Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 247

Haldinn í Dalabúð,
11.06.2024 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason aðalmaður,
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir oddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varaoddviti,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri atvinnu-, markaðs-, menningar- og ferðamála
Lagt er til að mál nr. 2405004F, fundargerð byggðarráðs, fundur nr. 323, verði tekin á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 12.
Aðrir liðir í kjölfarið á útgefinni dagskrá færist til samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205013 - Kjör oddvita og varaoddvita
Samkvæmt 7.gr. samþykkta Dalabyggðar skal sveitarstjórn kjósa oddvita og varaoddvita. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn.
Til máls tóku: Eyjólfur, Ingibjörg.

Lagt til að Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði oddviti Dalabyggðar til eins árs.
Samþykkt samhljóða.

Eyjólfur fól Ingibjörgu fundarstjórn sem nýkjörnum oddvita Dalabyggðar.

Lagt til að Þuríður Jóney Sigurðardóttir verði varaoddviti til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
2. 2205014 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð sem og formanns og varaformanns byggðarráðs.
Samkvæmt 27. gr. samþykkta Dalabyggðar skal kjósa þrjá aðalmenn og jafn marga varamenn í byggðarráð til eins árs. Einnig þarf að kjósa árlega formann og varaformann byggðarráðs.
Til máls tóku: Ingibjörg, Skúli.

Lagt til að Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Garðar Freyr Vilhjálmsson og Guðlaug Kristinsdóttir verði aðalmenn í byggðarráði til eins árs.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að Þuríður Jóney Sigurðardóttir, Einar Jón Geirsson og Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði varamenn í byggðarráði til eins árs.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að Skúli Hreinn Guðbjörnsson verði formaður byggðarráðs til eins árs.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að Garðar Freyr Vilhjálmsson verði varaformaður byggðarráðs til eins árs.
Samþykkt samhljóða.
3. 2306021 - Fundir sveitarstjórnar sumarið 2024
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa.
Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 15. ágúst.
Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018 með síðari breytingum.

Samþykkt samhljóða.
4. 2405014 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki III
Framlögð til staðfestingar sveitarstjórnar tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024 sem byggðarráð samþykkti á fundi sínum 10. júní sl., tillagan er svohljóðandi:

"Framlögð tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl.
Samtals breytingar í A-hluta nema kr. 31.593.000,- til hækkunar á útgjöldum.
Samtals breytingar í B-hluta nema kr. 34.721.000,- til hækkunar á tekjum.
Samtals breytingar á A og B hluta samtals kr. 3.128.000,- til hækkunar á handbæru fé."

Til máls tók: Björn Bjarki.

Samþykkt samhljóða.
Viðauki III, tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024, byggðarráð 10.júní 2024..pdf
Viðauki_3..pdf
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Á fundi byggðarráðs þann 10. júní sl. var fjallað um málið og eftirfarandi bókað:

"Lánasjóður sveitarfélaga hefur nú gefið út lánsloforð til handa Dalabyggð vegna fjármögnunar framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal.
Rætt um þá kosti sem uppi eru varðandi fjármögnun á framkvæmdatíma verksins.
Lagður fram til samþykktar samningur við Eykt ehf. um framkvæmdina.
Einnig var kynnt niðurstaða verðkönnunar varðandi umsjón og verkeftirlit vegna framkvæmdarinnar og framlagður samningur þar að lútandi.
Í viðhengi er einnig sérfræðiálit sem unnið var í tengslum við undirbúning verkefnisins.

Samningur við Eykt ehf. samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Samningur við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits í samræmi við niðurstöðu verðkönnunar samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Fyrir liggur lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.-"

Til máls tóku: Björn Bjarki, Skúli, Garðar, Eyjólfur, Ingibjörg.

Samningur við Eykt ehf. um framkvæmdina lagður fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Samningur við Eflu varðandi umsjón og verkeftirlit vegna framkvæmdarinnar lagður fram til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Verksamningur07062024 (003).pdf
Fylgiskjal2-Aðaluppdrættir.pdf
Fylgiskjal3-Verkáætlun..pdf
Sérfræðiálit v.íþóttamannvirkja 07022024.pdf
6. 2406004 - Sameining sveitarfélaga
Framlagt minnisblað frá vinnuhópi sem skipaður var til að eiga samtal um mögulega sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi með aðkomu Dalabyggðar.
Til máls tóku: Ingibjörg, Skúli, Eyjólfur.

Eftirfarandi bókun lögð fram:

Í ljósi umræðna sér Dalabyggð sér ekki fært að taka þátt í óformlegum samningaviðræðum að svo stöddu.

Samþykkt samhljóða.
7. 2406011 - Samningur um afnot slökkviliðs af líkamsrækt
Þann 5. júní var undirritaður samningur milli Dalabyggðar og Ungmennafélagsins Ólafs pá varðandi afnot starfsmanna Slökkviliðs Dalabyggðar af líkamsræktarstöð félagsins.

Það er vilji Dalabyggðar að búa yfir vel þjálfuðum og hraustum starfsmönnum innan raða slökkviliðsins og er samningurinn liður í að efla bæði þá sem þar starfa sem einstaklinga en einnig liðið í heild.

Þannig mun ungmennafélagið afhenda starfsmönnum slökkviliðsins lykil sem þeir einir geta notað gegn 150.000kr.- styrk til félagsins ár hvert. Búið er að gera ráð fyrir upphæðinni í viðauka.

Lagt er til við sveitarstjórn að staðfesta samninginn.

Til máls tók: Skúli.

Samþykkt samhljóða.
samningur_slokkvilid_likamsraekt_undirritadur.pdf
8. 2312007 - Ólafsdalur breyting á gildandi deiluskipulagi
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar bókaði eftirfarandi á 147. fundi sínum eftirfarandi:

Framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags á vinnslustigi og drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals sem fyrirhugað er að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, sérhefti dags. 27. maí 2024 og á breytingaruppdrætti með sömu dagsetningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar hefur farið yfir vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Til máls tók: Guðlaug.

Lagt til að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar er varðar breytinguna.

Samþykkt samhljóða.
9. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar bókaði eftirfarandi á 147. fundi sínum eftirfarandi:

Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skógræktar í landi Ljárskóga, sbr. erindi Yggdrasils Carbon og landeiganda dags. 17. maí 2024.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt innan 52,6 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir að planta í um 45,4 ha. Bráðabirgða ræktunaráætlun, dags. 3. júní 2024, fylgir umsókninni með korti af dreifingu trjátegunda og þar sem afmörkuð eru votlendissvæði og veghelgunarsvæði. Um er að ræða viðbót við skógrækt í landi Ljárskóga sem veitt var framkvæmdaleyfi fyrir árið 2023.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktarinnar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.
Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.

Til máls tók: Guðlaug.

Lagt til að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
10. 2405008 - Umsókn um framkvæmdarleyfi - Vegagerð á Hömrum
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar bókaði eftirfarandi á 147. fundi sínum eftirfarandi:

Framlögð umsókn um framkvæmdarleyfi vegna vegagerðar í landi Hamra (lnr. 137562), sbr. erindi Gunnars Inga Gunnarssonar, dags 14. maí 2024. Með umsókn fylgir hnitsettur uppdráttur af vegstæðinu, dags 14. maí 2024 (Verkís). Einnig kort af vegstæðinu og fornleifum.
Um er að ræða 1 km vegkafla frá gömlu réttinni að fyrirhuguðu byggingarstæði nálægt gamla bæjarstæði Hamra. Vegurinn verður um 4 metra breiður og er efnismagn til vegagerðar áætlað um 1600 rúmmetrar. Efni verður tekið úr aðliggjandi melum og gengið snyrtilega frá jarðraski að framkvæmdum loknum.
Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Vesturlands, dags. 27. maí 2024. Í umsögninni er vísað til fyrirliggjandi fornleifaskráningar (Dr. Kevin Martin 2024. Deiliskráning fornleifa að Hömrum svæði B. Verkefnisnúmer :3164. Hvanneyri). Samkvæmt skráningunni er líklegt að vegurinn fari gegnum einhver garðlög. Minjastofnun setur sig ekki upp á móti þessum framkvæmdum en setur þau skilyrði að ef farið verði gegnum garðlög verði þau teiknuð upp og sett fram í skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til vegagerðarinnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. umsókn og að uppfylltum skilyrðum minjavarðar úr umsögn hans dags. 27. maí 2024.

Til máls tók: Guðlaug.

Lagt til að samþykkja tillögu umhverfis- og skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð
11. 2404008F - Byggðarráð Dalabyggðar - 322
Lagt fram til kynningar.
11.1. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Kynnt staða vegna útboðs á skólaakstri sem fram fór í samvinnu við Ríkiskaup. Unnið er í úrvinnslu fram kominna tilboða í akstursleiðirnar 7.
11.2. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024
Rætt um samning við Íslenska gámafélagið um söfnun úrgangs/sorps í Dalabyggð en heimild er í núgildandi samning að framlengja samninginn um eitt ár til viðbótar.
Samþykkt að óska eftir við samningsaðila að framlengja um eitt ár eins og heimilt er samkvæmt núgildandi samningi.
11.3. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í samræðum Dalabyggðar við lánastofnanir og verktaka.
Samþykkt að vinna áfram í þeim takti sem rætt var á fundinum.
11.4. 2206024 - Laugar í Sælingsdal
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi samskipti við kaupleigutaka að Laugum í Sælingsdal.
11.5. 2301067 - Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir stöðu starfsmannamála.
11.6. 2405002 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
11.7. 2405009 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Framlögð umsókn um styrk vegna greiðslu fasteignaskatts.
11.8. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Framlögð umsókn frá Olís um lóð við Vesturbraut.
Byggðarráð samþykkir að úthluta Olís/ÓB viðkomandi lóð.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Olís um lóðina og mögulegrar uppbyggingar í tengslum við lóðina og allra næsta nágrenni hennar í samræmi við umræðu á fundinum.
11.9. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Á 309. fundi byggðarráðs þann 26.05.2023 var fjallað um uppsetningu skilta við innkomu í Búðardal.
Í framhaldi tók til starfa starfshópur sem skipaður var fulltrúum Dalabyggðar, Vegagerðarinnar og SSV með það hlutverk að fara yfir reglur og verklag við uppsetningu ásamt því að útbúa auglýsingu til að kalla eftir hugmyndum. Starfshópurinn samþykkti að óska eftir tillögu að aðkomutákni frekar en aðeins skilti.
Hópurinn hefur valið verk úr innsendum tillögum og leggur til við byggðarráð að fjármagn verði áætlað í verkið og að merkið verði kynnt á 30 ára afmæli Dalabyggðar.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu starfshópsins og kostnaði vegna þess verði vísað til gerðar viðauka III.
11.10. 2403013 - 17. júní 2024
Sl. ár hefur verið samið við félagasamtök innan Dalabyggðar um að sinna dagskrá á Þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní. Í ár er aðeins annað upp á teningnum enda er ekki aðeins verið að fagna þjóðhátíðardeginum heldur einnig 80 ára afmæli lýðveldisins og 30 ára afmæli Dalabyggðar.
Það eru fjölmörg félög innan Dalabyggðar sem koma að hátíðardagskránni í ár en þar sem ekki hafði verið gert ráð fyrir fjármagni í afmælishluta hátíðarhaldanna er því beint til byggðarráðs að áætla fjármagn í þann hluta.
Byggðarráð samþykkir að veita allt að kr. 750.000 til hátíðarhaldanna til viðbótar við það sem nú þegar er í fjárhagsáætlun ársins. Vísað til gerðar viðauka III.
11.11. 2405004 - Útfærsla frístundastyrks vor 2024
Lagt til við byggðarráð að eftirstöðvar af styrk frá Stjórnarráði Íslands frá árinu 2022, til að efla virkni og vellíðan barna og ungmenna, verði nýttur til að hækka frístundastyrk Dalabyggðar vorið 2024 um 5.000 kr.- pr. barn sem sótt er um fyrir.
Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að hækkun frístundastyrks.
11.12. 2405006 - Húsnæði viðbragðsaðila
Unnin hefur verið þarfagreining fyrir sameiginlegt húsnæði viðbragðsaðila í Dalabyggð.
Greiningin byggir á svörum frá lögreglunni á Vesturlandi, slökkviliði Dalabyggðar, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Björgunarsveitinni Ósk, Rauða krossinum Dölum og Reykhólum og Slysavarnadeild Dalasýslu.
Niðurstaðan er að lágmarki 994fm og hámarki 1270fm (að undanskilinni sameiginlegri/samnýttri aðstöðu líkt og eldhús, setustofa o.s.frv.) m.v. svör fyrrnefndra aðila.
Byggðarráð fagnar því að fram sé komin þarfagreining fyrir viðkomandi húsnæði og væntir þess að verkefnið hljóti framgang á komandi mánuðum.
12. 2405004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 323
Lagt fram til kynningar.
12.1. 2405014 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki III
Framlögð tillaga að Viðauka III við fjárhagsáætlun 2024, sjá fylgiskjöl.
Samtals breytingar í A-hluta nema kr. 31.593.000,- til hækkunar á útgjöldum.
Samtals breytingar í B-hluta nema kr. 34.721.000,- til hækkunar á tekjum.
Samtals breytingar á A og B hluta samtals kr. 3.128.000,- til hækkunar á handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
12.2. 2404018 - Framkvæmdir 2024 - staða mála
Fyrir liggja niðurstöður verðkannanna vegna lagfæringar á andyri grunnskóla og utanhúsmálningarvinnu við grunnskóla. Verklok á lagfæringu innanhúss er skv. áætlun fyrir skólabyrjun og á málningarvinnu um miðjan ágúst.
Einnig liggur fyrir staðfestur stuðningur frá Framkvæmdasjóði aldraðra við endurbætur á þaki og loftræstikerfi í Silfurtúni. Verðkönnun vegna þeirrar framkvæmdar er að fara í loftið á næstu dögum.
Farið yfir önnur verk sem í gangi eru eða í undirbúningi.
Samþykkt samhljóða.
12.3. 2406004 - Sameining sveitarfélaga
Framlagt minnisblað frá vinnuhópi sem skipaður var til að eiga samtal um mögulega sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi með aðkomu Dalabyggðar.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu og afgreiðslu á sveitarstjórnarfundi 11. júní 2024.
12.4. 2406007 - Hjóla og gangstígar
Framlagt erindi varðandi lagningu göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegi 60.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu í umhverfis- og skipulagsnefnd.
12.5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2024
Lánasjóður sveitarfélaga hefur nú gefið út lánsloforð til handa Dalabyggð vegna fjármögnunar framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal.
Rætt um þá kosti sem uppi eru varðandi fjármögnun á framkvæmdatíma verksins.
Lagður fram til samþykktar samningur við Eykt ehf. um framkvæmdina.
Einnig var kynnt niðurstaða verðkönnunar varðandi umsjón og verkeftirlit vegna framkvæmdarinnar og framlagður samningur þar að lútandi.
Samningur við Eykt ehf. samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Samningur við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits í samræmi við niðurstöðu verðkönnunar samþykktur og vísað til sveitarstjórnar.

Fyrir liggur lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.-
13. 2405000F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 131
Lagt fram til kynningar.
13.1. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024 - 2029
Til fundar mætir (í gegnum fjarfundarbúnað) Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði skólaþjónustu. Rætt um framkomna Menntastefnu Dalabyggðar, kynningu á henni sem og um tillögu að verklagsreglum fyrir fræðslunefnd til að vinna samkvæmt.
Fræðslunefnd fagnar framkominni tillögu að verklagsreglum fyrir fræðslunefnd og samþykkir að vinna framvegis samkvæmt þeim ramma sem þar er lagður f.o.m. næsta skólaári.

Rætt var um hvernig staðið verði að innleiðingu Menntastefnu Dalabyggðar á næstu misserum.
13.2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024
Rætt um málefni grunnskólans.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum sem og drög að starfsáætlun skólans fyrir komandi skólaár. Starfsáætlun verður kynnt frekar á næsta fundi fræðslunefndar. Einnig var farið yfir stöðu á vinnu við gerð handbókar skólaþjónustu og farsældar.
Skólastjóri kynnti að nú er til umsagnar frumvarp til laga um inngildandi menntun sem er frumvarp til laga núna.
Skólastjóri rakti þær breytingar sem orðið hafa á stoðþjónustu fræðslumála í Dalabyggð á síðustu 12 mánuðum. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála mættu f.h. Dalabyggðar á Farsældardag Vesturlands sem haldinn var á vegum SSV fyrir stuttu en þar kynntu þær breytingar sem orðið hafa á fyrrgreindum þáttum í þágu farsældar.
Skólastjóri kynnti bókun skólaráðs varðandi hvatningu til nemenda um að æfa lestur yfir sumarið svo eitthvað sé nefnt og vísað til vefsvæða sem eru aðgengileg vegna þessa.
13.3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024
Rætt um málefni leikskóla.
Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum. Margir þættir sem bókað er um undir málefnum grunnskóla eiga einnig við varðandi starfsemi leikskóla.
13.4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027
Farið yfir stöðu mála varðandi útboð á skólaakstri, útboðið var unnið í samvinnu við Ríkiskaup.
13.5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024
Í framhaldi af síðasta fundi fræðslunefndar þar sem rætt var um málefni tónlistarskólans m.a. með það fyrir augum hvort mögulegt væri að rýmka heimildir til starfsemi hans með það fyrir augum að gefa fleirum tækifæri til tónlistarnáms í Dalabyggð þá hafa starfsmenn kannað hvar og/eða hvort fordæmi séu til staðar til að miða við. Farið yfir stöðu málsins.
13.6. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024
Formaður starfshópsins kynnti stöðu mála í vinnunni.
13.7. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfsins í málaflokknum sumarið 2024.
Farið yfir stöðu skráninga í sumarstarfið sem verður á vegum Íþróttafélagsins Undra, forráðamenn eru hvattir til að skrá sín börn sem fyrst ef áhugi er á þátttöku.

Verið er að vinna í lagfæringum á ákveðnum þáttum á íþróttavellinum og fór íþrótta- og tómstundafulltrúi yfir stöðuna á því. Rætt um að fá sjálfboðaliða til þess að fara í átaksverkefni á íþróttavallarsvæðinu á allra næstu dögum. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við UDN um samstarf varðandi framkvæmdina.
13.8. 2404019 - Eldhugar
Á síðasta fundi fræðslunefndar var framlagt erindi frá Þorgrími Þráinssyni sem ber heitið Eldhugarnir. Frá því á síðasta fundi hefur formaður fræðslunefndar átt í samskiptum við ÞÞ um verkefnið og mögulegt samstarf við Dalabyggð.
Útlit er fyrir að Þorgrímur komi í heimsókn til okkar í Dalabyggð á haustmánuðum.
13.9. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB
Farið yfir stöðu mála varðandi akstur á milli Búðardals og Borgarness v/framhaldsnáms í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
14. 2405003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 147
Lagt fram til kynningar.
14.1. 2110026 - Deiliskipulag fyrir jörðina Skoravík
Framlögð ný tillaga að deiliskipulagi fyrir Skoravík.
Nefndin frestar erindinu. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram með umsækjendum.
14.2. 2312007 - Ólafsdalur vegna áforma um breytingu á gildandi aðalskipulagi
Lögð fram vinnslutillaga vegna aðalskipulagsbreytingar í Ólafsdal.
Framlögð tillaga að breytingu aðalskipulags á vinnslustigi og drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ólafsdals sem fyrirhugað er að auglýsa samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
Vinnslutillagan er sett fram í greinargerð, sérhefti dags. 27. maí 2024 og á breytingaruppdrætti með sömu dagsetningu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar hefur farið yfir vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar og leggur til við sveitarstjórn að hún verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
14.3. 2308002 - Deiluskipulag í Búðardal
Framlögð til kynningar greinargerð frá Arkís með tillögu að deiliskipulagi af svæði sunnan Miðbrautar í Búðardal.
Lagt fram til kynningar.
14.4. 2207022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar - Ljárskógar
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar í landi Ljárskóga.
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna skógræktar í landi Ljárskóga, sbr. erindi Yggdrasils Carbon og landeiganda dags. 17. maí 2024.
Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt innan 52,6 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir að planta í um 45,4 ha. Bráðabirgða ræktunaráætlun, dags. 3. júní 2024, fylgir umsókninni með korti af dreifingu trjátegunda og þar sem afmörkuð eru votlendissvæði og veghelgunarsvæði. Um er að ræða viðbót við skógrækt í landi Ljárskóga sem veitt var framkvæmdaleyfi fyrir árið 2023.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til skógræktarinnar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
Skógræktin skerði ekki votlendi og vistgerðir sem njóta sérstakrar verndar skv. 61. gr laga um náttúruvernd nr. 60/2013. Ræktunaráætlun geri grein fyrir slíkum verndarsvæðum.
Í ræktunaráætlun verði gerð grein fyrir fornleifum og helgunarsvæðum þeirra skv. fornleifaskráningu.
14.5. 2405008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Vegagerð á Hömrum
Framlögð umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar.
Framlögð umsókn um framkvæmdarleyfi vegna vegagerðar í landi Hamra (lnr. 137562), sbr. erindi Gunnars Inga Gunnarssonar, dags 14. maí 2024. Með umsókn fylgir hnitsettur uppdráttur af vegstæðinu, dags 14. maí 2024 (Verkís). Einnig kort af vegstæðinu og fornleifum.
Um er að ræða 1 km vegkafla frá gömlu réttinni að fyrirhuguðu byggingarstæði nálægt gamla bæjarstæði Hamra. Vegurinn verður um 4 metra breiður og er efnismagn til vegagerðar áætlað um 1600 rúmmetrar. Efni verður tekið úr aðliggjandi melum og gengið snyrtilega frá jarðraski að framkvæmdum loknum.
Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Vesturlands, dags. 27. maí 2024. Í umsögninni er vísað til fyrirliggjandi fornleifaskráningar (Dr. Kevin Martin 2024. Deiliskráning fornleifa að Hömrum svæði B. Verkefnisnúmer :3164. Hvanneyri). Samkvæmt skráningunni er líklegt að vegurinn fari gegnum einhver garðlög. Minjastofnun setur sig ekki upp á móti þessum framkvæmdum en setur þau skilyrði að ef farið verði gegnum garðlög verði þau teiknuð upp og sett fram í skýrslu.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til vegagerðarinnar skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. umsókn og að uppfylltum skilyrðum minjavarðar úr umsögn hans dags. 27. maí 2024.
14.6. 2405015 - Umsókn um byggingarleyfi - Haukabrekka lóð G - Sambyggð geymsla og gestahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið.
14.7. 2405007 - Umsókn um byggingarleyfi - Bjálkahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um að réttar teikningar berist.
14.8. 2406010 - Umsókn um stofnun lóðar á Narfeyri
Framlögð umsókn um stofnun lóðar.
Samþykkt með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist.
14.9. 2406003 - Stofnun lóðar - Rauðbarðaholt 3
Framlögð umsókn og merkjalýsing vegna stofnunar nýrrar lóðar um eldri útihús.
Nefndin samþykkir erindið.
14.10. 2405005 - Umsókn um byggingarleyfi - Bílskúr á Sunnubraut 13
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um formlega grenndarkynningu.
14.11. 2406012 - Umsókn um byggingarleyfi í Miðskógi, Alifuglahús
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.
14.12. 2406001 - Umsókn um byggingarleyfi - Geymsla í Krummakoti
Framlögð umsókn um byggingarleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um fullnægjandi gögn.
14.13. 2405017 - Umsókn um breytt útlit á gluggum í Lækjarhvammi 9
Framlögð umsókn um breytt útlit á gluggum.
Nefndin samþykkir erindið.
14.14. 2405016 - Dagverðarneskirkja og kirkjugarður endurbygging
Framlögð gögn til kynningar varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á og við Dagverðarneskirkju.
Lagt fram til kynningar.
14.15. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut
Hnitsett afmörkun á lóð sem sveitarfélagið á fyrir Vesturbraut 4. Afmörkun er í samræmi við áform Olís um sjálfsafgreiðslustöð. Byggðaráð Dalabyggðar samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta lóðinni til Olís.
Lagt fram til kynningar.
14.16. 2406002 - Umferðaröryggi í Búðardal - aðgerðir 2024
Vegagerðin áformar lagfæringar á bæjarhliðum beggja megin við bæjarmörk Búðardals og aðrar viðbætur vegna umferðaröryggis í og við þéttbýlið. Starfsmenn sveitarfélagsins funduðu með fulltrúum Vegagerðarinnar. Fundargerð með tillögum sem Vegagerðin verðmetur meðfylgjandi.
Til umræðu einnig fyrirkomulag og staðsetning hraðahindrunar á Sunnubraut.
Lagt fram til kynningar.
15. 2404002F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 70
Lagt fram til kynningar.
15.1. 2406000 - Forvarnarmál
Til fundar mætir Jón Arnar Sigurþórsson frá lögreglunni á Vesturlandi.
Farið yfir stofnun forvarnarhóps í Dalabyggð.
Jón Arnar kynnti hvernig staðið er að forvörnum og skipan í forvarnarhópa á Vesturlandi á hverjum stað fyrir sig í samstarfi lögreglu og sveitarfélaga.
Félagsmálanefnd samþykkir að stofna forvarnarhóp í Dalabyggð og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að koma með tillögu að skipan hópsins á næsta fund félagsmálanefndar.
15.2. 2402007 - Félagsmál 2024
Í framhaldi af umræðu á síðasta fundi félagsmálanefndar þá eru hér lögð fram drög að reglum stoð- og stuðningsþjónustu og einnig varðandi fjárhagsaðstoð og heimaþjónustu í Dalabyggð.
Félagsmálanefnd samþykkir uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu með áorðnum breytingum.

Félagsmálanefnd samþykkir uppfærðar reglur um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar skv. lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með áorðnum breytingum.

Varðandi drög að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu Dalabyggðar þá samþykkti félagsmálanefnd að vinna með drög að reglunum áfram og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að vinna skjalið áfram á milli funda.
15.3. 2405011 - Farsældardagur Vesturlands 2024
Verkefnastjóri fjölskyldumála sagði frá "Farsældardegi Vesturlands" og kynnti fyrir félagsmálanefnd og aðkomu fulltrúa Dalabyggðar að honum.
15.4. 2405012 - Farsældarráð Vesturlands
Verkefnastjóri fjölskyldumála kynnti verkefnið fyrir félagsmálanefnd.
Verkefnastjóri fjölskyldumála sagði frá því að sveitarfélög á Vesturlandi væru með í bígerð stofnun hóps stjórnenda í velferðarþjónustu í kjölfar samkomulags sem undirritað var á Farsældardegi Vesturlands fyrir skömmu.
Mál til kynningar
16. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024
Lagt fram til kynningar.
180 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
181 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf
17. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024
Lagt fram til kynningar.
Fundur-222..pdf
18. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024
Lagt fram til kynningar.
190_2024_0527_Samþykkt fundargerð.pdf
20240506_Fundargerð eigendafundar_undirrituð..pdf
20240527_Arsskyrsla HEV 2023..pdf
19. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra
Til máls tók: Björn Bjarki.

Lagt fram til kynningar.
Skýrsla sveitarstjóra á 247. fundi.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei