Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 127

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
23.06.2022 og hófst hann kl. 16:06
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Arwa Fadhli Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206028 - Kosning varaformanns umhverfis- og skipulagsnefndar
Lagt til að Jón Egill Jónsson verði varaformaður nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
2. 2206031 - Erindisbréf umhverfis- og skipulagsnefndar
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram til umræðu.
Farið yfir erindsbréf nefndarinnar.

Rætt um fundartíma nefndarinnar. Ákveðið að funda fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 16:00.
Erindisbréf UMSKIP samþykkt.pdf
Viðar Þór Ólafsson mætir til fundar kl. 16:20.
3. 2205021 - Auglýsingaskilti á lóðinni Miðbraut 15 í Búðardal
Leifur Steinn Elísson, fh. D9 ehf., sækir um leyfi Dalabyggðar til þess að setja upp ljósaskilti svipaðrar stærðar og á sama stað og nústandandi auglýsingaskilti við Miðbraut 15 í Búðardal.
Umhverfis- og skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið enda er auglýsingaskilti sömu stærðar nú staðsett á sama stað. Jafnframt gerir Vegagerðin ekki athugasemdir við umsóknina því fyrirhugað auglýsingaskilti verður ekki staðsett nær vegi en nústandandi skilti. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samráði við lóðareiganda.
Samþykkt samhljóða.
Ljósaskilti.pdf
Lóðaruppdr_Miðbraut 15 (1).pdf
Umsögn frá Vegagerðinni.pdf
4. 2206011 - Eldsneytisgeymir við rafstöð RARIK
RARIK óskar eftir bráðabirgða stöðuleyfi til loka september 2023 fyrir eldsneytisgeymi á bak við varaaflsstöð okkar við Miðbraut. Geymirinn er tvöfaldur stáltankur og mun RARIK að hámarki geyma 11 m3 af eldsneyti í geymnum. Fyrir liggja umsagnir frá Slökkviliðsstjóra Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á það vantar fullnægjandi gögn í samræmi við reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir ekki athugasemdir við að eldsneytisgeymirinn verði staðsettur þarna til bráðabirgða en telur þó mikilvægt að fyrir liggji upplýsingar um hvernig áfylling fer fram og hvort það er yfirfyllivörn á tankinum. Auk þess þarf að skoða þætti sem viðkoma viðbragði aðila ef tankurinn rofnar og olía flæðir út í ytra byrðið. Jafnframt kallar heilbrigðiseftirlitið eftir því að fá að sjá viðbragðsáætlun Rarik í tengslum við elds- og slysavarnir.

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda gerir athugasemdir við staðsetningu geymisins með tilliti til krafna er lúta að þessari starfsemi í byggingarreglugerð, gr. 9.6.4. um olíugeyma og olíuskiljur.

Nefndin vísar í leiðbeiningar Hús- og mannvirkjastofnunar um olíugeyma og olíuskiljur þar sem fram kemur að aldrei skal vera minni fjarlægð en 2,5 metrar frá húsi nema húsveggurinn sé með brunamótstöðu minnst EI60, án glugga og annarra opa. Þá skulu klæðningar á útvegg vera í flokki 1. Útveggurinn sem snýr að fyrirhugðum geymi er glugggalaus og án annarra opa og þá eru klæðningar hans í flokki 1. Því er ekki þörf á að flytja hann fjær húsinu. Jafnframt er leikskóli staðsettur á aðliggjandi lóð til suðausturs sem hamlar mjög annarri staðsetningu geymisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt en stöðuleyfi verði ekki gefið út fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist og þau gefi ekki tilefni til breytinga þ.e. að þau verði í samræmi við reglugerð nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi. Einnig er skipulagsfulltrúa falið að grendarkynna stöðuleyfið.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hvetur sveitarstjórn til að kalla eftir framtíðaráformum RARIK um varaafl í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

Umsókn Eldsneytisgeymir.pdf
Tankur 20 m3.pdf
Afsataða eldsneytisgeymis.pdf
20220529_143515.pdf
20220529_143454.pdf
20220529_143428.pdf
Umsögn Slökkviliðsstjóra Miðbraut - Eldsneytisgeymir Miðbraut RARIK.pdf
Umsögn frá HEV.pdf
5. 2206012 - Stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576
Hörpugata 1 ehf. óskar eftir stofnun lóðar (Ljárskógarströnd 1) úr landi Ljárskóga L137576.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar, þar sem hún samræmist gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið. Gerður er fyrirvari um að aðalæð Vatnsveitu Dalabyggðar frá Svínadal í Búðardal liggur um svæðið.
Samþykkt samhljóða.
Uppdráttur Ljárskógar.pdf
6. 2206018 - Stofnun lóðar (Gautland 2) úr landi Gautastaða
Sótt er um stofnun lóðar úr landi Gautastaða.
Nefndin gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar.
Samþykkt samhljóða.
Gautastaðir, Dalasýslu 6.pdf
Mál til kynningar
7. 2206036 - Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi - mál til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.pdf
8. 2206037 - Umsókn um byggingarleyfi
Umsókn um byggingarleyfi lögð fram til kynningar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grendarkynna teikningar að áætlaðri byggingu á lóðinni.
Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til kynningar.
aðaluppdrættir 6.pdf
aðaluppdrættir 5.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei