Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 313

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
24.08.2023 og hófst hann kl. 14:05
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Guðlaug Kristinsdóttir aðalmaður,
Garðar Freyr Vilhjálmsson aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
1. 2208006 - Fjárhagsáætlun 2023, staða á rekstri fyrstu 6 mánuði ársins 2023.
Farið yfir stöðu á rekstri Dalabyggðar og undirstofnana fyrstu 6 mánuði ársins 2023.
6 mánaða uppgjör vegna reksturs Dalabyggðar tekið til skoðunar og umræðu. Ekki er um veruleg frávik að ræða frá upprunalegri áætlun.
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárlið 2.
2. 2308012 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki IV
Kynnt tillaga að Viðauka IV við fjárhagsáætlun ársins 2023.
Viðauki IV 2023 tekinn til umræðu:

- Hækkun á Jöfnunarsjóðstekjum kr. 6.829.000
- Hækkun á Barnaverndarkostnaði kr. 16.000.000
- Kostnaður v.nemenda utan lögheimilissveitarfélags hækkar um 2.462.000 en á móti koma tekjur v.nemanda frá öðru sveitarfélagi kr. 1.232.000
- Samningur vegna þrif í Grunnskóla hækkar annar kostnaður um kr. 2.728.000
- Samningur um rekstur mötuneytis hækkar heildarkostnaður um kr. 4.463.000
- Breyting á kostnaði vegna starfs skipulagsfulltrúa, umbreyttur kostnaður v.launa yfir í þjónustsaming sem gerir lækkun um kr. 366.000
- Hækkun á tekjum og hækkun á gjöldum á Styrkvegafé v.hærra framlags frá Vegagerðinni um kr. 1.000.000
- Samningur vegna þrif í Stjórnsýsluhúsi, kostnaðurlækkar um kr. 225.000
- Söluhagnaður v.sölu á Sælingsdalstungu kr. 74.500.000
- Lækkun/hækkun á framkvæmdakostnaði:
-- Íþróttahús 569.000.000 lækkun
-- Silfurtún 1.000.000 hækkun
-- Fráveita 9.000.000 hækkun
-- Vatnsveita 9.000.000 lækkun
-- Sala bifreiðar 3.649.000 lækkun (v.eignfærslu)
- Dregið verði úr lántöku samhliða breytinga á framkvæmdakostnaði íþróttahúss kr. 600.000.000
- Ýmis vaxtakostnaðarbreytingar vegna breytinga á verðlagsþróun frá upphafsáætlun, í ár verða vaxtahækkanir 4.546.000.

* Samtals breytingar á Rekstri A-hluta er kr. 61.742.000
* Samtals breytingar á Rekstri A og B hluta eru kr. 53.745.000
* Samtals breytingar á Framkvæmdum A-hluta er kr. 569.000.000
* Samtals breytingar á Framkvæmdum A og B-hluta er kr. 564.531.000
* Samtals breytingar á lántöku kr. 600.000.000
Viðauki_4_v3.pdf
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari og Kristján Ingi Arnarsson umsjónarmaður framkvæmda sátu fundinn undir dagskrárlið 3.
3. 2304023 - Framkvæmdir 2023
Farið yfir stöðu á framkvæmdaliðum ársins 2023.
Rætt um stöðu framkvæmda á árinu 2023 og hvað sé framundan.
Magnína Kristjánsdóttir fjármálastjóri og Ingibjörg Jóhannsdóttir aðalbókari sátu fundinn undir dagskrárlið 4.
4. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Rætt um framkomnar upplýsingar og horfur á komandi mánuðum og misserum í rekstri Dalabyggðar.
Rætt var um vinnu við fjárhagsáætlun á vinnufundi sveitarstjórnar sem haldinn var að Vogi 22. ágúst sl. og lagt upp með að fylgja tímaramma sem lagður var fram á 311. fundi byggðarráðs þann 20.07.2023
5. 2305011 - Almannavarnir á Vesturlandi
Framlagt minnisblað frá framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og formanns Almannavarnarnefndar Vesturlands.
Byggðarráð tekur vel í erindið og hvetur önnur sveitarfélög á Vesturlandi til að gera slíkt hið sama.
Minnisblað Almannavarnir.pdf
6. 2303008 - Fjallskil 2023
Framlagðar fundargerðir og fjallskilaseðlar frá fjallskilanefndum.
Allar fjallskilanefndir hafa skilað inn gögnum. Lagt til að allar fundargerðir og álagningar verði staðfestar.
Fjallskil á Fellsströnd 2023 fundargerð.pdf
Fundagerð fjallskiladeildar Hvammssveitar 2023.pdf
Fundargerð 24.4.2023..pdf
Fundargerð 25.7.2023..pdf
Fundargerd fjallskil 2023.pdf
fundargerð fjallskilanefndar skógarstrandar 2023.pdf
Fundargerð fjallskilanefnd 01.08.23.pdf
Fundargerð 6. febrúar 2023.pdf
Fundargerð fjallskilanefnd 14.08.23.pdf
7. 2301018 - Vínlandssetur 2023
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála í framhaldi af umræðum á 311. fundi byggðarráðs.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
8. 2210026 - Uppbygging innviða
Kynnt staða mála varðandi fyrirhugaða uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í Búðardal.
Byggðarráð upplýst um stöðuna, áfram er unnið að málinu.
9. 2308016 - Umsókn um lóð Lækjarhvammur 26
Framlögð um sókn um lóð að Lækjarhvammi 26 í Búðardal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við úthlutun lóðar að Lækjarhvammi 26.
Byggingafulltrúa falið að upplýsa umsækjendur um úthlutun og skilmála lóðaúthlutunar.
10. 2308001 - Erindi frá ADHD Samtökunum
Framlagt erindi og styrkumsókn frá ADHD samtökunum til Dalabyggðar.
Byggðarráð þakkar erindið en tekur ekki þátt að þessu sinni.
Dalabyggð- styrkumsókn 2023..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:44 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei