Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 296

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.08.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri
Lagt er til að eftirfarandi málum verði bætt á dagskrá:
2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg, málið verði dagskrárliður 10.
2208007 - Sveitarfélög - áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir, málið verði dagskrárliður 11.
2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð, málið verði dagskrárliður 12.
Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 1.
Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Magnína Kristjánsdóttir skrifstofustjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1 og 2.
1. 2207019 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki VI
Framlagt yfirlit yfir þá þætti sem þarf að gera breytingar á frá fjárhagsáætlun.
Tekjur hækka og mótframlag Jöfnunarsjóðs lækkar á móti.
Heilda hækkun tekna er 10.434.000

Til lækkunar: launakostnaður félagsheimila (Árblik), launakostnaður vegna íþróttamannvirkja, starfsmannabifreið heimaþjónustu, raforkukostnaður íþróttamannvirkja. Samtals: -8.295.000 kr.-

Til hækkunar: Fjárhagsaðstoð, vegna barna utan lögheimilis, snjómokstur, framlag vegna tónlistarskólanáms utan héraðs, laun á Silfurtúni og fráveitukerfi. Samtals: 31.800.000 kr.-

Farið yfir áætlun og stöðu vegna framkvæmda 2022.

Rætt um framkvæmdir við gatnagerð að Iðjubraut og Lækjarhvammi.
Lagt til að gerð verði verðkönnun í tvö verk vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - Viðauki 6..pdf
2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023
Framlagt minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna forsendna fyrir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir komandi ár.
Rætt um upphaf og verklag við vinnu fjárhagsáætlunar 2023.
Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026.pdf
3. 2207024 - Uppsögn á samningi um félagsþjónustu
Beðið var um skýringar á hvað fælist í því að gera samning "á öðrum forsendum". Svar hefur borist frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Borgarbyggðar. Með því er átt við að Borgarbyggð og Dalabyggð geri með sér svipaðan samning og Borgarbyggð og Hvalfjarðarsveit gerðu 2021.
Samningur við Borgarbyggð er í gildi til áramóta.

Fyrirséð að kostnaður við þennan þjónustulið muni hækka.

Lagt til að samtal verði tekið við til að mynda aðliggjandi sveitarfélög.

Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.
4. 2111001 - Styrkumsókn vegna jólatónleika í Dalabúð
Sótt er um lækkun húsaleigu í Dalabúð vegna jólatónleika 3. desember nk.
Lagt til að veita 50% afslátt af leigu samkvæmt verðskrá vegna jólatónleika.

Samþykkt samhljóða.
5. 2204016 - Sælingsdalslaug 2022
Ákveða þarf opnunartíma Sælingsdalslaugar að lokinni sumaropnun.
Út ágúst verði opið frá kl.12-18 alla daga.

Lagt til að í september verði viðhöfð sama opnun og sl. vetur, þ.e. mánudaga frá kl.17:00 til 21:00 og miðvikudaga frá kl.17:00 til 21:30. Opið er annan hvorn laugardag frá kl. 10:30 til 15:30.

Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir dagskrárlið 6.
6. 2207011 - Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð
Afla þarf frekari upplýsinga um forsendur og útfærslu í samræmi við lög og reglugerðir.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Lagt til að málinu sé vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
7. 2101043 - Lóðarleigusamningar í Dalabyggð - uppfærðir
Lagður er fram lóðaleigusamningur fyrir lóðina að Bakkahvammi 15, L233924.
Lóðaleigusamningur samþykktur samhljóða.
undirrtiaður uppdráttur.pdf
Lóðaleigusamningur Bakkahvammur 15.pdf
8. 2001030 - Eignarhald félagsheimila
Varðar sölu á félagsheimilinu Staðarfelli, sbr. bókun á fundi byggðarráðs nr. 295.
Lagt til að samið verði við fasteignasöluna Domus Nova varðandi sölu á félagsheimilinu Staðarfelli.

Samþykkt samhljóða.
9. 2205017 - Fjallskil 2022
Fjallaskil v/leiðrétt gögn frá Fellsströnd
Fjallskilanefnd Fellsstrandar hefur skilað inn leiðréttum gögnum.
Fjallskil 2022 Fellsströnd b.pdf
10. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg
Lögð eru fram drög að viljayfirlýsingu vegna skógarplöntuframleiðslu í Dalabyggð
Byggðarráð fer yfir drögin og vísar þeim til næsta fundar sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2208007 - Sveitarfélög - áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir
Fulltrúum í sveitarstjórn er boðið á viðburðinn "Aðlögun að breyttum heimi - hefjum samtalið. Sveitarfélög, áhrif loftslagsbreytinga og aðlögunaraðgerðir" þann 5. september nk.
Lagt fram til kynningar.
Aðlögun að breyttum heimi ? hefjum samtalið.pdf
12. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
Bréf til stofnfjáreiganda lagt fram til kynningar ásamt kynningu á NýVest.
Lagt fram til kynningar.
Bréf til stofnfjáreigenda 23.8.2022.pdf
NýVest - kynning ág.2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:11 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei