Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 294

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
11.07.2022 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldu máli verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr.: 2206023 - Bygging leiguíbúða í Bakkhvammi 2022, almennt mál, verði dagskrárliður 3.
Mál.nr.: 2205025 - Frístundaakstur, mál til kynningar, verði dagskrárliður 5.
Röð annarra dagskrárliða breytist í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205019 - Ráðning sveitarstjóra
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.
Umsóknarfrestur um starf sveitarstjóra rann út 20. júní sl. Alls bárust 13 umsóknir og tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.

Umsækjendur voru í stafrófsröð:
Ari Jóhann Sigurðsson, sérkennari
Barbara K. Kristjánsdóttir,mannauðs- og gæðastjóri
Glúmur Baldvinsson, eigin rekstur
Gunnsteinn Björnsson, sjálfstætt starfandi
Hróðmar Dofri Hermannsson, framkvæmdastjóri
Ingvi Már Guðnason, verkstjóri
Jón Eggert Guðmundsson, yfirmaður kerfismála
Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri
Sigurður Sigurðarson, sjálfstætt starfandi
Viggó E. Viðarsson, flokksstjóri
Örn Haukur Magnússon,framkvæmdastjóri

Sveitarfélagið Dalabyggð þakkar þeim umsækjendum sem sóttu um stöðu sveitarstjóra, þegar starfið var auglýst, fyrir umsóknina.

Að lokinni úrvinnslu umsókna er það mat byggðaráðs að hafna skuli öllum umsóknum.

Samþykkt samhljóða.

Í samráði við Hagvang var haft samband við nokkra aðila sem voru á skrá ráðningarstofunnar og kæmu til greina sem næsti sveitarstjóri. Að því loknu var samið við Björn Bjarka Þorsteinsson um starf sveitarstjóra Dalabyggðar kjörtímabilið 2022-2026.

Ráðningarsamningur við Björn Bjarka Þorsteinsson lagður fram til afgreiðslu.

Ráðningarsamningurinn samþykktur samhljóða.

Byggðarráð felur oddvita að undirrita ráðningarsamning sveitarstjóra fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Ráðningarsamningur sveitarstjóra 2022-2026.pdf
2. 2207006 - Umsókn um styrkvegi 2022
Áætlun um nýtingu styrkvegafjár lögð fram.
Kr. 8.000.000 var úthlutað til stofnvega í Dalabyggð fyrir árið 2022.

Tillaga að áætlun samþykkt samhljóða.
Áætlun um styrkvegi 2022.pdf
Svar við umsókn um fjárveitingu til styrkvega 2022.pdf
Viðar Þór Ólafsson sat fundinn undir dagskrárlið 2.
3. 2206023 - Bygging leiguíbúða í Bakkhvammi 2022
Lagt fyrir byggðarráð í orlofi sveitarstjórnar.

Tillaga um að Dalabyggð láni Bakkahvammi hses, kr. 6.000.000 þar til greiðsla á fyrri hluta stofnframlags hefur borist frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Tillagan samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
4. 2201016 - Fundir Veiðifélags Laxdæla 2022
Fundargerð aðalfundar 2022 lögð fram.
Lagt fram.
Fundargerð Aðalfundar 2022.pdf
Mál til kynningar
5. 2205025 - Frístundaakstur
Bréf frá Ragnheiði Pálsdóttur lagt fram.
Lagt fram.
bréf-til-fræðslunefndar-og-byggðaráðs - Ragnheiður Pálsdóttir - vegna frístundaaksturs.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei