Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 291

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
08.06.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2206006 - Sumarlestrarátak, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál.nr.: 2206009 - Viðhald félagslegra íbúða, almennt mál, verði dagskrárliður 9.
Mál.nr.: 2206010 - Umsögn um tækifærisleyfi vegna almenns dansleiks í Dalabúð 2. júlí 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 10.
Mál.nr.: 2206008 - Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þátttöku í vinnustofu, mál til kynningar, verði dagskrárliður 14.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205027 - Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Umf. Ólafur Pái sækir um styrk vegna fasteignagjalda.
Umsóknin samþykkt samhljóða.
Ársreikningur 2021 Ólafur Pá.pdf
Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.pdf
2. 2206001 - Tjaldsvæðið Laugum Sælingsdal 2022
Gjaldskrá og samningur vegna tjaldsvæðisins á Laugum.
Samningur við Hótel Laugar samþykktur samhljóða.
Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið á Laugum samþykkt samhljóða.
Gjaldskrá Tjaldsvæðið Laugum 2022 íslenska.pdf
Samningur_tjaldsvaedi_Laugar_2022.pdf
3. 2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Úr fundargerð 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022, dagsrkárliður 7:
Ráðningasamningur við sveitarstjóra rennur út 14. júní nk. Lagt til að byggðarráð geri samning við Kristján Sturluson um áframhaldandi störf þar til ráðning eftirmanns liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða.

Formanni byggðarráðs falið að ganga frá samningi við sveitarstjóra í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóri vék af fundi undir umræðum um dagskrárlið 3.
4. 2205025 - Frístundaakstur
Úr fundargerð 220. fundar sveitarstjórnar, 02.06.2022, dagskrárliður 9:
2205025 - Frístundaakstur
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir leggur til að vinna við að skipuleggja frístundaakstur á milli Búðardals og Lauga fyrir næsta vetur verði sett af stað strax á fyrsta fundi Fræðslunefndar og Byggðarráðs svo aksturinn verði kominn á þegar æfingar hefjast aftur í haust. Skipuleggja þarf þetta vel í samráði við skóla og íþróttafélagið Undra.
Til máls tók: Skúli.
Lagt til að tillögunni sé vísað til byggðarráðs, fræðslunefndar, ungmennaráðs og samráð haft við íþrótta- og tómstundafulltrúa við vinnuna.
Samþykkt samhljóða

Ýmsar leiðir ræddar en frekari ákvörðunum frestað þar til skipulag æfinga og niðurstöður annarra nefnda/aðila sem málinu var vísað til liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
5. 2206004 - Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
Styrkur samþykktur samhljóða. Sótt verður um mótframlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
6. 2203002 - Breyting á deiliskipulagi í Ólafsdal
Byggðarráð tekur málið fyrir vegna umhverfis- og skipulagsnefndar í samræmi við ákvörðun 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022.

Þórður Már Sigfússon skipulagsfulltrúi mætir á fundinn.

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Ólafsdal í Gilsfirði, ásamt umhverfisskýrslu. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 8. apríl 2022 með athugasemdafresti til 20. maí sl.

Deiliskipulagsbreytingin fellst í stækkun skipulagssvæðisins til að koma fyrir merktum gönguleiðum um dalinn, áningarstöðum með upplýsingaskiltum, prílum yfir girðingu og skógrækt. Þá eru nokkrir byggingarreitir stækkaðir og byggingarreit fyrir salernisaðstöðu við bílastæði og tjaldsvæði við tóvinnuhús bætt inn á uppdrátt. Einnig er legu aðkomuvegar breytt lítillega.

12 umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsbreytingarinnar og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins.

Minjastofnun gerði athugasemd sem varðaði þrjá minjastaði sem stofnunin taldi að yrðu í hættu vegna fyrirhugaðrar skógræktar. Stofnunin gat því ekki samþykkt breytingartillöguna eins og hún var kynnt fyrir stofnuninni og benti á að afmarka þyrfti þessa þrjá minjastaði ásamt 15m helgunarsvæði. Að því loknu þyrfti uppfærð breytingartillaga að berast Minjastofnun aftur til umsagnar.

Brugðist hefur verið við athugasemd Minjastofnunar með afmörkun þriggja minjastaða ásamt 15m helgunarsvæðis, í samræmi við umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 12. maí 2022. Það eru minjar DA-198:026 (garðlag túngarður), DA-198:031 (Grjótnátthagi gerði nátthagi) og DA-198:116 (garðlag túngarður). Skógræktarsvæði eru minnkuð í samræmi við það og uppdrættir og greinargerð uppfærðir. Minjum og 15 m verndarsvæði þeirra er bætt inn á uppdrætti.

Uppfærð skipulagstillaga var send Minjastofnun til yfirferðar þann 30. maí sl. og gerir stofnunin ekki frekari athugasemdir við skipulagið.

Umhverfisstofnun bendir á að mikilvægt sé að skógræktarsvæðið sé afmarkað á þann hátt að það raski ekki votlendissvæði sem liggur í jaðri fyrirhugaðrar skógræktar.

Brugðist hefur verið við athugasemdum Umhverfisstofnunar en afmörkun skógræktar er breytt í námunda við votlendi og skógrækt færð fjær votlendinu til að forðast rask og þurrkun þess.

Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemd við afmörkun skógræktarsvæðisins með tilliti til fuglalífs í dalnum og telur að staðsetning fyrirhugaðrar skógræktar muni hafa lítil neikvæð áhrif á flesta vaðfugla innan svæðisins.

Stofnunin bendir þó á þá annmarka í skipulagstillögunni að óljóst sé hvort alfarið verði notaðar innlendar trjátegundir eða hvort plantað verði lerki og greni utan girðinga.

Brugðist hefur verið við þessum ábendingum Náttúrufræðistofnunar með því að fjarlægja klausu um að greni og lerki sé líklegra til að pluma sig betur á beitarlandi. Nú er lagt til að eingöngu verði innlendum og lágvöxnum tegundum plantað á svæðinu. Þannig er komið í veg fyrir að erlendar tegundir berist í votlendið og ásýnd svæðisins vernduð.

Ólafsdalsfélagið gerir athugasemdir við að ráðgert sé að leggja umtalsverð svæði í Ólafsdal undir skógrækt og fer félagið fram á að þessum fyrirætlunum verði hafnað.
Félagið bendir á að í dalnum séu beðasléttuminjar sem beri að vernda.

Byggðarráð áréttar að við vinnslu deiliskipulagsins hefur verið reynt að horfa til þess að ræktun sé einkum utan þeirra svæða sem beðasléttur ná til. Ekki er því fyrirhugað að taka nema í litlum mæli þau svæði undir frekari ræktun en er í dag. Það er fyrirhugað að gera svo mikið sem kostur er úr öllu því starfi sem unnið var á tíma bændaskólans og þar eru beðaslétturnar stór þáttur.

Ólafsdalsfélagið gerir auk þess athugasemdir við að þegar fram líða stundir mun skógurinn fara að dreifa sér um jörðina. Það mun valda því að gróa fer yfir minjar eða þær hverfa sjónum.

Byggðarráð bendir á að þar sem um verndaðar fornminjar er að ræða þarf landeigandi að sjá til þess að komið verði í veg fyrir óæskilega plöntun í námunda við þær. Halda þarf í skilgreint helgunarsvæði fornminja.

Í athugasemd frá Landgræðslunni er beint tilmælum að hafa skal í huga verndargildi vistgerða og markmið um vernd menningarminja og að notast sé við nærtækar innlendar tegundir sem finnast í dalnum fremur en lerki og greni líkt og nefnt er.

Brugðist hefur verið við þessum tilmælum og er nú er lagt til að eingöngu verði innlendum og lágvöxnum tegundum plantað á svæðinu. Þannig er komið í veg fyrir að erlendar tegundir berist í votlendið og ásýnd svæðisins vernduð.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, Reykhólahreppur, Veðurstofa Íslands og Vegagerðin gera í umsögnum sínum ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Ólafsdal með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og taki gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda að undangenginni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Ums Land breyting deiliskipulag Dalabyggð.pdf
NÍ viðbót við umsögn (votlendi,fuglar).pdf
2022 0524 Dalabyggð Ólafsdalur br DSK HEV.pdf
NÍ viðbót við umsögn (jarðfræðihluti).pdf
Dalabyggð - Ólafsdalur - deiliskipulagsbreyting - svar VÍ.pdf
Olafsdalur Dalabyggd.pdf
Ól_deiliskipulag athugasemdir Ólafsdalsfélagið.pdf
Umsögn frá Reykhólahreppi.pdf
Umsögn NÍ.pdf
Umsögn Ólafsdalur.pdf
Vagagerðin umögn - Ólafsdalur Dalabyggð DSK breyting.pdf
Olafsdalur 2 Dalabyggd Minjastofnun.pdf
DÞ1601C-Olafsdalur_dskuppdr_A0-1000-2022-05-30_.pdf
DÞ1601C-olafsdalur_pl-A2 75000_2022-05-30_.pdf
Ólafsdalur svör við athugas v_dskbreytingar.pdf
DÞ1601c_br_Olafsdalur grg_2022-05-30.pdf
7. 2206006 - Sumarlestrarátak
Byggðarráð tekur málið fyrir vegna fræðslunefndar í samræmi við ákvörðun 220. fundar sveitarstjórnar 02.06.2022.

Erindi frá Stefaníu Björgu Jónsdóttur um sumarlestrarátak.

Byggðarráð þakkar Stefaníu B. Jónsdóttur fyrir erindið.

Samþykkt að efna til "lestrarbingós" fyrir börn 5 til 12 ára. Skoðað verði með lestrarátak sumarið 2023.

Sumarlestrar átak hugmynd af verkefni, beiðni um styrk..pdf
lestraratak_sumar22.pdf
8. 2206005 - Ráðning markavarðar
Tvær umsóknir hafa borist um starf markavarðar. Lagt til að sveitarstjóri fái umboð til að ganga frá ráðningu í starfið.
Sveitarstjóra falið að ganga frá ráðningu.
Samþykkt samhljóða.
9. 2206009 - Viðhald félagslegra íbúða
Borist hafa óskir um breytingar/viðhald á íbúðarhúsnæði í eigu Dalabyggðar.
Sveitarstjóra falið að gera áætlun um viðgerðir og síðan verður lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
10. 2206010 - Umsögn um tækifærisleyfi vegna almenns dansleiks í Dalabúð 2. júlí 2022
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um umsókn Dalabyggðar kt.510694-2019 um tækifærisleyfi vegna "Almenns dansleiks" sem halda á í Félagsheimilinu Dalabúð, Miðbraut 8, Búðadal frá kl. 23:30 2. júlí til kl. 03:00 aðfararnótt 3. júlí n.k. í tilefni af bæjarhátíðinni "Heim í Búðadal 2022"
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
11. 2003023 - Áætlun um refaveiðar 2020-2022
Staða mála í refa- og minnkaveiði.
Veiðikvóti vegna refs verður skoðaður fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða.
12. 2104022 - Ársþriðjungsuppgjör 2022
Uppgjör fyrir janúar til apríl lagt fram.

Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ársþriðjungsuppgjör rætt.
1. ársþriðjungur 2022 - Fjárfestingar.pdf
1.ársþriðjungur 2022 - rekstur.pdf
13. 2206002 - Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði
Bréf frá Félagi atvinnurekenda lagt fram.
Vísað til fjárhagsáætlunarvinnu.
Sveitarfélög áskorun vegna fasteignaskatts 310522.pdf
14. 2206008 - Almenningssamgöngur á Íslandi - Boð um þátttöku í vinnustofu
Starfshópur skipaður af innviðaráðherra sem hefur það hlutverk að koma með tillögur sem nýtast eiga við smíði frumvarps til fyrstu heildarlaga um almenningssamgöngur á Íslandi er nú að störfum. Starfshópurinn hyggst halda vinnustofu miðvikudaginn 15. júní nk. þar sem til stendur að gefa fulltrúum allra sveitarfélaga landsins kost á að taka þátt í umræðum og koma að sjónarmiðum sem nýst geta starfshópnum við mótun framangreindra tillagna.
Starfshópurinn býður því Dalabyggð að senda 1-2 fulltrúa til að taka þátt í vinnustofunni. Um getur verið að ræða hvort heldur kjörna fulltrúa, sérfræðinga eða aðra starfsmenn.

Lagt fram.
15. 2204010 - Ráðning skipulagsfulltrúa
Arwa Ahmed Hussein Al Fadhli hefur verið ráðin skipulagsfulltrúi og mun hún hefja störf 13. júní.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei