| Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
|
| Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála |
| | | 1. 2302014 - Atvinnurekstur í Dalabyggð 2023 | |
Verkefnastjóra falið að fylgja því eftir að kalla viðkomandi aðila á fund nefndarinnar í hverjum mánuði í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin stefnir að því að hafa opinn fund í janúar um framkvæmdaáætlunar Dalabyggðar og stöðu verkefna hjá iðnaðarmönnum í sveitarfélaginu. | | Jón Egill Jóhannsson kemur inn á fundinn kl.16:30
| |
| 2. 2301014 - Fréttir frá verkefnastjóra 2023 | |
Lögð er fram áætlun eins og staðan er í dag, mánudaginn 4. desember 2023 en gert er ráð fyrir tveimur greiðslum vegna útgjalda áður en árinu lýkur. Skv. samantekt mun áætlun kynningarmála 2023 standast. Nefndin ræðir áætlun kynningarmála fyrir árið 2024.
Farið yfir framvindu samhristings ferðaþjóna í lok nóvember. Spurt um útgáfu tengiliðalista yfir ferðaþjóna á svæðinu, verkefnastjóri vinnur áfram. Leiðsögumenn í Dalabyggð, rætt um átthaganámskeið og símenntun til að geta aðstoðað, horft til verkefnisins um sögufylgjur á Snæfellsnesi. Hátíðir í sveitarfélaginu, ekki talið gefa ferðaþjónum eitthvað sérstaklega aukalega. Það sem mætti síst missa sín er þó samvera/samkomur heimamanna. | Kynningarstarfsemi_2023-24_04122024_JMS.pdf | | |
| 3. 2210026 - Uppbygging innviða | |
Formaður fer yfir vinnu starfshóps og kynnir minnisblað hópsins.
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að allir þeir sem hafa lýst yfir áhuga á aðkomu að byggingunni leggi til fulltrúa í nýjan hóp, ásamt fulltrúa Dalabyggðar (Garðari Frey Vilhjálmssyni) og SSV (Ólafi Sveinssyni). Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda vinni áfram með nýjum hóp. | Minnisblað_2023-11-27_stöðuskýrsla vinnuhóps um atvinnuhúsnæði..pdf | | |
| | | 4. 2311019 - Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, starfshópur 2023 | |
Hópurinn er þannig skipaður: Sigurður Rúnar Friðjónsson, formaður, Halla Steinólfsdóttir, bóndi, Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Með hópnum starfar Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.
Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. mars 2024.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin hvetur starfshópinn til að vera í góðu samráði við íbúa, atvinnurekendur og aðra tengda aðila í Dalabyggð við vinnu hópsins. | Skipunarbréf starfshópur.pdf | | |
| 5. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023 | |
Frá því hætt var að birta sundurliðaðar tölur fyrir hvert sveitarfélag í maí sl. hefur atvinnumálanefnd fylgst með gangi mála í mánaðarskýrslum Vinnumálastofnunar. Staðan í Dalabyggð frá janúar til maí var sú að fæst var 1 á atvinnuleysisskrá í sveitarfélaginu í janúar og flestir voru apríl og maí eða 3 einstaklingar.
| atvinnuleysi-oktober-2023-skyrsla.pdf | | |
|
|
| Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05 |