Til bakaPrenta
Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 37

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.03.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þorgrímur Einar Guðbjartsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Gyða Lúðvíksdóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024
Gróf drög eru komin að dagskrá hátíðarinnar.
Kominn er nokkur tímarammi fyrir dagskránna, hún hefjist á föstudagskvöldinu og standi fram á miðjan sunnudag.

Grjót sem nýtt hafa verið fyrir keppni Vestfjarðavíkingsins verða lánuð að Eiríksstöðum fyrir eldhátíðina þar.

Tónleikar verða í Dalíu á föstudagskvöldinu, MS heldur upp á afmæli sitt á laugardeginum og málþing um Hrein Friðfinnsson listamann á sunnudeginum ásamt ýmsu öðru.

Svör eru farin að berast frá félögum og öðrum rekstraraðilum varðandi aðra dagskrárliði og þeim verður raðað inn á dagskránna. M.a. á eftir að finna tíma fyrir erindi Jackson Crawford.
2. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm
Járngerðarsýningin "Úr mýri í málm" er uppi á Þjóðminjasafni Íslands og fjallar um tilraunafornleifahátíðina á Eiríksstöðum 2019. Stefnt er að því að taka sýninguna niður í lok apríl. Nefndin skoða hvort hægt sé að finna henni stað í Dalabyggð.
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Verkefnastjóra falið að hafa milligöngu um nánari upplýsingar um sýninguna, eignarhald og umfang hennar.
Dagskrárliðir 3 og 4 eru afgreiddir saman þar sem þeir snúa að sama máli, hátíðarhöldum 17. júní 2024.
3. 2403013 - 17. júní 2024
Nefndin ræðir fyrirkomulag hátíðarhalda á 17. júní 2024
Lagt til að ræðumaður og fjallkona verði líkt og fyrri ár en hátíðardagskrá þess utan verði íburðarmeiri í ljósi 30 ára afmæli Dalabyggðar og 80 ára afmælis lýðveldisins.
Hátíðardagskrá verði í Dalabúð, tónlistaratriði og veitingar. Haft verður samband við félög og félagsskap í héraði um þátttöku í dagskránni.
4. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Frá 244. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar þann 19.03.2024:

27. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024
Til máls tók: Björn Bjarki.
Tillaga að vísa bréfinu til menningarmálanefndar og að skipulag hátíðarhalda 17. júní taki mið af þessum tímamótum.
Samþykkt samhljóða.

Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 - Til sveitastjórna landsins.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei