| |
1. 2010009 - Framhaldsskólanám í Dalabyggð | |
Rætt um, sem næstu skref, að ná samtali við núverandi nemendur á elsta stigi í Auðarskóla og einnig við nemendur sem hafa hafið nám í framhaldsskóla nýverið til þess að átta sig betur á viðhorfum þessa hóps. Formanni fræðslunefndar, skólastjóra ásamt umsjónarkennurum á elsta stigi Auðarskóla falið að halda utan um næstu skref þessa verkefnis og kynna á næsta fundi fræðslunefndar. | | |
|
2. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023 | |
Sveitarstjóri fór yfir þá þætti sem snúa að fræðslumálunum í fjárhagsáætlun Dalabyggðar á árinu 2023. Gjaldskrárhækkanir eru hóflegar í þeim gjaldskrám sem snúa að þjónustu í fræðslugeiranum. Fræðslunefnd leggur áherslu á að tekið verði tillit til frístundaaksturs allt árið 2023.
Fræðslunefnd vill hvetja til, þegar vonandi framkvæmdir við íþróttamannvirki hefjast, að hugað verði að umhverfi þeirra mannvirkja og skólans hvað lóðaframkvæmdir varðar og horft verði heildstætt að framkvæmdir og viðhald þeirra lóða sem um ræðir.
| | |
|
3. 2210027 - Skólastarf Auðarskóli 2022-2023 | |
Rætt um skólastarfið það sem af er vetri og stöðu einstakra mála.
Framlögð og rædd drög að reglum um skólasókn í Auðarskóla, fræðslunefnd samþykkti að vinna málið áfram og leggja fram til samþykktar á næsta fundi fræðslunefndar.
Framlögð og rædd drög að reglum um móttöku fósturbarna. Fræðslunefnd samþykkti að vinna málið áfram og leggja fram til samþykktar á næsta fundi fræðsluefndar
Niðurstöður Skólapúlskönnunar fyrir 2.-5.bekk yfirfarin.
Innra mat Auðarskóla 2021-2022 lagt fram og kynnt. Sjá fylgiskjal við fundargerð. | Innra mat Auðarskóla 2021-2022.pdf | | |
|
4. 2210028 - Starfsáætlun Auðarskóla 2022-2023 | |
Starfsáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2022- 2023 samþykkt. | STARFSÁÆTLUN AUÐARSKÓLA 2022-2023.pdf | | |
|
5. 1809023 - Skólastefna Dalabyggðar | |
Farið yfir stöðu vinnunnar og stefnt að því að stöðuskýrsla verði kynnt á næsta fundi fræðslunefndar í janúar. | | |
|
6. 1509018 - Félagsmiðstöðin Hreysið | |
Rætt um tillögu að uppfærðum reglum fyrir félagsmiðstöðina ungmenna. Efnislega samþykkir fræðslunefnd reglurnar og felur tómstundafulltrúa að yfirfara málfar og framsetningu einstakra liða. Einnig samþykkir fræðslunefnd að efna til skoðunarkönnunar meðal notenda félagsmiðstöðvar um heiti á félagsmiðstöðinni. Að framangreindu loknu þá taki fræðslunefnd reglurnar til afgreiðslu og í kjölfarið sendi til sveitarstjórnar.
Rætt um þörf á að verklagsreglum varðandi stuðning á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvar. Fræðslunefnd felur tómstundafulltrúa að afla gagna frá öðrum sveitarfélögum/félagsmiðstöðvum varðandi það hvort og hvernig staðið er að málum varðandi sérstakan stuðning og/eða gæslu á viðburðum á vegum félagsmiðstöðvarinnar.
Viðbótarstarf í félagsmiðstöð. Í ljósi þess að tillaga er um aukið starfshlutfall þá felur fræðslunefnd tómstundafulltrúa, í samstarfi við skólastjóra, falið að undirbúa auglýsingu um starfið. | | |
|
7. 2211009 - Ungmennaráð 2022-2023 | |
Fram eru komin fjögur framboð í tvö laus sæti í ungmennaráði sem fræsðlunefnd skipar í. Þau Jón Egill Jóhannsson og Guðrún Blöndal lýstu vanhæfi viðafgreiðslu þessa máls og viku af fundi.
Fræðslunefnd samþykkti að bjóða þeim Matthíasi og Kristínu þau lausu sæti í umgmennaráði sem skipa á í nú. Tómstundafulltrúa falið að tilkynna þeim sem kost á sér gáfu um niðurstöðuna og huga að næsta fundi ungmennaráðs. | | |
|
8. 2210002 - Samstarfssamningur við UDN - uppfærsla 2022 | |
Rætt um samning á milli UDN og Dalabyggðar. Núgildandi samningur rennur út um næstu áramót. Sveitarstjóri kynnti stöðu vinnunnar og að stefnt sé að því að undirrita endurnýjaðan og uppfærðan samning við UDN.
Sumarið 2023 og sumarstarf barna og ungmenna. Rætt um hvernig sumarstarfi þessa hóps væri best fyrirkomið. Fræðslunefnd samþykkir að kalla til samtals um fyrirkomulag sumarstarfs 2023 fulltrúa Íþróttafélagsins Undra, Hestamannafélagsins Glaðs, Skátafélagsins Stíganda með fulltrúa Dalabyggðar. Sveitarstjóra falið í samstarfi við tómstundafulltrúa að kalla til fundar um verkefnið í janúar 2023. | | |
|
| |
9. 2205025 - Frístundaakstur | |
Formaður Íþróttafélagsins Undra fór yfir hvernig verkefnið hefur farið af stað. Mjög ánægjuleg þróun hefur átt sér stað og fjöldi iðkenda hefur aukist. Ljóst er að fjöldi iðkenda leiðir til þess að fá þarf aukabíl, eða stærri bíl, í ákveðnar ferðir og unnið er að lausn á því. Einnig þarf að huga að því að hvernig best sé staðið að því að aðstoða yngstu nemendur Auðarskóla sem þjónustuna nota út í bílinn sem flytur þau út að Laugum. | | |
|
10. 2206030 - Erindisbréf fræðslunefndar | |
| |
|
11. 2211004 - Fræðslusamningur | |
Fræðslunefnd þakkar erindið. Auðarskóli hefur tekið inn í sína lífsleiknikennslu málefni hinsegin fólks. Samþykkt að fela skólastjóra að kanna hvernig best sé staðið að fræðslu sem þessari á komandi skólaári. | | |
|