Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 208

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
09.09.2021 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Sindri Geir Sigurðarson varamaður,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, verkefnastjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál.nr. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Aðalfundarboð, mál til kynningar, verði dagskrárliður 34.
Mál.nr. 2109005 - Skýrsla um verkefnið Störf án staðsetningar mál til kynningar, verði dagskrárliður 35.

Röð annarra mála breytist í samræmi við framangreint.

Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2108006 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki V
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 1:
2108006 - Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki V
Tekjur af sorpgjaldi hækka um 2,2 millj.kr. og lækkar niðurgreiðsla á þjónustunni sem því nemur. Sameiginlegur kostnaður hækkar um 2 millj.kr. (lögfræðiþjónusta). Rekstrarkostnaður Dalaveitna hækkar um 1 millj.kr. vegna viðhaldskostnaðar. Fjárfesting lækkar um 76 millj.kr. (80 millj.kr. lækkun vegna íþróttamannvirkja, færist á næsta ár og 4 millj.kr. hækkun vegna sorphirðu (vísitölubreyting, fleiri sorpílát og tunnustaðir, jarðvinna o.fl.).
Samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 16:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Úr fundargerð 207. fundar sveitarstjórnar 12.08.2021, dagskrárliður 2:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Úr fundargerð 272. fundar byggðarráðs 22.07.2021, dagskrárliður 8:
2107012 - Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal
Erindi frá Hestaeigendafélagi Búðardals lagt fram.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna viðhalds vegarins að hesthúsahverfinu. Málið verði lagt fyrir sveitarstjórarfund 12. ágúst.
Samþykkt samhljóða.
Kostnaðaráætlun er frá 2,1 millj.kr. til 3,6 millj.kr. eftir því hversu mikill ofaníburður yrði settur í veginn.
Tillaga um að vísa málinu til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða að leggja til að bæta kr. 400.000 í viðauka, sjá dagskrárlið 1, vegna framkvæmda við veg að hesthúsum. Að öðru leiti er málinu vísað til fjárhagsáætlanagerðar.

Til máls tók: Kristján.

Viðauki V samþykktur samhljóða.
Viðauki 5.1.pdf
2. 2011009 - Alþingiskosningar 2021
Kjörskrá lögð fram til afgreiðslu. Á kjörskrá í Dalabyggð eru 483, 248 karlar og 235 konur.
Samþykkt samhljóða.
Kjörskrá 2021.pdf
3. 2108005 - Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 3:
2108005 - Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður
Héraðsnefnd Dalasýslu hafði verkefni á meðan fleiri en eitt sveitarfélag var í sýslunni. Eftir að sveitarfélögin sem áttu aðild að Héraðsnefndinni sameinuðust í Dalabyggð hefur hún ekkert hlutvek lengur og hefur Dalabyggð sinnt verkefnum sem voru á vettvangi hennar og staðið undir kostnaði vegna þeirra. Því er lagt til að Héraðsnefnd Dalasýslu verði lögð niður og verkefni og eignir flytjist til Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Héraðsnefnd Dalasýslu verði lögð niður.

Samþykkt samhljóða.
Samþykktir fyrir Héraðsnefnd Dalasýslu..pdf
4. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Drög að umhverfis- og loftslagsstefnu Dalabyggðar lögð fram og óskað eftir umfjöllun sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Ragnheiður, Skúli.

Lagt til að málinu sé frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða.
Loftslagsstefna Dalabyggðar - drög til umsagnar.pdf
5. 2105018 - Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 19:
2105018 - Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi.
Rætt um svar Dalabyggðar við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Unnið er að svari sem lagt verður fyrir sveitarstjórn.

Til máls tóku: Kristján, Eyjólfur.

Sveitarstjóra falið að svara erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis í samræmi við drög sem liggja fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um ákvörðun vatnsgjalds.pdf
Til allra sveitarfélaga.pdf
6. 2105005 - Fjallskil 2021
Kvörtun vegna skiptingu dagsverka hjá fjallskilanefnd Suðurdala.
Til máls tók: Kristján

Málinu frestað þar til fjallskilanefnd Suðurdala hefur fjallað um það.

Samþykkt samhljóða.
7. 2108019 - Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
Úr fundargerð 274. fundar byggðarráðs 26.08.2021, dagskrárliður 22:
2108019 - Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis
Greinargerð um skilgreiningu á opinberri þjónustu og jöfnun aðgengis að henni hefur verið lögð fram í Samráðsgátt.
Byggðarráð samþykkir að útbúin verði umsögn um greinargerðina sem lögð verði fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Skilgreining grunnthjonustu og greinargerd..pdf
umsögn_opinbergrunnþjonusta_drög.pdf
8. 2106018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Snæfellsvegur (54)
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 1:
2106018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Snæfellsvegur (54)
Lögð er fram umsókn frá Vegagerðinni, dags. 15. júní 2021 um framkvæmdaleyfi vegna Snæfellsvegar (54-22): Ketilstaðir ? Gunnarsstaðir. Í fyrirhugaðri framkvæmd felst endurbygging, breikkun, styrking og nýlögn ræsa ásamt lagfæringu og lagningu á bundnu slitlagi á um 5,4 km kafla. Einnig er innifalið í framkvæmdinni gerð tveggja nýrra brúa yfir Skraumu og Dunká. Um er að ræða bitabrú í þremur höfum með samverkandi stáli og steypu yfir Skraumu en uppspennt steypt plötubrú í tveimur höfum með steyptum súlum í Dunká. Efnistaka vegna framkvæmda verður 102.500 m3 í fimm námum. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið 15. júní 2023.

Sótt er um framkvæmdaleyfi á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 og 6. gr. reglugerðar nr. 771/2012 um framkvæmdaleyfi.

Það er mat skipulagsnefndar að lagaskilyrði séu uppfyllt til útgáfu umsótts framkvæmdaleyfis sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og leggur nefndin til við sveitarstjórn Dalabyggðar að útgáfa framkvæmdaleyfis verði samþykkt á grundvelli heimilda aðalskipulags sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaleyfiumsókn_15.6.2021Snæfellsnesvegur.pdf
Eyjólfur Ingvi Bjarnason víkur af fundi undir dagskrárlið 9, Ragnheiður Pálsdóttir tekur við stjórn fundarins.
9. 2106028 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt á jörðinni Hallsstaðir
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 2:
2106028 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt á jörðinni Hallsstaðir
Fyrir liggur umsókn frá Konráði Lúðvíkssyni um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á jörðinni Hallsstaðir. Um er að ræða svæði sem er 30 ha að stærð.
Með vísun í 4. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi er umrædd framkvæmd leyfisskyld sem felur í sér að leita þarf umsagnar viðeigandi stofnana.

Nefndin samþykkir erindið með tilliti til nýrrar flokkunar á landbúnaðarlandi í drögum að endurskoðun á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, en landið fellur undir flokk II og III samkvæmt þeirri skilgreiningu. Einnig þarf að grenndarkynna framkvæmdina fyrir aðliggjandi jörðum og leita eftir umsögnum frá viðeigandi stofnunum.

Nefndin bendir á að með útgáfu framkvæmdaleyfis þarf að liggja fyrir skógræktarsamningur um viðkomandi svæði. Skipulagsfulltrúa falið að ganga frá málinu.

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Hallsstaðir samningssvæði.pdf
Eyjólfur kemur aftur inn á fundinn og tekur við fundarstjórn.
10. 2107004 - Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570; Sameining jarða
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 3:
2107004 - Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570; Sameining jarða
Lögð fram umsókn frá Árna Alvari Arasyni og Elsu Ævarsdóttur f.h. Skoravíkur ehf. þar sem óskað er eftir sameiningu jarðanna Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570 með þeim hætti að Skoravíkurland 3 verði fellt aftur inn í upprunajörðina Skoravík. Báðar jarðirnar eru í eigu sömu landeigenda.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við sameiningu jarðanna.

Samþykkt samhljóða.
11. 2107005 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 4:
2107005 - Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi
Borgarbyggð óskar eftir umsögn Dalabyggðar um vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli. Fyrirhugað er að skilgreina landnotkun og samgöngukerfi fyrir verslun, þjónustu, íbúða- og frístundabyggð sunnan þjóðvegar í Húsafelli
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu í Húsafelli í Borgarbyggð.

Samþykkt samhljóða.
Borgarbyggð - Húsafell, breyting á aðalskipulagi - tillaga til kynningar.pdf
Borgarbyggð - ósk um umsögn.pdf
12. 2108002 - Stofnun lóðar í landi Þverfells, L137897
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 6:
2108002 - Stofnun lóðar í landi Þverfells, L137897
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðarinnar, Húsatúns, í landi Þverfells, L137897, í Saurbæ.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lóðar í landi Þverfells sbr. jarðalög nr. 81/2004 og skipulagslög nr. 123/2010. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun lóðarinnar í samræmi við framlagt erindi.

Samþykkt samhljóða

Samþykkt samhljóða.
Loftmynd Húsatún Þverfell.pdf
13. 2108013 - Nýr reiðvegur hjá Búðardal
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 10:
2108013 - Nýr reiðvegur hjá Búðardal
Sótt er um gerð reiðvegar við Búðardal.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.

Samþykkt samhljóða.
Nýr reiðvegur.pdf
Nýr reiðvegur hjá Búðardal.pdf
14. 2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 9:
2009031 - Framlenging á stöðuleyfi
Storm Orka ehf. óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða en gildandi stöðuleyfi rennur út 25. október 2021.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að stöðuleyfi fyrir vindmælingamöstur í landi Hróðnýjarstaða verði framlengt um eitt ár, frá 25. október 2021 til 25. október 2022.

Samþykkt samhljóða.
Ósk um framlengingu á stöðuleyfi mastra 2021.pdf
15. 2108011 - Umsókn um landskipti á lóð út úr jörðinni Fremri-Hundadalur
Úr fundargerð 118. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 20.08.2021, dagskrárliður 11:
2108011 - Umsókn um landskipti á lóð út úr jörðinni Fremri-Hundadalur
Fyrir liggur umsókn um landskipti á lóðinni Efri-Hundadalur út úr jörðinni Fremri-Hundadalur, L13796. Stærð nýrrar lóðar er 5,48 ha.
Nefndin gerir ekki athugasemd við landskiptin og stofnun lóðarinnar.

Samþykkt samhljóða.
Lóðarblað Efri-Hundadalur.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
16. 2106004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 118
1. Umsókn um framkvæmdaleyfi - Snæfellsvegur (54) - 2106018
2. Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt á jörðinni Hallsstaðir - 2106028
3. Skoravík L137786 og Skoravíkurland 3 L218570; Sameining jarða - 2107004
4. Borgarbyggð, ósk um umsögn vegna br. á aðalskipulagi - 2107005
5. Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers - 2003041
6. Stofnun lóðar í landi Þverfells, L137897 - 2108002
7. Sámsstaðir 2 - umsókn um byggingarleyfi - 2108004
8. Umsókn um byggingarleyfi - 2106026
9. Framlenging á stöðuleyfi - 2009031
10. Nýr reiðvegur hjá Búðardal 2108013
11. Umsókn um landskipti á lóð út úr jörðinni Fremri-Hundadalur 2108011
12. Loftslagsstefna Dalabyggðar 2101044
13. Beiðni um rökstuðning vegna hæfis í umhverfis- og skipulagsnefnd 2107017
14. Tilkynning Skipulagsstofnunar um tafir á afgreiðslu mála skv. stjórnsýslulögum 2108003
15. Erindi frá Svavari Garðarssyni vegna umhverfis- og umhirðumála í Búðardal 2108012

Til máls tóku: Skúli, Eyjólfur, Ragnheiður, Einar, Skúli (annað sinn) og Ragnheiður (annað sinn) varðandi 8. dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða.
17. 2105008F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 24
1. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016
2. Stefna atvinnumálanefndar 2021 - 2102016

Samþykkt samhljóða.
18. 2107002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 274
1. Fjárhagsáætlun 2021 - Viðauki V - 2108006
2. Klofningsvegur nr. 590, vegur fyrir Strandir - 2104007
3. Héraðsnefnd Dalasýslu lögð niður - 2108005
4. Fjallskil 2021 - 2105005
5. Fjallskil 2020 - 2005034
6. Flutningur dýrahræja til förgunar - útboð - 2107001
7. Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs - 2107024
8. Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða - 2107023
9. Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Ársreikningur 2019 - 2102018
10. Nýsköpunarsetur í Dalabyggð - 2005027
11. Styrkur vegna tónlistarnáms utan sveitarfélags - 2108015
12. Sælingsdalslaug 2021 - 2102028
13. Notkun á íþróttahúsinu á Laugum - 2108016
14. Íþróttaskóli á opnunartíma Sælingsdalslaugar á laugardögum - 2101027
15. Fundartími byggðarráðs september 2021 til maí 2022 - 2005023
16. Erindi vegna vegar að hesthúsahverfinu í Búðardal - 2107012
17. Aðgengi að tónlistarnámi - 2103048
18. Framkvæmdir 2021 - 2105020
19. Beiðni um upplýsingar varðandi vatnsgjald og leiðbeiningar ráðuneytisins þar að lútandi - 2105018
20. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025 - 2104022
21. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2107021
22. Skilgreining opinberrar þjónustu og jöfnun aðgengis - 2108019

Samþykkt samhljóða.
19. 2108005F - Byggðarráð Dalabyggðar - 275
1. Notkun á íþróttahúsinu á Laugum - 2108016
2. Uppsögn á samningi vegna Vinlandsseturs - 2107024
3. Uppsögn á samningi vegna Eiríksstaða - 2107023
4. Laugar í Sælingsdal - tilboð - 2107021

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
20. 2101003 - Fundargerðir stjórnar - Dalaveitur - 2021
Fundargerðir stjórnar Dalaveitna ehf. frá 27.05.2021 og 26.08.2021 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalaveitur ehf - 38.pdf
Dalaveitur ehf - 37.pdf
21. 2002009 - Fundargerðir Almannavarnanefndar Vesturlands
Fundargerð Almannavarnanefndar Vesturlands frá 27.08.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
AVN fundur 2021-08-27 Minnispunktar.pdf
22. 2101006 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses - 2021
Fundargerð stjórnar Bakkahvamms frá 19.08.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms hses 19.8.2021.pdf
23. 2101007 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga - 2021
Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 26.08.2021 lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 900.pdf
Mál til kynningar
24. 2108020 - Haustþing SSV 2021
Haustþing SSV verður haldið 29. september í Árbliki.
Fundarboð lagt fram.

Lagt fram til kynningar.
Haustþing 2021-fundarboð.pdf
25. 2009029 - Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum
Drög að reglugerð um sameiningu Kjósarsvæðis við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands.
Lagt fram til kynningar.
UMH21070007 Sameining heilbrigðiseftirlitssvæða.pdf
26. 2108021 - Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna
Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna.pdf
27. 2002049 - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Bréf frá félags- og barnamálaráðherra og UNICEF lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Dalabyggð.pdf
28. 1911028 - Undirbúningur íþróttamannvirkja í Dalabyggð
Minnisblað lagt fram.
Til máls tók: Kristján

Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1911028 - íþróttamannvirki undirbúningur_staðan sept21.pdf
29. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun.
Til máls tóku: Eyjólfur, Kristján.

Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver í landi Sólheima.pdf
30. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun.
Lagt fram til kynningar.
Vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða.pdf
31. 2006010 - Samstarf safna á Vesturlandi
Skýrsla starfshóps og fréttatilkynning lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
Aukin samvinna safna sveitarfélaga á Vesturlandi _loka.pdf
Samstarf safna á Vesturlandi_19052021_SSV.pdf
210831-Fréttatilkynning-Útgáfa skýrslu.pdf
32. 2105005 - Fjallskil 2021 - Smitvarnir
Leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna Covid-19 lagðar fram.
Lagt fram til kynningar.

Samkvæmt leiðbeiningum um smitgát í réttum skal tilnefna sóttvarnarfulltrúa í hverri rétt. Sveitarstjórn samþykkir að fela réttarstjóra í hverri rétt hlutverk sóttvarnarfulltrúa. Fjallskilanefnd á hverjum stað hefur umboð til að skipa annan aðila sóttvarnarfulltrúa ef nefndin telur það auðvelda framkvæmd rétta.

Samþykkt samhljóða.

Leiðbeiningar vegna gangna og rétta 2021 vegna Covid19.pdf
33. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
punktar_covid_sveitarstjórn sept.pdf
34. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. - Aðalfundarboð
Aðalfundir Fóðuriðjunnar Ólafsdal ehf. 2015-2020 hafa verði boðaðir 13.09.2021. Aðalfundarboð lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Aðalfundarboð.pdf
35. 2109005 - Skýrsla um verkefnið Störf án staðsetningar.
Skýrsla forsætisráðuneytisins um verkefnið "Störf án staðsetningar" lögð fram.
Til máls tók: Eyjólfur.

Í ljósi nýútkominnar skýrslu um „Störf án staðsetningar“ skorar Sveitarstjórn Dalabyggðar á öll ráðuneyti Stjórnarráðs Íslands að fjölga störfum án staðsetningar. Af skýrslunni að dæmi er ljóst að vandamálið liggur víða hjá stjórnendum einstakra stofnanna að vilja auglýsa opinber störf án staðsetningar.
Sveitarstjórn Dalabyggðar telur að auglýsa ætti öll opinber störf sem hægt er að sinna án staðsetningar utan höfuðborgarsvæðisins á næstu árum og feta þannig í fótspor Danmerkur sem auglýsa öll ný opinber störf utan Kaupmannahafnar.

Samþykkt samhljóða.
Skýrsla um störf án staðsetningar ágúst 2021_lokaeintak .pdf
36. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Minnisblað lagt fram.
Lagt fram til kynningar.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra september 2021.pdf
37. 2008005 - Málefni Auðarskóla
Trúnaðarmál
Fært í trúnaðarbók.
Einar Jón Geirsson og Sindri Geir Sigurðarson viku af fundi undir dagskrárlið 37. Kristján Sturluson sveitarstjóri ritaði fundargerð undir dagskrárlið 37.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei