Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 150

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.10.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Viðar Þór Ólafsson varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt er til að mál nr. 2110026, Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 2.

Lagt er til að mál nr. 2410002, Umgengni á lóðum Dalabyggðar, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 10.

Lagt er til að mál nr. 2410001, Þjóðvegur gegn um Búðardal - Vesturbraut, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 11.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312007 - Ólafsdalur - breyting á aðalskipulagi og breyting á deiliskipulagi
Framlagðar til afgreiðslu uppfærðar tillögur, með greinargerð, að deili- og aðalskipulagi í Ólafsdal.
Framlögð til afgreiðslu, skv. 3. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 í Ólafsdal og tillaga að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals.
Tillögurnar báðar voru kynntar á vinnslustigi frá 25. júní til 25. júlí 2024 og bárust umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Ólafsdalsfélaginu og Vinum íslenskrar náttúru (við deiliskipulagstillögu). Vegna athugasemda á vinnslutíma var gerð breyting varðandi skógræktarsvæði. Svæðin er nefnd svæði fyrir endurheimt fjölbreytts gróðurfars og er gróðursvæðum fækkað og þau minnkuð frá því sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Dalabyggðar 2020-2032 og samsvarandi breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals til auglýsingar.
Skipulagsfulltrúa er falið að senda tillögu að aðalskipulagsbreytingu til athugunar Skipulagsstofnunar, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
2. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Á 147. fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sem haldinn var þann 5. júní sl. var framlögð ný tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Nefndin frestaði þá afgreiðslu á erindinu og fól skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjendum.

Framlögð tillaga að deiliskipulagi Skoravíkur til afgreiðslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga, sbr. erindi dags. 1. október 2024.
Deiliskipulagið tekur til alls lands jarðarinnar Skoravíkur á Fellsströnd og setur skilmála um uppbyggingu íbúðarhús á jörðinni ásamt gestahúsum og þjónustubyggingu til að hýsa tæki, tól og annað sem tengist starfsemi á jörðinni. Aðkoma að skipulagssvæðinu er um heimreið frá Klofningsvegi og liggur fyrst um jarðirnar Skóga og Hellu áður en vegslóðinn kemur að Skoravíkurá. Fyrir liggur samþykki landeiganda jarðanna Skóga og Hellu um aðkomuna um núverandi vegslóða gegnum jarðirnar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga með fyrirvara um að lögð verði fram tillaga að reiðleið sem kveðið er á um í gildandi aðalskipulagi.
3. 2409033 - Hvammar deiliskipulag
Áframhald frá síðasta fundi u&s nefndar þar sem farið er yfir tillögur vegna gerðar á uppfærðu deiliskipulagi við Efstahvamm, Brekkuhvamm og Lækjarhvamm og svæðið þar í kringum sem Efla er að vinna að.
Nefndin samþykkir að leggja fram komna tillögu með áorðnum breytingum fyrir sveitarstjórn.
4. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu mála varðandi vinnu við gerð deiliskipulags í Búðardal í samvinnu við Arkís.
Nefndin fór yfir fyrstu drög að tillögum og samþykkir að vinna í þeim á milli funda.
5. 2409022 - Merking stíga
Framlagt erindi varðandi merkingar stíga í Dalabyggð.
Nefndin tekur jákvætt í verkefnið og felur sveitarstjóra að hafa samband við stjórn hestamannafélagsins til að kanna hug þess.
6. 2409034 - Fornleifaskráning í Dalabyggð
Framlagt erindi sem barst sveitarstjórn Dalabyggðar er varðar fornleifar og fornleifaskráningu í Dalasýslu og þau tækifæri sem henni tengjast, t.d. menningartengdri ferðaþjónustu, menntun, vísinda- og fræðastarfi og auðveldar síðast en ekki síst skipulagsvinnu innan sveitarfélags.
Erindið lagt fram á fundinum. Nefndin tekur vel í að eiga samtal við bréfritara.
7. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Samkvæmt 5. gr. c. í lögum nr. 70/2012 um loftslagsmál ber sveitarfélögum að setja sér loftslagsstefnu.
Umhverfis- og loftslagsstefna Dalabyggðar gildir 2021-2031 en hana ber að endurskoða eftir þörfum en rýna árlega.

Nefndin sér ekki ástæðu til breytinga á stefnunni.
8. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Garpsdals í Reykhólasveit í framhaldi af umræðum á síðasta fundi u&s nefndar.
Nefndin samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.
9. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Sólheima í Dalabyggð í framhaldi af umræðum á síðasta fundi u&s nefndar.
Nefndin samþykkir umsögnina fyrir sitt leyti.
10. 2410002 - Umgengni á lóðum Dalabyggðar
Kynnt framkomið erindi þar sem bent er á slæma umgengni á lóð í umsjón Dalabyggðar.
Nefndin fagnar erindinu og biður starfsmenn Dalabyggðar að bregðast við.
11. 2410001 - Þjóðvegur gegn um Búðardal - Vesturbraut
Kynnt framkomið erindi þar sem lýst er áhyggjum af þeim aðgerðum sem Vegagerðin hyggst fara í á Vesturbraut, þjóðveginum í gegnum Búðardal.
Lögð fram tillaga umsjónarmanns framkvæmda að nýjum göngustíg frá Sunnubraut að nýrri gönguþverun Vegagerðarinnar.

Nefndin þakkar erindið. Hér er aðeins um að ræða fyrsta fasa af stærra verkefni sem teygir sig norður fyrir og suður fyrir þéttbýlið með ýmsum ráðstöfunum. Nefndin bendir á að allar framkvæmdirnar eru á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar, sem krefst ekki framkvæmdaleyfis. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi þess að ná niður aksturshraða í gegnum þéttbýlið með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal þessum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei