Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 142

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.12.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal 2023
Framlögð drög að samningi við Arkís arkitektastofu varðandi vinnu við deiliskipulag í Búðardal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við samninginn.
2. 2204013 - Uppbygging íþróttamannvirkja í Búðardal - óveruleg breyting á deiliskipulagi
Framlögð til afgreiðslu tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi á lóð íþróttamannvirkja og skólasvæðis í Búðardal.
Tillaga að breytingu deiliskipulags Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar, sem felur í sér breytingu á lóðamörkum Miðbrautar 8 og byggingarreits íþróttamiðstöðvar. Frá lóð Miðbrautar 6 og meðfram lóðamörkum Miðbrautar 6B er skilgreindur þjónustuvegur að kjallara íþróttahúss sem aðeins er ætlaður umferð vegna þjónustu við íþróttahúsið.
Fyrir liggur greining á skuggavarpi breyttrar hönnunar íþróttahúss dags. 6.3.2023, sem sýnir að skuggi á jafndægri er lítilsháttar skuggavarp inn fyrir girðingu leikskólalóðar síðdegis, eða um kl. 16:00 við lok skóladags.
Áhrif breytingar eru metin óveruleg á umhverfisþætti og hagsmuni nágranna. Breytingin fær því málsmeðferð sem óveruleg breyting, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna.
3. 2312002 - Hamrar, vegagerð. Umsókn um framkvæmdaleyfi
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar á aðkomuvegi inn á land Hamra.
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga vegna lagningar á aðkomuvegi inn á land Hamra frá landi Sámsstaða, sbr. erindi umsækjanda dags. 29. nóvember 2023 ásamt afstöðumynd og samþykki eigenda Sámsstaða.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Þess verði gætt að raska ekki vistkerfum sem njóta verndar skv. 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
4. 2301065 - Ljárskógabyggð
Tillaga að breytingu aðalskipulags lögð fram til afgreiðslu fyrir kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillaga ásamt umhverfisskýrslu.
Skipulagsbreytingin felur í sér breytingar á sveitarfélagsuppdrætti 3/5 og greinargerð aðalskipulagsins. Breytingin felst í að svæði F-23 sem er austan þjóðvegar færist alfarið vestur fyrir veginn. Umfang frístundasvæðisins minnkar um 33,5 ha, þ.e. úr 56,9 ha í 23,4 ha, en heimilaður fjöldi frístundahúsa innan svæðisins eykst. Hringtákn fyrir stök frístundahús færist til suðurs þar sem nú er frístundahús. Einnig er gert ráð fyrir tveimur nýjum verslunar- og þjónustusvæðum (VÞ18 og VÞ19) fyrir ferðaþjónustu vestan vegar, á samtals 9,8 ha svæði.
Í vinnslu er deiliskipulagstillaga þar sem uppbyggingin verður nánar útfærð og verður deiliskipulagstillagan auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu þegar þar að kemur.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur farið yfir vinnslutillöguna og umhverfismat hennar og telur hana lýsa efni breytingar og líklegum áhrifum með fullnægjandi hætti. Nefndin bendir á að lagfæra þarf orðalag í kafla 3 svo ljóst sé að ekki ekki sé fyrirhuguð breyting á reiðleið um svæðið. Í kafla 3 þarf að taka út síðustu setninguna um að legu göngu- og hjólaleið og reiðleið um svæðið verði breytt og í kafla 3.1. undir kaflaheitinu Vegir, götur og stígar, taka út setninguna: „Eingöngu er um að ræða breytta legu göngu-, hjóla- og reiðleiða.“ Skipulagsnefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja vinnslutillöguna til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með áðurnefndum lagfæringum.
5. 2312003 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis að Staðarfelli
Framlögð umsókn um breytta notkun húsnæðis að Staðarfelli.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um fullnægjandi gögn. Nefndin felur byggingarfulltrúa að ljúka veitingu leyfisins.
6. 2311020 - Staðarfell stofnun og afmörkun lóða
Framlagt bréf frá FSRE varðandi stofnun og afmörkun lóðar úr út ríkisjörðinni Staðarfell, stærð 4000 fm. v/kirkjugarðs.
Nefndin leggst ekki gegn þessari breytingu.
7. 2311018 - Umsókn um breytta stærð og nafn í Sælingsdalslandi
Framlagt erindi frá FSRE varðandi breytingu á nafni og stærð á landnúmeri L1337741 þar sem tvö lönd/lóðir hafa sama nafn. Óskað er eftir því að breyta nafni viðkomandi hluta í Sælingsdalsland 2.
Nefndin samþykkir erindið.
8. 2311009 - Stafræn húsnæðisáætlun 2023-2033
Lögð eru fram drög að Húsnæðisáætlun Dalabyggðar.
Kallað er eftir ábendingum frá nefndinni til að hægt sé að fullvinna áætlunina áður en hún fer fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.

Nefndin samþykkir áætlunina og bendir á að hún er hófleg.
Húsnæðisáætlun 2024 - Dalabyggð.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei