Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 66

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
03.05.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason formaður,
Ragnheiður Pálsdóttir aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206033 - Jafnréttisáætlun
Rætt um drög að uppfærðri jafnréttisstefnu Dalabyggðar.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun og felur sveitarstjóra að ganga frá skjalinu, m.a. m.t.t. dagsetninga/tímasetninga ákveðinna aðgerða. Jafnframt hvetur nefndin til að jafnréttisáætlunin verði kynnt á vef og öðrum miðlum sem sveitarfélagið hefur yfir að ráða.

Nefndin leggur til að hugað verði að fjárveitingu til nefndarinnar vegna jafnréttismála, m.a. til þess að sækja námsskeið og þ.h.
2. 2211015 - Samstarf um félagsþjónustu
Farið yfir stöðu mála varðandi samstarf við Reykhóla og Strandir um félagsþjónustu sem og stöðu mála varðandi barnaverndarmál.
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
3. 2304015 - Fjárhagsaðstoð 2023
Sveitarstjóri kynnti umsóknir um fjárhagsaðstoð og útfararstyrk.
Samþykkt, fært í trúnaðarbók
4. 2301067 - Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál á félagsmálasviði og kynnt samþykkt sveitarstjórnar frá síðasta fundi.
Sveitarstjóri kynnti drög að starfslýsingu verkefnastjóra fjölskyldumála.
Félagsmálanefnd fagnar því að þetta starf verði til.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei