Til bakaPrenta
Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 56

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
06.04.2022 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Kristján Sturluson embættismaður,
Haflína Ingibjörg Hafliðadóttir hjúkrunarforstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, Sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2201044 - Rekstur Silfurtúns 2022
Laun fyrstu þrjá mánuðina 3% umfram áætlun.
Kostnaður vegna Covid fæst endurgreiddur.
Ein umsókn komin fyrir sumarið.
Í heildina gengur vel í kjölfar Covid hópsmits.
Búseta í öllum rýmum.
Mál til kynningar
2. 2201022 - Viðhorfskönnun meðal íbúa og aðstandenda á Silfurtúni
Upplýsingastreymi er megin áskorunin.
Stefnt er að því að halda íbúafund í lok apríl eða byrjun maí þar sem niðurstöður könnunarinnar verða kynntar.
3. 2110023 - Samstarf um rekstur öldrunarheimilis.
Fundað var með heilbrigðisráðherra í dag. Ekki fékkst niðurstaða en fundað verður með heilbrigðisráðuneytinu aftur fljótlega.
4. 2202007 - Erindi frá SFV 2022
Samningar hafa náðst milli Sjúkratrygginga annars vegar og SFV og Sambands ísl. sveitarfélaga hins vegar til þriggja ára.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei