Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 139

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.04.2025 og hófst hann kl. 13:45
Fundinn sátu: Ingibjörg Þóranna Steinudóttir formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Guðrún B. Blöndal aðalmaður,
Sindri Geir Sigurðarson aðalmaður,
Þórey Björk Þórisdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Svanhvít Lilja Viðarsdóttir fulltrúi starfsmanna,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri, Jóna Björg Guðmundsdóttir Verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í grunnskólanum.
Lögð fram starfsáætlun Auðarskóla fyrir starfsárið 2024-2025.
Lögð fram skýrsla um innra mat Auðarskóla 2023-2024.
Lögð fram drög að skóladagatali næsta skólaárs.

Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla.
Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma.
Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs.
Búið er að auglýsa lausar stöður kennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð.
Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna.
2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025
Skólastjóri kynnti stöðu mála er varðar daglegt starf í leikskólanum.
Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla.
Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma.
Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs.
Búið er að auglýsa lausar stöður leikskólakennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár.
Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð.
Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna.
Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 3 til 5.
3. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran
Farið yfir stöðu mála í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
Guðný Erna fór yfir mætingu í félagsmiðstöðina frá því að hún var opnuð að nýju fyrir stuttu. Mæting hefur almennt verið góð það sem af er sem er fagnaðarefni.
4. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð
Rætt um stöðu tómstundastarfs í Dalabyggð og undirbúning starfs í málaflokknum n.k. sumar.
Leikjanámskeið í umsjón Íþróttafélagsins Undra verður starfræktur dagana 3. til 27. júní leikjanámskeið. Verið er að kanna með mögulegt framboð íþróttaæfinga í sumar líkt.
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal
Kynnt staða framkvæmda við íþróttamannvirki í Búðardal.
Jafnframt rætt um þær reglur og regluverk sem hafa þarf í huga við undirbúning á opnun íþróttamiðstöðvar í upphafi árs 2026.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei