Til bakaPrenta
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 102

Haldinn á fjarfundi,
24.03.2021 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Sigríður Huld Skúladóttir formaður,
Jóhanna H. Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Heiðrún Sandra Grettisdóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson fulltrúi starfsmanna,
Haraldur Haraldsson skólastjóri,
Fundargerð ritaði: Sigríður Huld Skúladóttir, Formaður


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2010009 - Kannanir - framhaldsskóladeild og námsaðstaða
Nefndin ræðir tillögu og svör við spurningum nefndarinnar.
Fulltrúar úr ungmennaráði sitja fundinn undir þessum dagskrárlið.

Ungmennaráð telur hugmyndina áhugaverða en velta fyrir sér hvort ásókn verði í framhaldsskóladeild í heimabyggð þar sem spennandi er að fara annað í framhaldsskóla. Nefndin og ungmennaráð ræða kosti og galla þess að hafa framhaldsskóladeild og hversu mikilvægt er að hafa val um að stunda nám í heimabyggð. Mikilvægt er að það sé félagslíf, íþróttastarf ofl. Hugmyndin er líka sniðug fyrir þá sem vilja byrja fyrr eða seinna á framhaldsskólanámi.
Nefndin vinnur áfram að málinu.
Sigurdís Katla Jónsdóttir, Soffía Meldal, Birna Rún Ingvarsdóttir og Dagný Sara Viðarsdóttir sátu fundinn undir dagskrárlið 1.
2. 2103023 - Stuðningur til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla frístundastarfsemi fyrir börn í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
Jón Egill íþrótta- tómstundafulltrúi fer yfir málið og þær hugmyndir sem hafa komið fram til að efla frístundastarf fyrir börn í viðkvæmri stöðu.
Nefndin leggur til að íþrótta- og tómstundafulltrúi, skólastjóri og formaður vinni að málinu og umsókn áfram.
Tölvupóstur - 12_03_2021 - frá félagsmálaráðuneytinu.pdf
Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir dagskrárliðum 1 og 2.
3. 2103027 - Uppfærsla samnings - Skátafélagið Stígandi
Nefndin fer yfir samningsdrög vegna uppfærslu á samstarfssamningi við skátafélagið Stíganda.
Jóhanna María verkefnastjóri fer yfir samningsdrögin með nefndinni og þær breytingar sem eru til skoðunar á honum.
Fræðslunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til sveitarstjórnar.
Samningur_skátar_Stígandi_drög-fyrir-nefnd.pdf
Jóhanna María Sigmundsdóttir verkefnastjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 1, 2 og 3.
4. 2101029 - Auðarskóli - Skóladagatöl 2021 - 2022
Haraldur skólastjóri fer yfir skóladagatöl grunn- og leiksskóla fyrir skólaárið 2021-2022
Skóladagatal grunnskóla samþykkt samhljóða.
Skóladagatal leikskóla samþykkt samhljóða.
Leikskóladagatal 2021-2022-Auðarskóli.pdf
Lokaeintak 2021_2022.pdf
Mál til kynningar
5. 2101030 - Auðarskóli - skólastarf 2020 - 2021
Samkvæmt nýjustu tilmælum sóttvarnayfirvalda loka grunnskóluar frá og með 25.mars og fram að páskafríi.
Skólastarf hingað til hefur gengið vel og verið er að vinna í að bæta skólabraginn. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kom í skólann og hélt fyrirlestra um netnotkun bæði fyrir nemendur og foreldra.
Árshátíðarundirbúningur gekk vel en því miður fellur árshátíðin niður að svo stöddu, vonandi verður hægt að halda hana síðar í einhverri mynd.
6. 2102033 - Börn af erlendum uppruna og íþróttir
Lagt fram til kynningar.
Vertu með_Bréf til sveitarfélaga.pdf
7. 2103024 - Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.
Bændasamtök Ísland skora á sveitarfélög að nýta innlend matvæli eins og kostur er við framleiðslu á skólamáltíðum, sérstaklega, grænmeti, kjöt og fisk.
Fræðslunefnd styður þessa góðu áskorun heilshugar.
Áskorun til sveitarfélaga.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei