| |
1. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar | |
Skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Dalabyggðar hefur verið send umsagnaraðilum og gerð aðgengileg almenningi, þar sem óskað var eftir umsögnum, athugasemdum og ábendingum fyrir 15. apríl. Alls bárust 20 umsagnir: Frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Vegagerðinni, Veðurstofunni, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landgræslunni, Isavia, Landsneti, Félagi skógarbænda á Vesturlandi, Skógræktinni, Breiðafjarðarnefnd, Húnaþingi vestra, Eyja- og Miklaholtshreppi, Eigendum jarðarinnar Hamra, Valdísi Einarsdóttur, Samgöngustofu og sauðfjár- og skógarbændum á Hrútsstöðum.
Niðurstaða: Innkomnar umsagnir eru lagðar fram og verða hafðar til hliðsjónar í skipulagsferlinu sem fram undan er. | | |
|
2. 2003022 - Kortlagning beitilanda sauðfjár | Nefndin frestar afgreiðslu þessa máls. | | |
|
3. 2003038 - Mögulegt brottnám skipsins Blíðu SH-277 sem sökk á Breiðafirði | Nefndin leggur til að ekki verði gerðar athugasemdir við framkvæmdina. | | |
|
5. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar | |
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Hróðnýjarstaða í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst. | | |
|
6. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindlundar | |
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að útfæra fyrirkomulag fyrirhugaðs kynningarfundar vegna aðalskipulagsbreytingar í landi Sólheima í samráði við framkvæmdaraðila og verkfræðistofuna Eflu. Vegna þeirra aðstæðna sem nú ríkir í þjóðfélaginu, þar sem m.a. er í gildi samkomubann fyrir fleiri en 50 manns, er ljóst að kynningarformið verður ekki með hefðbundnum hætti. Lögð er áhersla á að fyrirhuguð kynning verði sem fyrst. | | |
|
7. 1804023 - Gildubrekkur í Hörðudal - deiliskipulag | |
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 13.1.2020 að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi Gildubrekkna í Hörðudal í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Tillagan var auglýst frá 5.3-17.4.2020. Umsagnir hagsmunaaðila lagðar fram.
Alls bárust sex umsagnir og athugasemdir.
Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við tillöguna en bendir á að móta skal tengingar svæðisins við þjóðveg.
Umhverfisstofnun telur að svæðið sem deiliskipulagstillagan nær til sé hvorki á náttúruverndarsvæðum né á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Stofnunin áréttar að veitt var umsögn varðandi verkefnið í fyrri auglýsingu og hefur verið brugðist við þeim ábendingum.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bendir á misræmi í texta og greinargerð og hefur það verið leiðrétt. Auk þess setur HeV út á að rotþrær séu ekki staðsettar innan byggingarreita. Þetta verður lagfært fyrir endanlega afgreiðslu.
Samgöngustofa gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Veðurstofa Íslands gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
AM PRAXIS fyrir hönd Þorsteins Einarssonar, eiganda aðliggjandi sumarbústaðalands í Hvammi, gerir annars vegar athugasemdir við stjórnsýslu Dalabyggðar vegna deiliskipulagsferlisins og útgefins byggingarleyfis og hins vegar deiliskipulagstillöguna.
Athugasemd 1 í bréfi AM PRAXIS lýtur að útgáfu byggingarleyfis þriggja smáhýsa á svæðinu. Dalabyggð áréttar að ýmis mistök urðu til þess að eftir samþykkt sveitarstjórnar á útgáfu leyfis láðist að gefa út gilt byggingarleyfi. Eftir stendur að fyrir lá samþykki fyrir leyfinu í umhverfis- og skipulagsnefnd sem og í sveitarstjórn. Það er mat umhverfis- og skipulagsnefndar að tilvist umræddra húsa standi ekki í vegi fyrir samþykkt skipulagstillögu.
Athugasemd 2 í bréfi AM PRAXIS setur út á meðferð málsins hjá skipulagsyfirvöldum í Dalabyggð. Fallast má á að gallar hafi verið á málsmeðferð. Skipulagstillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulaga nr. 123/2010, frá 7. júní til 20. júlí 2018 og í kjölfarið var ákveðið að framlengja athugasemdafrestinn til 6. september 2018. Frá áramótum 2018-19 til 1. júlí 2019 urðu miklar mannabreytingar hjá skipulagsyfirvöldum í Dalabyggð og varð þess að valdandi að ekki náðist að klára auglýsingu deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Auk þess er gerð athugasemd við samskipti við skipulagsyfirvöld, þ.e. skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Á þessum tíma var ekki starfandi byggingarfulltrúi á svæðinu en verktaki með aðsetur á Ísafirði sinnti málefnum sveitarfélagsins í þessum málaflokki frá byrjun apríl til byrjun júlí 2019. Ljóst má telja að þetta fyrirkomulag var ekki til þess fallið að auðvelda úrvinnslu mála og samskipti.
Varðandi athugasemd sem lýtur að auglýstu deiliskipulagi að það sé ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag, þá skal tekið fram að verið er að auglýsa téða breytingu á aðalskipulagi og hefur Skipulagsstofnun staðfest breytinguna. Auglýsing skipulagsins birtist von bráðar í B-deild Stjórnartíðinda og öðlast hún þá þegar gildi. Því er ljóst að deiliskipulag Gildubrekkna mun samræmast aðalskipulagi Dalabyggðar þegar tillagan hefur fengið afgreiðslu í sveitarstjórn.
Athugasemd 3 í bréfi AM PRAXIS, 1. liður: byggingarmagn.
A: Athugasemd sem lýtur að of miklu byggingarmagni. Nefndin telur athugasemdina réttmæta og leggur til að byggingarmagn verði minnkað á hluta deiliskipulagsins sem liggur að lóð Hvamms. B: Athugasemd sem varðar, að hluti deiliskipulagssvæðisins sé á votlendi, og jarðraski. Nefndin vitnar í afgreiðslu Umhverfisstofnunar sem gerir ekki athugasemdir við skipulagið. C: Engin áform eru uppi um að byggja hús með svefnloftum. D: Athugasemd sem lýtur aftur að byggingarmagni. Verulega verður dregið úr byggingarmagni eða um 700 - 800 m2 á reitum sem liggja næst landi Hvamms.
2. - 4. liður: sjón- og hávaðamengun og umferð. Tekið verður tillit til athugasemdanna og byggingarmagn minnkað. 5. liður: Nefndin telur að loft- og hljóðmengun frá vegi verði óveruleg.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki deiliskipulag fyrir Gildubrekkur sem auglýst hefur verið öðru sinni. Samþykktin verði í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem gerðar voru í kjölfar ofangreindra ábendinga. Samþykkt.
| | |
|
8. 2004015 - Deiliskipulag í landi Erpsstaða | |
Nefndin tekur jákvætt í að farið verði í gerð deiliskipulags og sveitarfelagið fari í breytingar á aðalskipulagi samhliða. | | |
|
9. 2004020 - Deiliskipulag í landi Þurraness | |
Nefndin mælir með verkefninu, með fyrirvara um að svæðið falli undir flokk 2 í flokkun landbúnaðarlands. | | |
|
10. 2005010 - Deiliskipulag í landi Ytri Hrafnabjarga | |
Nefndin tekur jákvætt í erindið. | | |
|
11. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024 | |
Nefndin bendir á að fram undan séu stór verkekfni á sviði skipulagsmála á næstu misserum, s.s. vegna vindorkuverkefna, vinnu við aðalskipulag og fleira. | | |
|
12. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting | |
Nefndin hefur kynjasamþættingu í huga við vinnu sína og horft verði til slíks í aðalskipulagi. | | |
|
14. 2005015 - Hljóðmön við Vestfjarðaveg | |
Hönnunargögn liggja ekki fyrir og felur nefndin skipulagsfulltrúa að vinna að framgangi málsins. | | |
|
15. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Vesturbraut í Búðardal | |
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulags- og matslýsing verði samþykkt sbr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana í samræmi við ákvæði skipulagsreglugerðar. | | |
|
| |
4. 2004024 - Umsókn um byggingarleyfi - Magnússkógar 3 | |
Málið lagt fram til kynningar og því vísað til Bygingarfulltrúa. | | |
|
13. 2003036 - Friðlýst æðarvörp - 18.3.2020 | |
Nefndin leggur áherslu á að taka skráningu friðlýsts æðavarps inn í aðalskipulag. | | |
|