Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 269

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.06.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt er til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2106003 - Þjónustusamningur vegna þjónustu og ljósleiðara, almennt mál, verði dagskrárliður 6.
Mál.nr. 2106004 - Tunnuskýli - smíði og uppsetning, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál.nr. 2104032 - Tjaldsvæðið Laugum - verðskrá 2021, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál.nr. 2103028 - Sláttur og hirðing 2021-2023 verðkönnun, mál til kynningar, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr. 2106002 - Rekstraruppgjör janúar-apríl 2021, mál til kynningar, verði dagskrárliður 10.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2105026 - Fjárhagsáætlun - Viðauki III
Viðauki III við fjárhagsáætlun lagður fram.
Við viðauka bætist kr. 1.150.000 fjárfesting vegna fráveituframkvæmda og kr. 700.000 rekstur vegna tjaldsvæðis í Búðardal (tvær nýjar hurðir).

Viðauki samþykktur samhljóða með ofangreindum breytingum.
Tillaga að verkefnum vegna viðauka III - vatnsveita o fl.pdf
Fráveita_minnisblað 2021-06-02.pdf
Viðauki III.2021.pdf
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Úr fundargerð 268. fundar byggðarráðs 27.05.2021, dagskrárliður 3:
2008016 - Vinnutímabreytingar
Stytting vinnutíma starfsmanna leikskóla og starfsmanna grunnskóla, annarra en kennara.
Niðurstaða er fengin en eftir er að ganga formlega frá henni. Frestað til næsta fundar.

Vinnutímastytting leikskóla, vinnudegi lýkur 14:35 einu sinni í viku hjá starfsmönnum í fullu starfi (13. mín og 20 mín samtals stytting kaffitíma á viku).
Vinnutímastytting grunnskóla, stytting tekin út í kringum jól og páska. Endurskoðað 1. desember 2021 (13 mín á dag og 15 mín stytting kaffitíma).
Samþykkt samhljóða.
3. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Úr fundargerð 268. fundar byggðarráðs 27.05.2021, dagskrárliður 4:
1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Fyrirkomulag skólaaksturs skólaárið 2021-2022.
Viðræður eru í gangi við verktaka. Frestað til næsta fundar.

Fyrir liggur verðhugmynd sem byggðarráð mun skoða.
Haraldur Haraldsson skólastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 2 og 3.
4. 1904034 - Sorphreinsun - staðsetning grenndarstöðva.
Erindi vegna stöðu sorphirðu sumarhúsa á Skógarströnd lagt fram.
Verið ræða við landeigendur á Ósi um nýja staðsetningu fyrir tunnustöð á Skógarströnd.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 4.
5. 2104033 - Vinnuskóli Dalabyggðar 2021
Farið yfir stöðuna.
Útlit er að búið sé að fá starfsfólk til að starfrækja vinnuskólann.
6. 2106003 - Þjónustusamningur vegna þjónustu og ljósleiðara
Samningur i tengslum við ljósleiðaratengingu fyrir Silfurtún og stjórnsýsluhúsið í Búðardal lagður fram.
Samningurinn staðfestur.
7. 2106004 - Tunnuskýli - smíði og uppsetning
Eitt tilboð barst í uppsetningu á tunnustöðum.
Samþykkt að taka tilboði frá Jóni Katarínussyni.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 7.
8. 2104032 - Tjaldsvæðið Laugum - verðskrá 2021
Breyting á verðskrá: "Verð fyrir börn: Frítt fyrir yngri en 16 ára."
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
9. 2103028 - Sláttur og hirðing 2021-2023 - verðkönnun
Drög að samningi lögð fram.
10. 2106002 - Rekstraruppgjör janúar-apríl 2021
Rekstraruppgjör janúar-apríl lagt fram.
Ársþriðjungsskýrlsa 30.4.2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei