á marga liði en skýrast að einhverju leyti að því að ýmsar framkvæmdir lenda á seinni hluta ársins. Handbært fé er um 120 millj. kr. Handbært fé í ársbyrjun var 110 millj. kr.

Til kynningar.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 1707004 - Öldungarráð - Fundargerð 4. fundar
Á fundinum var rætt um fyrirkomulag funda, þjónustu sveitarfélaganna við eldri borgara, félagsstarf og húsnæðismál.

Fundargerð lögð fram til kynningar.
15. 1706002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 191
191. fundur byggðarráðs var haldinn 25. júlí sl.
Á fundinum var m.a fjallað um 6 mánaða rekstaryfirlit, framkvæmdir, sögualdarsetur og fasteignamat 2018.
Samþykkt var að malbika götu frá Vesturbraut í átt að Fjósum samhliða malbikunarframkvæmdum Vegagerðarinnar. Einnig kom fram að Vegagerðin hyggst koma upp svokölluðum bæjarhliðum beggja vegna Búðardals.
Heildarmat fasteigna í Dalabyggð fyrir árið 2018 hækkar um 11,3% meðan meðaltalshækkun yfir landið er 13,8%.

Oddviti leggur til að sveitastjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
16. 1708002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 192
192. fundur byggðarráðs var haldinn 15. ágúst sl.
Á fundinn mættu formenn fjallskilanefnda. Byggðarráð samþykkti að árlegt viðhald rétta og réttargirðinga verði á höndum starfsmanna sveitarfélagsins eins og verið hefur en fjallskilanefndum verði heimilt að sækja um fjármagn til stærri viðhaldsframkvæmda og sjá um þær framkvæmdir. Umsóknir berist byggðarráði fyrir 15. september ár hvert vegna komandi árs.
Einnig var rætt um framkvæmdir og rekstur, skólaakstur og fleira.

Oddviti legur til að sveitastjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
17. 1704001F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 45
45. fundur félagsmálanefndar var haldinn 16. ágúst sl.
Á fundinum var farið yfir afgreiðslur starfsmanna og samþykktar reglur um sérstakan stuðning í húsnæðismálum.

Oddviti leggur til að sveitastjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
18. 1705003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 75
75. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar var haldinn 17. ágúst sl.
Á fundinum var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir bæjarhlið á Vesturlandsveg beggja vegna Búðardals í samræmi við umferðaröryggisáætlun. Einnig var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara milli Búðardals og Hörðubóls og milli Álfheima og Fellsenda með fyrirvara um skoðuð verði önnur lagnaleið.
Samþykkt var afmörkun íbúðarhúsalóða við Sunnubraut 15, 17 og 19 sem hafa verið svokölluð grasbýli.
Nefndin hvetur til að hafin verði vinna við nýtt aðalskipulag Dalabyggðar og að gert verði ráð fyrir því á fjárhagsáætlun næsta árs.
Eftirfarandi var samþykkt:
- Lambastaðir 6 - málsnr.1707003
Breytt notkun á lóð og mannvirki, sumarhús verður íbúðarhús.
- Sauðafell, Kjarrás - málsnr. 1708017
Stofnun frístundahúsalóðar skv. deiliskipulagi.
- Stofnun lóða undir vegsvæði þjóðvegar 59 í landi Engihlíðar, Grafar, Leiðólfsstaða og Svarfhóls - málsnr. 1707005, 1707006, 1707007 og 1707008.
- Bergsstaðir - málsnr. 1707001
Stofnun lóðarinnar Bergsstaða úr landi Skriðukots.
- Melholt - málsnr. 1707016
Landskipti á lóðinni Melholt úr landi Vígholtsstaða.

Oddviti óskar eftir að fá að afgreiða samþykktir nefndarinnar í einu lagi.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti ofangreindar samþykktir nefndarinnar.

Samþykkt í einu hljóði.

Oddviti leggur til að sveitarstjórn staðfesti fundargerðina.

Samþykkt í einu hljóði.
Fundargerðir til kynningar
19. 1703013 - Sorpurðun Vesturlands - Fundargerð frá 14.07.2017
Fundargerð lögð fram til kynningar.
20. 1702004 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerð 850. fundar
Fundargerð lögð fram til kynningar.
21. 1702018 - Samband sveitarfélaga á Vesturlandi - Fundargerðir 129. og 130. fundar
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Fundargerðin yfirfarin og staðfest.
Næsti fundur er áformaður 19. september nk.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei