Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 105

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.06.2020 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hörður Hjartarson formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Ragnheiður Pálsdóttir varaformaður,
Vilhjálmur Arnórsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Þórður Már Sigfússon Skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Þórður Már Sigfússon, Skipulagsfulltrúi
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá:
Mál 2006007 - Litli-Langidalur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti og breyttri notkun húss, mál til kynningar, verði dagskrárliður 6.
Mál 2006008 - Lækjarhvammur 1 - Umsókn um byggingarleyfi, mál til kynningar, verði dagskrárliður 7.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindorkuvers til raforkuframleiðslu í landi Sólheima.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14.11.2019 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar í landi Sólheima í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.

Nú er lagður fram uppdráttur og greinargerð sem sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt/greinargerð og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Jafnframt vill nefndin koma því á framfæri við sveitarstjórn að íhugað verði að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu.
Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum lið en vék af fundi kl. 14.
2. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Hróðnýjarstaða.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14.11.2019 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar í landi Hróðnýjarstaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.

Nú er lagður fram uppdráttur og greinargerð sem sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt/greinargerð og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Jafnframt vill nefndin koma því á framfæri við sveitarstjórn að íhugað verði að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu.
3. 2006001 - Deiliskipulag í landi Haukabrekku
Sótt er um vinnslu nýs deiliskipulags undir frístundabyggð í landi Haukabrekku.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælist til að sveitarstjórn samþykki að unnin verði tillaga að deiliskipulagi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að vinna tillöguna án skipulagslýsingar þar sem meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.
Kristján Sturluson sveitarstjóri og Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda, sátu fundinn að hluta undir þessum lið.
4. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
Nokkrar tillögur frá hönnuði vegna áningarstaðs við Klofning
Lagðar fram til kynningar fimm tillögur frá Landlínum að áningar- og útsýnisstað við Klofning. Nefndin fagnar verkefninu en leggur áherslu á að tryggja þarf aðgengi og útsýnismöguleika fatlaðra í endanlegri útfærslu verkefnisins. Jafnframt að haft verði samráð við Vegagerðina vegna vegtenginga við bílastæðin og að staðsetning bílastæða verði betur nýtt og rask lágmarkað. Mikilvægt er að haft verði samráð við landeigendur á öllum stigum málsins.
Mál til kynningar
5. 2005039 - Landvarsla við Breiðafjörð 2020
Umhverfisstofnun vill upplýsa sveitarfélög við Breiðafjörð um að sumarið 2020 verður viðhöfð landvarsla við verndarsvæðið Breiðafjörð en umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði nýverið fjármagni til þeirra verka.
Nefndin fagnar landvörslunni en bendir jafnframt á að í umfjöllun um Dalabyggð eru bæði rangfærslur og úreltar upplýsingar.
6. 2006007 - Litli-Langidalur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti og breyttri notkun húss
Sótt er um að breyta fjárhúsi og hlöðu í frístundahús.
Nefndin fagnar uppbyggingunni og felur byggingarfulltrúa að ganga í málið.
7. 2006008 - Lækjarhvammur 1 - Umsókn um byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir bílskúr.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að ganga í málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:54 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei