Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 95

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
05.02.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Ingibjörg Anna Björnsdóttir varamaður,
Hlöðver Ingi Gunnarsson skólastjóri,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Anna Björnsdóttir, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1909027 - Skólastarf Auðarskóla 2019-2020
Bergþóra Jónsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir kynna læsisstefnuna og er hún samþykkt samhljóða af nefndarmönnum.

Hlöðver fer yfir skólastarfið. Vel gengur með snjalltækjabannið í skólanum og virðist það leggjast ágætlega í alla, foreldra/forráðamenn og börn.

Til að geta miðlað upplýsingum til foreldra/forráðamanna nemenda um til dæmis viðburði og fleira þá væri æskilegt að heimasíða skólans og þá jafnframt sveitarfélagsins kæmist í lag.

Samþykkt samhljóða
2. 2001054 - Skóladagatöl 2020 - 2021
Hlöðver fer yfir fyrsta uppkast af skóladagatölunum. Lokaútgáfa verður lögð fyrir fund Fræðslunefndar í mars.

Samþykkt samhljóða
3. 2001055 - Tómstundastarfið 2019 - 2020
Jón Egill Jónsson kemur inn á fundinn og fer yfir tómstundastarfið.

Fræðslunefnd bendir á mikilvægi þess að setja tómstundastarfið í stundaskrá. Einnig er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín í þá tómstundagrein sem þau ætla að taka þátt í yfir veturinn hjá umsjónaraðila.

Samþykkt samhljóða

Hlöðver víkur af fundi eftir lið 3.
4. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
Fræðslunefnd mun fara yfir stefnuna og vera komin með drög á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða

Jón Egill Jónsson sat fundinn undir lið 3 og 4.
5. 2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Úr fundargerð 240. fundar byggðarráðs 22.01.2020, dagskrárliður 13:
2001024 - Reglur um styrki til tónlistarnáms utan sveitarfélagsins
Drög að reglum lögð fram.
Byggðarráð vísar drögunum til fræðslunefndar.

Fræðslunefnd gerir engar athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða.

Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 5.
Mál til kynningar
6. 2001043 - Styrkur vegna endurmenntunarverkefna 2020-2021
Vakin er athygli á að Endurmenntunarsjóður grunnskóla hefur opnað fyrir umsóknir um styrki vegna endurmenntunarverkefna sem koma til framkvæmda á skólaárinu 2020-2021.
Lagt fram til kynningar.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:23 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei