Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 314

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
28.09.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir varaformaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari situr fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Farið yfir helstu áherslur og útlínur í fjárhags- og framkvæmdaáætlun árin 2024 til 2027.
Farið er yfir drög að fjárhagsáætlun 2024 miðað við þær forsendur sem eru komnar inn, einstaka liðir hvers málaflokks skoðaðir.
2. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og samskipti við rekstraraðila.
Farið yfir stöðu mála og sveitarstjóra falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. 2208014 - Sala á félagsheimilinu Staðarfelli
Kynnt framkomið tilboð í Félagsheimilið Staðarfelli
Byggðarráð tekur jákvætt í framkomið tilboð en felur sveitarstjóra að leita álits meðeigenda. Málið verði afgreitt með tölvupóstsamskiptum.
4. 2309007 - Staða innviða - dagvöruverslun í Búðardal
Framlagt svar frá forstjóra Samkaupa við áskorun frá sveitarstjórn Dalabyggðar til fyrirtækisins.
Samþykkt að bjóða stjórn Samkaupa á fund sveitarstjórnar Dalabyggðar, í Búðardal.
RE: Áskorun til stjórnar Samkaupa hf..pdf
5. 2309015 - Rif á brúm yfir Skraumu og Dunká
Sveitarstjóri kynnti framkominn tölvupóst frá Vegagerðinni varðandi eldri brýr yfir Skraumu og Dunká.
Sveitarstjóra falið að kalla eftir formlegri afstöðu hestamannafélagsins til framtíðar eldri brúa.
6. 2309001 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024
Framlögð beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2024.
Byggðarráð þakkar erindið en Dalabyggð verður ekki með að þessu sinni.
Beiðni um framlag.pdf
7. 2309002 - Haustþing SSV 2023
Framlagt fundarboð á haustþing SSV sem fram fer þann 4. október n.k.
Skúli Hreinn Guðbjörnsson og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verða fulltrúar Dalabyggðar, sveitarstjóri sækir fundinn einnig.
Fundarboð pdf 2023.pdf
8. 2309014 - Styrkumsókn Er líða fer að jólum
Lögð fram beiðni um stuðning við jólatónleika í Búðardal.
Lagt til að veita 50% afslátt af leigu samkvæmt verðskrá vegna jólatónleika. Sveitarstjóra falið að tilkynna forsvarsaðila niðurstöðuna.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
9. 2309010 - Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands
Framlagt til kynningar erindi frá Skógræktarfélagi Íslands.
Lagt fram til kynningar
Bréf með ályktun_Skógarreitir og græn svæði innan byggðar_Sveitarfélögin.pdf
10. 2309007 - Mál til upplýsinga er snerta innviði
Kynntar ástæður þess að gripið var til varúðarráðstafana varðandi neysluvatn í Búðardal föstudaginn 22. september sl.

Kynntar þær aðgerðir sem sneru að Dalabyggð varðandi strand háhyrnings við Gilsfjarðarbrú fyrir stuttu.

Farið yfir stöðu mála.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei