| |
1. 2501009 - Málefni grunnskóla 2025 | |
Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla. Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma. Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs. Búið er að auglýsa lausar stöður kennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð. Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna. | | |
|
2. 2501010 - Málefni leikskóla 2025 | |
Skólastjóri rakti stöðu vinnu við gerð skólanámsskrár Auðarskóla, bæði grunn- og leikskóla. Stefnt er að Skólaþingi í upphafi næsta skólaárs með aðkomu allra hagaðila sem að skólastarfinu í Dalabyggð koma. Stefnt er að því að halda Nemendaþing fyrir lok yfirstandandi skólaárs. Búið er að auglýsa lausar stöður leikskólakennara og annarra starfsmanna fyrir komandi skólaár. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála sögðu frá stöðu mála í vinnu varðandi innleiðingu farsældar í Dalabyggð. Árshátíð Auðarskóla fer fram fimmtudaginn 10.apríl n.k. kl.17:00, fræðslunefnd hvetur íbúa í Dalabyggð til að fjölmenna. | | |
|
Guðný Erna Bjarnadóttir lýðheilsufulltrúi sat fundinn undir liðum 3 til 5.
| 3. 2412001 - Félagsmiðstöðin Gildran | |
Guðný Erna fór yfir mætingu í félagsmiðstöðina frá því að hún var opnuð að nýju fyrir stuttu. Mæting hefur almennt verið góð það sem af er sem er fagnaðarefni. | | |
|
4. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð | |
Leikjanámskeið í umsjón Íþróttafélagsins Undra verður starfræktur dagana 3. til 27. júní leikjanámskeið. Verið er að kanna með mögulegt framboð íþróttaæfinga í sumar líkt. | | |
|
5. 2406005 - Íþróttamannvirki í Búðardal | |
| |
|