Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 297

Haldinn á fjarfundi,
15.09.2022 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2110028 - Umsókn um stofnframlag vegna almennra leiguíbúða.
Erindi frá Bakkahvammi hses vegna aðkomu Dalabyggðar að brúarfjármögnun vegna almennra leiguíbúða
Lagt var fram erindi frá stjórn Bakkahvamms hses. varðandi tímabundið lán frá Dalabyggð að upphæð kr. 40.000.000,- vegna framkvæmda á lóðinni Bakkahvammur 15 þar sem verið að að reisa almennar íbúðir fyrir tekju- og eignalága.
Lánið verður endurgreitt í síðasta lagi þann 1. desember n.k. þegar framkvæmdalán til Bakkahvamms hses. gengur í gegn.
Samþykkt var samhljóða að veita lánið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:15 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei