Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 312

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.07.2023 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304008 - Sælingsdalstunga
Kynnt staða mála og farið yfir næstu skref.
Tvö tilboð hafa borist.
Lagt til að gera gagntilboð á móti hærra tilboðinu.
Lægra tilboðinu hefur þegar verið hafnað.

Samþykkt samhljóða.
2. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, útboð og verðkönnun
Sveitarstjóri kynnti tillögu að samningi við Vinlandssetur ehf. um rekstur mötuneytis við Auðarskóla, byggðum á útboði sem fram fór fyrir stuttu, eitt tilboð barst í verkefnið og er samningurinn byggður að á grunni þess.

Jafnframt var farið yfir stöðu mála varðandi verðkönnun á þrifum í Auðarskóla og Stjórnsýsluhúsi.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna reksturs mötuneytis Auðarskóla í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi vegna ræstinga í Auðarskóla og stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í samræmi við gögn sem kynnt eru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
3. 2301018 - Vínlandssetur
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála og hvað hefði gerst frá síðasta fundi byggðarráðs.
Drög að samningi um rekstur veitingastaðar á Vínlandssetri lögð fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Drög að samningi um rekstur sýningarhalds á Vínlandssetri lögð fram til kynningar.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.
4. 1702012 - Starfsmannamál - ráðning verkefnastjóra fjölskyldumála
Lokið er úrvinnslu umsókna um starf verkefnastjóra fjölskyldumála í Dalabyggð.
Sveitarstjóri kynnir ráðningu verkefnastjóra fjölskyldumála í Dalabyggð.
Jóna Björg Guðmundsdóttir tekur til starfa 14. ágúst nk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:55 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei