| |
1. 2304008 - Sælingsdalstunga | |
Tvö tilboð hafa borist. Lagt til að gera gagntilboð á móti hærra tilboðinu. Lægra tilboðinu hefur þegar verið hafnað.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, útboð og verðkönnun | |
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna reksturs mötuneytis Auðarskóla í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna ræstinga í Auðarskóla og stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
3. 2301018 - Vínlandssetur | |
Drög að samningi um rekstur veitingastaðar á Vínlandssetri lögð fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Drög að samningi um rekstur sýningarhalds á Vínlandssetri lögð fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 1702012 - Starfsmannamál - ráðning verkefnastjóra fjölskyldumála | |
Sveitarstjóri kynnir ráðningu verkefnastjóra fjölskyldumála í Dalabyggð. Jóna Björg Guðmundsdóttir tekur til starfa 14. ágúst nk. | | |
|