Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 38

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.05.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigrún H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Bjarni Gilbertsson aðalmaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að máli nr. 2305020 "Út að hjóla - Fjallahjólaleiðir" verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður 5.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Viðar Þór Ólafsson, verkstjóri áhaldahúss kom á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 1.
1. 2303025 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2023
Nefndin skoðar fyrirkomulag á opnun á salernum í Skarðsstöð
Viðar kom inn á fundinn og nefndin ræddi fyrirkomulag á opnun á salernum í Skarðsstöð.

Nefndin er opin fyrir því að skoða möguleikann á opnun og jafnvel að aðeins annað salernið verði opið í einu á hverjum tíma.
Nefndin leggur til að auglýst verði eftir aðila til að sjá um þrif og eftirlit með salernum í Skarðsstöð.
Kostnaðargreina þarf verkefnið áður en það er auglýst, verkefnastjóra og verkstjóra falið að vinna greiningu fyrir tímabilið 1. júní til 30. september, sem lögð verði fyrir byggðarráð/sveitarstjórn.
Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda kom á fund nefndarinnar undir dagskrárlið 2.
2. 2305015 - Hitaveita Rarik í Dölum - fyrispurn um viðhald og endurnýjun
Úrdráttur úr skýrslu ÍSOR vegna stöðu hitaveitna á Íslandi lögð fyrir (tvö súlurit og umfjöllun um Hitaveitu Rarik í Dalabyggð). Skýrslan sýnir að afkastageta borholna veitunnar í Reykjadal er töluvert umfram notkun og staða veitunnar skorar almennt vel í úttektinni. Dreifikerfið þarfnast viðhalds og ekki er til staðar stefna eða framtíðarsýn fyrir veituna.
Kristján kom inn á fundinn og nefndin ræddi ÍSOR skýrsluna og Hitaveitu Rarik í Dalabyggð sérstaklega.

Atvinnumálanefnd Dalabyggðar óskar eftir ítarlegri upplýsingum frá Rarik varðandi ástand dreifikerfis hitaveitu í Dalabyggð ásamt því að fá upplýsingar varðandi hvernig faglegu utanumhaldi er háttað. Nefndin kallar einnig eftir því að fá upplýsingar um hvort til sé áætlun um endurbætur og endurnýjun dreifikerfis á næstu mánuðum/árum.
Nefndin telur mikilvægt að komið sé í veg fyrir sóun í kerfinu s.s. vegna leka og mögulegar stórbilanir. Þá leggur nefndin áherslu á að til staðar sé búnaður og efni til viðgerða á dreifikerfi hitaveitunnar hjá starfsstöð í héraðinu, sérstaklega í neyð.
Skýrsla um hitaveitur_úrdráttur fyrir Dalabyggð.pdf
3. 2208004 - Vegamál
Unnið áfram með forgangsröðun í vegamálum.
Nefndin klárar að fylla inn í skjal sem notað verður til að útbúa greinargerð fyrir forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð. Einnig hafist handa við að rita greinargerð út frá áhrifaþáttum á forgangsröðun. Unnið áfram fram að næsta fundi.
Mál til kynningar
4. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Atvinnuleysistölur fyrir apríl 2023.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar í Dalabyggð var 3.
atvinnuleysi_april-23-.pdf
5. 2305020 - Út að hjóla - Fjallahjólaleiðir
Kynning á verkefninu "Út að hjóla", tengist Sóknaráætlun Vesturlands.
Er ætlað að:
- auka umhverfisvitund íbúa
- stuðla að kolefnisspor dragist saman
- neikvæð áhrif íbúa á umhverfið verði sem minnst
- auka hamingju, félagslega virkni og vellíðan íbúa með fjölbreyttu framboði heilsueflandi afþreyingar
Eitt af verkefnum "Út að hjóla" er að kortleggja fjallahjólaleiðir.
Eru hentugar fjallahjólaleiðir í Dalabyggð sem hægt væri að skoða, trakka, merkja og kynna? Eru sérstakar reiðleiðir sem æskilegar eru til samnýtingar sem fjallahjólaleiðir?

Lagt fram til kynningar fyrir nefndina.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:12 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei