Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 16

Haldinn á fjarfundi,
06.04.2021 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2009003 - Jörvagleði 2021
Nefndin leggur lokahönd á dagskrá Jörvagleði 2021 og undirbýr hana til kynningar.
Nefndin samþykkir framlögð drög að dagskrá og verkefnastjóra falið að ganga frá viðburðum.
2. 2101024 - Menningarþörf íbúa Dalabyggðar
Nefndin tekur sama greinargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa Dalabyggðar.
Nefndin samþykkir greinargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa og félagsheimili í Dalabyggð. Greinargerðinni verði vísað til byggðarráðs og nefndin vinnur áfram að málinu samkvæmt tillögum í greinargerð.
Greinargerd_menningarþorf_felagsheimili.pdf
3. 2009015 - Aukin nýting félagsheimila á Vesturlandi
Nefndin tekur sama greinargerð vegna könnunar um nýtingu félagsheimila í Dalabyggð.
Nefndin samþykkir greiargerð vegna könnunar um menningarþörf íbúa og félagsheimili í Dalabyggð. Greinargerðinni verði vísað til byggðarráðs og nefndin vinnur áfram að málinu samkvæmt tillögum í greinargerð.
Greinargerd_menningarþorf_felagsheimili.pdf
4. 2103048 - Aðgengi að tónlistarnámi
Nefndin ræðir stuðning og samhengi tónlistarnáms við menningu.
Nefndin ræðir hvort hægt sé að opna aftur fyrir tónlistarnám fullorðinna í Dalabyggð.
Fyrir sameiningu skólanna undir Auðarskóla var aðgangur fyrir fullorðna að tónlistarnámi, þetta breyttist við sameiningu og hefur haft áhrif á það að eldri einstaklingar hafa ekki getað sótt tónlistarnám í heimabyggð undanfarin ár.
Tónlistarnám er beintengt menningu og er að finna álíka fyrirkomulag í öðrum sveitarfélögum þar sem nemendur greiða þá fyrir.
Nefndin bendir einnig á að það er til skoðunar að setja á fót framhaldsskóladeild í sveitarfélaginu og bagalegt ef nemendum í henni væri ekki gert kleift að halda áfram tónlistarnámi.
Nefndin beinir því til byggðarráðs að finna málinu farveg.
Mál til kynningar
5. 2102019 - Menningarstefna Vesturlands 2021-2025
Formaður situr í fagráði og fer yfir stöðu endurskoðunar menningarstefnu.
Vinna við stefnuna gengur vel, verið er að safna gögnum og búið að halda tvo fundi (menningaruppeldi og listir), í dag 6. apríl verður næsti fundur um nýsköpun. Vinnan snýst um að endurskoða stefnuna. Formaður hefur komið því á framfæri við fagráð að eiga samtal við ungmennaráð sveitarfélaganna varðandi endurskoðun stefnunnar.
Formaður heldur nefndinni áfram upplýstri um framgang vinnunar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei