Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 14

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
25.02.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Pálmi Jóhannsson formaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- markaðs- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Fundurinn er opinn fyrir gesti.
1. 2001021 - Atvinnustefna - Styðja við hugmyndir og þróun núverandi rekstrar fyrirtækja
Á fund nefndarinnar kemur ráðgjafi frá KPMG til að kynna sviðsmynd fyrir atvinnulíf á landsbyggðinni. Í framhaldinu er vinnustofa og að lokum á nefndin samtal við gesti fundarins.
Stefán Þór kom á fundinn fyrir hönd KPMG.
Stefán fór yfir sviðsmyndagreininguna, svaraði spurningum gesta og dreifði svo blöðum fyrir vinnustofu meðal þeirra til að velta upp mikilvægum aðgerðum í atvinnumálum í Dalabyggð til ársins 2025.
Mörg atriði voru nefnd, stór og smá. Samgöngur, fjarskipti, menntun, rafmagn, samfélagsgerð, menntun, húsnæðismál, aðstaða til atvinnureksturs og hugmyndavinnu, nýting núverandi húsnæðis, sjálfstraust atvinnurekenda og fyrirtækja, atvinnugreinar og opinber störf.
Formaður nefndarinnar þakkaði þátttöku á fundi og vinnustofu og opnaði fyrir umræður.
M.a. var rætt um hugmynd um hreiður fyrir nýsköpun og fullvinnslu.
Hvernig væri hægt að gera Listasafni Dalasýslu hærra undir höfði, hvort hægt sé að setja sýningarstefnu fyrir safnið. Söfn mega ekki gleymast né þróun þeirra að stöðvast, að gera safninu hærra undir höfði getur kallast á við listamenn á svæðinu og listamenn framtíðarinnar.
Horfa mætti meira til opinberra starfa, halda þarf í þau störf sem koma, sá mannauður og þau störf sem verða til eru samfélaginu og atvinnulífinu í Dalabyggð mikilvæg. Það þarf að sækja þessi störf og það gerum við sjálf en margir bítast um þau, þarna þarf samtakamátt.
Á sama tíma þarf að sækja á stjórnvöld með grunnstoðir sem búa til tækifæri fyrir starfsemi.
Hvað tengir folk við Dalabyggð og Búðardal? Ostar, matvælaframleiðsla, að "koma heim í Búðardal". Við sjáum dæmi um margskona þróun samfélaga, LungA á Seyðisfirði sem dæmi. Horfum á það sem við höfum og hvernig við getum stækkað það út. Dalir hafa mikið horft á söguna, hvað er hægt að gera í kringum það.
Rætt um hugmyndir um eitt skjalasafn Vesturlands.
Hvaða tækifæri vindorka geti boðið uppá á svæðinu og hvernig orkunýting geti átt við.
Sama hvernig sveitarfélagið muni líta út í framtíðinni þarf Dalabyggð að skoða sitt skipulag og framtíðarsýn.


Á fundinum var í gangi skráningarlisti fyrir þátttakendur til að búa til sameiginlegan samráðs vettvang fyrir fyrirtæki og atvinnurekendur í Dalabyggð s.s. til að gera auðveldara að samnýta iðnaðarmenn sem eru að koma á svæðið eða til að eiga önnur samskipti sem snúa að atvinnurekstri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei