Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 309

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
26.05.2023 og hófst hann kl. 13:30
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála
Lagt til að málum nr. 235009,- Safnamál Dalabyggðar og 2305021 - Umsókn um grunnskólanám utan lögheimilisveitarfélags verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliðir nr. 11 og 12.
Aðrir liðir í útsendri dagskrá breytist samkvæmt því.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sat fundinn undir lið 1.
1. 2304023 - Framkvæmdir 2023
Farið yfir stöðu mála og horfur varðandi framkvæmdir á árinu 2023.
Farið yfir atriði sem tekin voru fyrir á stöðufundi framkvæmda hjá starfsfólki Dalabyggðar til að upplýsa byggðarráð um stöðu framkvæmda.

Lagt til að sveitarstjóri hafi heimild til að ganga frá samningi vegna grassláttar í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

2. 2301013 - Rekstur Silfurtúns 2023
Staða mála í samskiptum við heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands rædd í ljósi uppsagnar Dalabyggðar á samningi um rekstur hjúkrunar- og dvalarrýma.
Lagt til að sveitarstjóra sé falið að eiga samtal við Heilbrigðisráðuneytið vegna stöðu mála, í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
3. 2101017 - Samstarfssamningur við Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi 2021-2023
Framlagður tölvupóstur frá formanni félags eldri borgara þar sem rætt er um félagsaðstöðu.
Einnig rætt um samning Dalabyggðar við félag eldri borgara.

Dalabyggð heldur áfram samtali um möguleika á nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins fyrir starf félagsins.
4. 2302006 - Félagslegar íbúðir
Rætt um eignarhald og stöðu mála varðandi félagslegar íbúðir í Dalabyggð.
Lagt til að íbúðir Dalabyggðar í Stekkjahvammi verði færðar yfir á almennan rekstur, íbúð Dalabyggðar að Sunnubraut fari í söluferli og íbúðir fyrir eldri borgara við Silfurtún fari undir félagslegar íbúðir.
Samþykkt samhljóða.
5. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Staða mála rædd.
Rætt um stöðu mála á rekstri Vínlandsseturs.
Herdís Erna Gunnarsdóttir skólastjóri Auðarskóla, kemur inn á fundinn undir dagskrárlið 6.
6. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar, verktakar og vörur
Rætt um innkaupamál varðandi einstaka þjónustuþætti er snúa að rekstri Auðarskóla, þ.m.t. rekstur mötuneytis og eintaka hluta ræstingar.
Lagt til að sveitarstjóri vinni að útboði á rekstri mötuneytis Auðarskóla í samræmi við innkaupareglur Dalabyggðar og umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.

Lagt til að sveitarstjóri taki saman starfsprósentu við þrif í húsnæði Dalabyggðar (m.a. skrifstofu og grunnskóla) og skoði útfærslu á starfi við þrif.
Samþykkt samhljóða.
7. 2305017 - Íþróttamannvirki í Búðardal 2023
Farið yfir stöðu viðræðna varðandi fjármögnun verkefnisins.
Rætt um stöðu mála.
8. 1904034 - Úrgangsþjónusta - samningur 2021 - 2023
Núverandi samningur um úrgangsþjónustu rennur út um næstu áramót. Í núgildandi samningi eru ákvæði um að heimild sé til að framlengja samninginn tvisvar (2) um eitt (1) ár í senn.
Lagt til að sveitarstjóri tilkynni þjónustuaðila um vilja Dalabyggðar til að framlengja samning um úrgangsþjónustu um eitt ár.
Samþykkt samhljóða.
9. 2302001 - Skilti og merkingar í Dalabyggð 2023
Framlagt minnisblað og rætt um skipan fulltrúa sveitarstjórnar/byggðarráðs í samráðshóp vegna undirbúnings uppsetningar skilta við innkomu í Búðardal.
Í samræmi við minnisblaði verði kallað eftir fulltrúa frá Vegagerðinni, fulltrúi menningarmálanefndar verði Alexandra Rut Jónsdóttir og sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
10. 2301067 - Starfsumhverfi skipulags- og byggingarmála
Kynnt staða vinnu við endurskoðun skipulags er varðar skipulags- og byggingarmál í samstarfi við nágrannasveitarfélög.
Rætt um stöðu mála. Umhverfis- og skipulagsnefnd mun einnig fjalla um málið á sínum næsta fundi.
11. 2302009 - Safnamál Dalabyggðar 2023
Rætt um stöðu mála.
Rætt um stöðu safnamála eftir framlagða greinargerð vinnuhóps.
12. 2305021 - Umsókn um grunnskólanám utan lögheimilisveitarfélags
Samþykkt í samræmi við framlögð gögn, fært í trúnaðarbók.
Mál til kynningar
13. 2305012 - Bréf EFS til sveitarfélaga um almennt eftirlit á árinu 2023
Framlagt bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um fyrirkomulag almenns eftirlits með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei