Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 149

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
04.09.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Hlynur Torfi Torfason Skipulagsfulltrúi, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri
Lagt er til að mál nr. 2409001, Umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógum, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 5.

Lagt er til að mál nr. 2409003, Umsókn um byggingarleyfi Ljárskógar 26, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 6.

Lagt er til að mál nr. 2405003, Aðkomutákn við Búðardal, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 7.

Lagt er til að mál nr. 2409004, Umsókn um breytingu á hönnun að Jörfa, verði bætt á dagskrá og verði dagskrárliður nr. 8.

Samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
Margrét Róbertsdóttir starfsmaður Eflu sat fundinn undir lið 1.
1. 2308002 - Deiliskipulag í Búðardal
Farið yfir stöðu vinnu við gerð uppfærðs deiliskipulags við Efstahvamm, Brekkuhvamm og Lækjarhvamm og svæðið þar í kringum sem Efla er að vinna að. Er það svæði sem um ræðir undanskilið þeim hluta Búðardals sem Arkís vinnur nú að gerð deiliskipulags á.
Umræður spunnust um deiliskipulagið og þau drög sem kynnt voru. Samþykkt að vinna málið áfram á milli funda þannig að hægt verði að leggja fram tillögu um uppfært skipulag á næsta fundi nefndarinnar.
2. 2408011 - Vindorkuver í landi Sólheima, umhverfismatsskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfismatsskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Sólheima.
Umhverfis- og skipulagsnefnd óskar eftir lengri tímafresti til þess að gefa umsögn um framkomna umhverfismatsskýrslu um vindorkugarð í landi Sólheima.
Skýrslan er gríðarlega efnismikil og snertir það marga viðamikla þætti í innviðum í Dalabyggð, og stangast á við gildandi aðalskipulag. Í ljósi framangreinds óskar nefndin eftir því að fá rýmri frest til að skila af sér umsögn eða þar til eftir næsta reglubundna fund umhverfis- og skipulagsnefndar sem verður haldinn 2. október n.k.
3. 2408013 - Vindorkuver í landi Garpsdals umhverfisskýrsla
Rædd drög að umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu varðandi vindorkugarð í landi Garpsdals í Reykhólasveit.
Sveitarstjóra falið að ganga frá umsögn Dalabyggðar um fyrirliggjandi umhverfisskýrslu í landi Garpsdals, í samstarfi við skipulagsfulltrúa, í samræmi við umræður á fundinum.
4. 2408008 - Umsókn um byggingarleyfi Rauðbarðaholt 3
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Rauðbarðaholti 3.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir útgáfu byggingarleyfis með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.
5. 2409001 - Umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 17, 6 hús, hvert um sig 20,4 fermetrar.
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun.
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
6. 2409003 - Umsókn um byggingarleyfi Ljárskógaströnd 26
Framlögð umsókn um byggingarleyfi að Ljárskógaströnd 26, 2 hús, 24 fermetrar hvort.
Umsóknin er í samræmi við deili- og aðalskipuskipulagsbreytingar sem nú eru í ferli hjá Skipulagsstofnun.
Ekki er unnt að gefa út byggingarleyfi fyrr en skipulögin bæði hafa tekið gildi og fullnægjandi gögn hafa borist byggingarfulltrúa. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að þessum formsatriðum uppfylltum.
7. 2405003 - Aðkomutákn við Búðardal
Við hátíðarathöfn 17. júní sl. var tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal.
Búið er að gera samning við höfund og unnið er að vinnslu verksins og uppsetningu þess.
Lögð er fyrir nefndina tillaga að staðsetningu sem unnin var með tilliti til viðmiða Vegagerðarinnar um fjarlægð frá vegi.
Lagt er til að verkið standi sunnan við þorpið til hliðar við afleggjara upp að hesthúsahverfi í landi Dalabyggðar.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að staðsetningu.
adkomutakn-afstada.pdf
8. 2409004 - Umsókn um breytingu á hönnun að Jörfa
Framlögð gögn varðandi breytingu á hönnun, fyrir liggur gildandi byggingarleyfi.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir beiðni um breytingu á fyrirliggjandi hönnun með fyrirvara um að fullnægjandi gögn hafi borist byggingarfulltrúa.
Mál til kynningar
9. 2408007 - Framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar
Framlögð til upplýsinga framkomin skýrsla varðandi framtíð verndarsvæðis Breiðafjarðar.
Breidafjardarskyrsla-juni-2024..pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei