Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 98

Haldinn á fjarfundi,
01.09.2020 og hófst hann kl. 11:10
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Sigríður Fjóla Mikaelsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Mál til kynningar
1. 2008014 - Starfsáætlun Auðarsskóla 2020-2021.
Breytt að áætlunin er styttri en áður þar sem vísað er í stefnur sem eru á heimasíðu. Sett fram í samræmi við lög. Lifandi plagg sem breytist frá ári til árs.
Herdís aðstoðarleikskólastjóri kynnti áætlunina.
2. 2008013 - Innra mat Auðarskóla
Herdís kynnti innra mat Auðarskóla.
Herdís Erna Gunnarsdóttir aðstoðarleikskólastjóri sat fundinn undir dagskrarliðum 1 og 2.
3. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Úr fundargerð 251. fundar byggðarráðs 27.08.2020, dagskrárliður 1:
2008005 - Ráðning skólastjóra
Umræða um næstu skref vegna starfsloka skólastjóra Auðarskóla.
Ráðningarfyrirtækið Intellecta ehf. verður fengið til að koma að ráðningu skólastjóra. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið um næstu helgi.
Byggðarráð beinir því til fræðslunefndar að skoða hvort ástæða sé til að gera skipulagsbreytingar samhliða ráðningarferlinu.
Samþykkt samhljóða.

Fræðslunefnd telur að rétt sé að skoða skipulagsbreytingar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei