|  | 
| 1. 2302013 - Ársreikningur Dalabyggðar 2022 |  |
 | Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til seinni umræðu í sveitarstjórn. |  | Dalabyggð Ársreikningur 2022 fyrir byggðaráð.pdf |   |   |  
  | 
| 2. 2210004 - Förgun dýrahræja |  |
 | Samþykkt að vísa minnisblaðinu og efni þess til umhverfis- og skipulagsnefndar. |  | Minnisblað dýraleifar Environice 230310.pdf |   |   |  
  | 
| 3. 2303016 - Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga |  |
 Niðurstöður þess líkans sem kynnt er í drögunum sem eru í samráðsgáttinni virðast hafa töluverð áhrif á fjárhæð framlaga sem annars rynnu til Dalabyggðar í formi tekjujöfnunar-, útgjaldajöfnunar- og fasteignaskattsframlaga. Um er að ræða lækkun á framlögum um 7,7% eða 15 millj.kr. á ársgrundvelli.  Ljóst er að tillögur þessar ef af verða munu hafa mikil áhrif á sveitarfélög víðast hvar, bæði til hækkunar eða lækkunar og er víða um verulega miklar breytingar að ræða.  Fyrirsjáanlegt er að tillögurnar munu verða fyrirferðarmiklar í umræða um sveitarstjórnarmál á næstunni.  Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman umsögn um drögin f.h. Dalabyggðar.
  |  | Skýrsla starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs - lokaeintak f samráðsgátt.pdf |   |   |  
  | 
| 4. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal |  |
 | Formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. |   |   |  
  | 
| 5. 1702012 - Starfsmannamál |  |
 | Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í anda þeirrar umræðu sem varð á fundinum. |   |   |  
  | 
| 6. 2303021 - Reglur vegna styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka |  |
 | Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í apríl. |   |   |  
  | 
| 7. 2303020 - Reglur vegna gerð viðauka við fjárhagsáætlun. |  |
 | Samþykkt að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja fram til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar í apríl. |   |   |  
  | 
| 8. 2303019 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki I |  |
 Eftirfarandi tillögur að breytingum eru hér gerðar frá upphaflegri áætlun sem samþykkt var í desember 2022;
  Hækkaði framlag frá jöfnunarsjóði kr. 4,985 millj.kr. skv. gögnum frá Jöfnunarsjóði. Hækkun á launakostnaði í Félagsþjónustu 330 þús.kr. félagsmál. Hækkun til Auðarskóla 150 þús.kr. vegna húsbúnaðar. Hækkun vegna viðhalds í félagsheimilinu Árblik 1,500 miilj.kr. - skolplögn Breytingar vegna kaupa á bifreið vegna áhaldahúss, hækkaði kaupverð á bifreiðinni um 3,0 og sett inn söluverð á bifreið 5,0 millj.kr. heildarniðurstaða óbreytt frá fyrri áætlun en sett fram til aðgreiningar. (Rétt er að vekja athygli á að skjalið sem unnið er inn í og reiknireglur þar reikna hækkun á afskriftum vegna kaupa á bifreiðinni en gerir að sama skapi lækkun á afskriftum vega sölu á bifreið á móti sem gerir mismun upp á kr. 79 þús.kr. í hækkun á afskriftum). Áhrif á rekstrarniðurstöðu áætlunar vegna ofangreinds er aukning á handbæru fé um kr. 5.005.000,-
  |  | Viðauki I, 2023 - framlagt 23.03.2023.pdf |  | Viðauki I, 2023, minniblað f.fund byggðarráðs 23.03.2023.pdf |   |   |  
  | 
| 9. 2303013 - Innleiðing heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum-könnun á stöðu vegna skýrslu til sameinuðu þjóðanna |  |
 | Sveitarstjóra falið að taka þátt í könnun f.h. Dalabyggðar í samstarfi við starfsfólk. |   |   |  
  | 
| 10. 2302003 - Minnisblað - Ágangur búfjár |  |
 | Minnisblað framlagt. |  | Minnisblað - Ágangur búfjár_uppfært.pdf |   |   |  
  | 
| 11. 2303022 - Sjálfboðaliðaverkefni 2023 |  |
 Í fjárhagsáætlun ársins 2023 eru áætlaðar kr. 400 þús.kr. í sjálfboðaliðaverkefni. Byggðarráð samþykkir að viðhalda verkefninu og felur sveitarstjóra að auglýsa verkefnið á næstunni þannig að það nýtist á komandi sumri.  |   |   |  
  | 
| 12. 2303011 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2023 |  |
 | Fundarboð framlagt, sveitarstjóri fer með atkvæðisrétt Dalabyggðar. |  | Scan_Óttar Guðjónsson_202303130854.pdf |   |   |  
  | 
 |  | 
| 13. 2303018 - Ársskýrsla DalaAuðs 2022 |  |
 | Byggðarráð þakkar skýrsluna og lýsir ánægju með hvernig verkefnið fer af stað. |  | Ársskyrsla-dalaauds-2022.pdf |   |   |  
  |