Pálmi kemur inn á fundinn undir 1.dagskrárlið.
|
1. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19 |
|
Einar Jón setur fundinn í fjarveru formanns og fer yfir dagskrárliðinni. Umræður um m.a. um að færri bókanir eru að berast og fleiri afbókanir. Smærri fyrirtæki bíða eftir aðgerðum stjórnvalda. Rætt um hugmyndir til að rýmka fyrir framkvæmdum ef folk hefur hugmyndir s.s. varðandi leyfisveitingar. Hvernig ætti að haga markaðssetningu í sumar, hægt að hafa fleiri en minni viðburði, hægt að dreifa viðburðum um Dalina. Það eru miklir möguleikar á afþreyingi á svæðinu. Ferðaþjónar geta verið duglegir við að benda á hvern annan. Hættan er þó að starfsemi standi ekki undir störfum. Mikilvægt að halda vel á markaðsmálum s.s. nýta tæknina (streymi frá viðburðum og uppákomum), margir um sama markaðinn. Rætt hvort sveitarfélagið geti komið til móts við ferðaþjónustuaðila. Það er hætta á að mikill toppur verði um mitt sumar og það þarf að mæta honum. Tækifæri í samstarfi við fyrirtæki sem selja tengda þjónustu eða vörur til að koma ferðaþjónum á framfæri. Rætt um bæjarhátíð, hún verði haldin með breyttu sniði s.s. með því að dreifa viðburðum um svæðið, samstarf við ferðaþjóna um uppákomur. Vinna ætti áfram með "Dalirnir heilla". Einnig rætt um verðlag, gæta að því að verðleggja ekki svæðið út af markaði. Í markaðssetningu þarf einnig að horfa til mest notuðu miðlana. Ýmsar hugmyndir ræddar m.a. GEO fjársjóðsleit og breytingar á frisbígolfvelli. Gæti sveitarfélagið stutt við markaðssetningu á svæðinu. Hvernig væri hægt að haga uppsetningu á vefsíðu/undirsíðu á Dalir.is. Þarf að fara í alsherjar markaðssetningu á Dölunum, ekki bara horfa til markaðsátaka í gegnum 3ja aðila.
|
|
|
Gestir |
Carolin Schmidt - 16:00 |
Þorgrímur Einar Guðbjartsson - 16:00 |
Guðrún Björg Bragadóttir - 16:00 |
María G. Líndal - 16:00 |
Bjarnheiður Jóhannsdóttir - 16:00 |
Gestir yfirgefa fundinn fyrir 2.dagskrárlið.
|
|