Til bakaPrenta
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 193

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
22.06.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti,
Ragnheiður Pálsdóttir varaoddviti,
Skúli Hreinn Guðbjörnsson aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Pálmi Jóhannsson aðalmaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Ingi Arnarsson, umsjónarmaður framkvæmda


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806009 - Kjör oddvita og varaoddvita
Kosning oddvita og varaoddvita til eins árs sbr. 7. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.
Til máls tók: Skúli
Tillaga að Eyjólfur Ingvi Bjarnason verði oddviti.
Samþykkt samhljóða.

Oddviti leggur til að Ragnheiður Pálsdóttir verði varaoddviti.
Samþykkt af fimm (EIB, SHG, SHS, RP og ÞJS). Tveir sitja hjá (EJG og PJ).
2. 1806010 - Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð
Kosning aðal- og varamanna í byggðarráð til eins árs sbr. 27. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.
Oddviti ber fram tillögu um skipun byggðarráðs:
Skúli Hreinn Guðbjörnsson, Þuríður Sigurðardóttir og Einar Jón Geirsson.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga að varamönnum byggðarráðs:
1. Sigríður Huld Skúladóttir
2. Ragnheiður Pálsdóttir
3. Pálmi Jóhannsson
Samþykkt samhljóða

Tillaga að Skúli Hreinn Guðbjörnsson verði formaður byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

Tillaga að Einar Jón Geirsson verði varaformaður byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
3. 1806011 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar
Ingibjörg Anna Björnsdóttir, 1. varamaður í fræðslunefnd, hefur beðist lausnar vegna brottflutnings.
Lagt er til að núverandi varamenn hliðrist fram um eitt sæti og Ragnheiður Pálsdóttir komi inn í nefndina sem nýr varamaður og verði fimmti varamaður. Röð varamanna verði því þessi:
1. Guðrún B. Blöndal Ásgeirsdóttir
2. Anna Berglind Halldórsdóttir
3. Sindri Geir Sigurðarson
4. Eyjólfur Ingvi Bjarnason
5. Ragnheiður Pálsdóttir

Samþykkt samhljóða.
4. 2005033 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki IV.
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 2:
2005033 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki IV.
Tillaga að viðauka í samræmi við sviðsmynd 1 sem kynnt var á fundi sveitarstjórnar 14. maí sl.Í viðaukanum felst lækkun tekna um kr. 43.462.000 (3% lækkun útsvars og 15% lækkun frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga) og lækkun fjárfestinga um kr. 14.000.000 (Dalabúð 6.000.000, sorphirða 6.000.000 og Laugar 2.000.000).
Byggðarráð leggur til að haldinn verði vinnufundur sveitarstjórnar þar sem farið verði yfir endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2020.
Samþykkt samhljóða.

Breytingartillaga frá sveitarstjóri:
Lántaka vegan Dalaveitna ehf. hækki úr kr. 15.000.000 í kr. 30.000.000. Við bætist styrkur kr. 12.700.000 og samsvarandi útgjöld vegna framvæmda Dalaveitna (einn sytkhæfur staður bætist við á Skarðsströnd og ljósleiðari lagður yfir Svínadal).

Tillaga um að Dalabyggð sé heimilt að lána Bakkahvammi hses allt að kr. 2.000.000 til viðbótar það sem þegar hefur verið lánað. Lánið er tímabundið þar til lán frá HMS til 50 ára hefur verið greitt út.

Til máls tók: Kristján.

Breytingartillaga tekin til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.

Viðauki IV við fjárhagsáætlun 2020 til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð IV.pdf
R. Yfirlit viðauka 2020_Dalabyggð IVa skv. breytingartillögu.pdf
5. 2005034 - Fjallskil 2020
Lagt fram minnisblað Ólafs Dýrmundssonar um smölun heimalanda og skyldu fjáreigenda til að sækja fé í réttir.
Sveitarstjórn beinir því til fjallskilanefnda að ljúka undirbúningi vegna fjallskila fyrir 10. ágúst vegna fjallskila haustið 2020. Fjártölur hafa þegar verið sendar til fjallskilanefnda. Jafnframt eru fjallskilanefndir beðnar um að kynna sér minnisblað Ólafs Dýrmundssonar um álitamál vegna fjallskila sem upp komu haustið 2019 svo verklag sé klárt komi upp slík tilvik aftur í haust.
Samþykkt samhljóða.
Dalabyggð álit vegna tveggja spurninga um fjallskilamál - Ólafur Dýrmundsson.pdf
6. 1910017 - Samskipti við Heilbrigðisstofnun Vesturlands varðandi Silfurtún.
Úr fundargerð 187. fundar sveitarstjórnar 13.02.2020, dagskrárliður 16:
1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Úr fundargerð 29. fundar stjórnar Silfurtúns 04.02.2020, dagskrárliður 4:
1910017 - Könnun á samstarfi Silfurtúns og Fellsenda
Greinargerð ráðgjafa lögð fram.
Stjórnin leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir því að Heilbrigðisstofnun Vesturlands taki við rekstri Silfurtúns.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók: Ragnheiður
Samþykkt samhljóða.

Úr fundargerð 24. fundar stjórnar Silfurtúns 16.06.2020, dagskrárliður 3:
1910017 - Svar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna rekstrar Silfurtúns
Í svari HVe kemur fram að stofnunin hafni beiðni Dalabyggðar um að taka við rekstri Silfurtúns. Stjórn Silfurtúns hvetur sveitarstjórn til að halda áfram með málið gagnvart heilbrigðisráðuneytinu.

Lögð fram bréf Dalabyggðar til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og svar stofnunarinnar.

Formanni stjórnar Silfurtúns og hjúkrunarframkvæmdastjóra falið í samráði við sveitarstjóra að taka saman greinargerð sem verði til að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða.
Bréf - Dalabyggð til HVe vegna Silfurtúns.pdf
Svar við bréfi frá Dalabyggð 20.05.20.pdf
7. 2006014 - Lántaka vegna framkvæmda Dalaveitna ehf.
Til máls tók: Kristján.

Dalabyggð samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Dalaveitna ehf. kt: 590117-1880 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til fjármögnunar lagningu ljósleiðara í Dalabyggð sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Kristjáni Sturlusyni, kt: 110858-2549, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Dalabyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Tekið verður lán í lánaflokki LSS34 til 14 ára, 1. gjalddagi 4.4.2021.

Samþykkt samhljóða.
Minnisblað - 2006014 - Lánaskilmálar.pdf
8. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 105. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.06.2020, dagskrárliður 1:
2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindorkuvers til raforkuframleiðslu í landi Sólheima.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14.11.2019 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar í landi Sólheima í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.

Nú er lagður fram uppdráttur og greinargerð sem sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt/greinargerð og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Jafnframt vill nefndin koma því á framfæri við sveitarstjórn að íhugað verði að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu.
Kristján Sturluson, sveitarstjóri, sat fundinn undir þessum lið en vék af fundi kl. 14.

Til máls tóku: Ragnheiður, Kristján og Eyjólfur.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar. Jafnframt felur sveitarstjórn byggðarráði að ákveða með hvaða hætti viðhorfskönnun verður framkvæmd.
Samþykkt samhljóða.
7358-003-ASK-006-V01 Sólheimar vindorkugarður askbr.pdf
Sólheimar_aðalskipulagsbreyting_lett.pdf
9. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Úr fundargerð 105. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.06.2020, dagskrárliður 2:
2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
Fyrir liggur tillaga að breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016. Breytingin varðar skilgreiningu iðnaðarsvæðis vegna uppbyggingar vindlundar til raforkuframleiðslu í landi Hróðnýjarstaða.
Á fundi sveitarstjórnar þann 14.11.2019 var samþykkt að vinna að aðalskipulagsbreytingu vegna breyttrar landnotkunar í landi Hróðnýjarstaða í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Lýsing vegna breytinganna hefur þegar verið samþykkt. Umsagnir þar til bærra aðila liggja fyrir og hefur verið haldinn íbúafundur þar sem breytingarnar voru kynntar.

Nú er lagður fram uppdráttur og greinargerð sem sýnir tillögu að aðalskipulagsbreytingunni.

Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir framlagðan uppdrátt/greinargerð og að hann skuli auglýstur í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

Jafnframt vill nefndin koma því á framfæri við sveitarstjórn að íhugað verði að láta framkvæma viðhorfskönnun meðal íbúa í Dalabyggð gagnvart nýtingu vindorku til raforkuvinnslu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
7358-006-ASK-001-V02 Hróðnýjarstaðir Dalabyggð askbr-Aðalskipulagsbreyting-000.pdf
7358-006-ASK-002-V01 Hróðnýjarstaðir.pdf
10. 2006001 - Deiliskipulag í landi Haukabrekku
Úr fundargerð 105. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.06.2020, dagskrárliður 3:
2006001 - Deiliskipulag í landi Haukabrekku
Sótt er um vinnslu nýs deiliskipulags undir frístundabyggð í landi Haukabrekku.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og mælist til að sveitarstjórn samþykki að unnin verði tillaga að deiliskipulagi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að vinna tillöguna án skipulagslýsingar þar sem meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi.

Tillaga umhverfis- og skipulagsnefndar samþykkt samhljóða.
Haukabrekka - dsk ósk.pdf
Haukabrekka tillag dsk 160427.pdf
Haukabrekka grg 1999.pdf
Lodamork_Haukabrekka.pdf
11. 2005025 - Sjálfboðavinnuverkefni 2020
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 6:
2005025 - Sjálfboðavinnuverkefni 2020
Auglýst var eftir styrkjum til sjálfboðaliðaverkefna í Dalapóstinum og á vef Dalabyggðar, umsóknarfrestur var til 18. maí. Tvær umsóknir bárust frá einum aðila.
Framlag vegna skjólbeltis samþykkt.
Afgreiðslu á umsókn um lokun skurðar frestað. Óskað verði eftir samþykki frá lóðarhafa og að umsjónarmaður framkvæmda hjá sveitarfélaginu hafi samþykkt hvernig verkefninu verði hagað.
Samþykkt samhljóða.

Fyrir liggur samþykkt lóðarhafa fyrir framkvæmdinni.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina með því skilyrði að umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð hafi yfirfarið og samþykkt hvernig verkefninu verður hagað áður en styrkþegi hefst handa við sjálfboðavinnuverkefnið.
Samþykkt samhljóða.
Loka skurði á milli lóða.pdf
12. 2005041 - Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 17:
2005041 - Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020
Samþykkt, með fyrirvara um afgreiðslu í stjórn Dalaveitna ehf., að leggja inn fimm umsóknir, eina vegna veiðihúss á Skarðsströnd og fjórar vegna tengingar á Svínadal.
Samþykkt samhljóða.

Fjarskiptasjóður hefur ákveðið að bjóða sveitarfélaginu samning um styrk að upphæð 7,5 m.kr. vegna umsóknar nr. 4 og 1,2 m.kr. vegna umsóknar nr. 1. Því til viðbótar hefur ráðuneytið, á grundvelli byggðasjónarmiða ákveðið að bjóða sveitarfélaginu samning um byggðastyrk að upphæð 4 m.kr.

Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn staðfestir samninga við Fjarskiptasjóð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna aukaúthlutunar til verkefnisins Ísland ljóstengt 2020.
Samþykkt samhljóða.
Ísland ljóstengt - aukaúthlutun - skilmálar.pdf
Ísland ljóstengt - aukaúthlutun - umsóknargögn.pdf
Dalabyggð-aukaúthlutun 2020.pdf
Byggðastyrkir 2020_Dalabyggð.pdf
Samningur um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2020_2021.pdf
Samningur um aukaúthlutun vegna lósleiðaravæðingar 2020.pdf
13. 2004013 - Forsetakosningar 2020 - kjörskrá
Kjörskrá fyrir Dalabyggð vegna forsetakosninga 27.06.2020 lögð fram til staðfestingar.
Ein leiðrétting á kjörskrá.
Á kjörskrá eru 468, 243 karlar og 225 konur.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða kjörskrá í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.
Leiðbeiningar um meðferð kjörskrástofna vegna forsetakosninga 27. júní 2020.pdf
14. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018 (notendaráð), 838. mál.
Til kynningar, ekki verður send umsögn við frumvarpið.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr 38_2018 (notendaráð) 838 mál.pdf
15. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Úr fundargerð 106. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 15.06.2020, dagskrárliður 1:
2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 14. maí 2020 að auglýsa skipulagslýsingu frá Eflu fyrir nýtt deiliskipulag iðnaðar-og athafnasvæðis við Iðjubraut í Búðardal í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnar- og athugasemdarfrestur var til 10. júní sl. og bárust alls sjö umsagnir; frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, RARIK og Veðurstofu Íslands.

Er nú lögð fram tillaga (greinargerð og uppdráttur) að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og athafnasvæði við Iðjubraut.
Umhverfisstofnun bendir á að votlendi sem falli undir lið A í 1. mgr. 61. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd sé að hluta til inn á skipulagssvæðinu. Skipulagsnefnd bendir á að um framræst svæði er að ræða og ef um er að ræða votlendi á umræddu svæði þá verður fjallað um það sérstaklega í skipulagstillögunni og umhverfisskýrslu.

Aðrar ábendingar og umsagnir frá þar til bærum stofnunum voru teknar til skoðunar við vinnslu tillögunnar.

Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrirliggjandi tillögu og greinargerð að deiliskipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis við Iðjubraut og er skipulagsfulltrúa falið að setja skipulagið í lögbundið auglýsingaferli sbr. 40. og 41. grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð (sem hefur verið uppfærð m.t.t. umsagnar Umhverfisstofnunar) að deiliskipulagi athafna- og iðnaðarsvæðis við Iðjubraut og er skipulagsfulltrúa falið að setja skipulagið í lögbundið auglýsingaferli sbr. 40. og 41. grein skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
7358-009-DSK-001-V02 Iðjubraut.pdf
7358-009-SKY-001-V02 Iðjubraut.pdf
7358-009 Skipulagslysing_Iðjubraut-080520.pdf
Umsögn frá Skipulagsstofnun.pdf
Umsögn NÍ.pdf
Deiliskipulag fyrir iðnaðar- og athafnasvæði í Búðardal í Dalabyggð - RARIK.pdf
Lýsing-iðnaðar og athafnasvæði við Iðjubraut-skipulagsstofnun.pdf
Iðjubraut umsögn frá Samgöngustofu.pdf
Iðjubraut umsögn frá MÍ.pdf
Dalabyggð - Búðardalur - deiliskipulagslýsing - svar VÍ.pdf
Umsögn frá Umhverfisstofnun.pdf
Deiliskipulag við Iðjubraut - uppfærð útgáfa.pdf
16. 2005044 - Fundir sveitarstjórnar sumarið 2020
Fundur sveitarstjórnar í júlí fellur niður vegna sumarleyfa. Næsti fundur sveitarstjórnar verði fimmtudaginn 13. ágúst. Á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi fer byggðarráð með sömu heimildir og sveitarstjórn hefur ella sbr. 32. grein samþykktar um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar nr. 391/2018.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2004004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 56
Á dagskrá 56. fundar félagsmálanefndar 27.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
2. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
3. 1809016 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
4. 2005030 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19
5. 2005031 - Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19
6. 1912029 - Jafnréttisþing 2020

Samþykkt samhljóða.
18. 2005002F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 17
Á dagskrá 17. fundar atvinnumálanefndar 26.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
2. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
3. 2001047 - Fréttir frá verkefnastjóra

Samþykkt samhljóða.
19. 2005006F - Byggðarráð Dalabyggðar - 246
Á dagskrá 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði
2. 2005033 - Fjárhagsáætlun 2020 - Viðauki IV
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
4. 2001001 - Mál frá Alþingi til umsagnar - 2020
5. 2005028 - Leiga beitar- og ræktunarlands og matjurtargarður
6. 2005025 - Sjálfboðavinnuverkefni 2020
7. 2005027 - Nýsköpunarsetur í Dalabyggð
8. 2002020 - Umsókn um styrk - fasteignagjöld - UMF Ólafur Pái
9. 2001050 - Hnúksnes
10. 1911019 - Samstarfssamningur 2020
11. 2005001 - Staða varðandi frístundasvæði í Sælingsdalstungu.
12. 2005032 - Beiðni um afnot af Árbliki fyrir fund frá ferðaþjónustuaðilum í Dalabyggð
13. 2005024 - Afnot af eldhúsi í Dalabúð
14. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
15. 2005004 - Vinnuskóli Dalabyggðar sumarið 2020
16. 2003023 - Samningur um refaveiðar 2020-2022
17. 2005041 - Ísland ljóstengt, aukaúthlutun 2020
18. 2005042 - Verðskrá 2020 fyrir tjaldsvæðið við
19. 2005040 - Heimsókn frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti 3. júní
20. 2005026 - Bréf Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga til sveitarstjórna 2020
21. 2005031 - Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19
22. 2005030 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19
23. 1912023 - Starfsemi Skeljungs Vesturbraut 20 Búðardal
24. 2004022 - Samningur um tæmingu rotþróa
25. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
26. 2005036 - Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna áhrifa Covid-19 á opinber fjármál
27. 1807013 - Vínlandssetur
28. 1911008 - Tilboð vegna fráveitu í Búðardal, landagnir

Til máls tók: Einar vegna mála nr. 5, 15 og 11.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
20. 2005005F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 97
Á dagskrá 97. fundar fræðslunefndar 04.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 1909027 - Skólastarf Auðarskóla 2019-2020
2. 1901032 - Farsímanotkun nemenda á skólatíma
3. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
4. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
5. 2006003 - Merkingar á skólabílum
6. 2002042- Framhaldsskólanám, mögulegt samstarf við Menntaskóla Borgarfjarðar
7. 2001056 - Íþrótta- og tómstundastefna Dalabyggðar
8. 2003011 - Auglýst eftir sveitarfélögum til þátttöku í samstarfsverkefni
9 2005037 - Boðun um ytra mat Auðarskóla

Samþykkt samhljóða.
21. 2005004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 105
Á dagskrá 105. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 05.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2003041 - Sólheimar - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
2. 2003042 - Hróðnýjarstaðir - breyting á aðalskipulagi vegna vindorkuvers
3. 2006001 - Deiliskipulag í landi Haukabrekku
4. 1911005 - Klofningur, áningastaður - hönnun og undirbúningur
5. 2005039 - Landvarsla við Breiðafjörð 2020
6. 2006007 - Litli-Langidalur - Umsókn um byggingarleyfi fyrir breyttu útliti og breyttri notkun húss
7. 2006008 - Lækjarhvammur 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Samþykkt samhljóða.
22. 2006003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 106
Á dagskrá 106. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 15.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2005016 - Iðnaðarsvæði við Iðjubraut í Búðardal
2. 2002039 - Lífræn lindarböð
3. 2006012 - Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags fyrir Dalabyggð
4. 2006017 - Umhverfisdagar í Dalabyggð

Samþykkt samhljóða.
23. 2005003F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 10
Á dagskrá 10. fundar menningarmálanefndar 11.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001002 - Bæjarhátíð sumar 2020
2. 2006010 - Ráðstefna um aukið samstarf safna á Vesturlandi
3. 2005013 - Menningarviðburðir í Dalabyggð

Samþykkt samhljóða.
24. 2005009F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 34
Á dagskrá 34. fundar stjórnar Silfurtúns 16.06.2020 voru eftirtalin mál:
1. 2001053 - Rekstur Silfurtúns 2020
2. 2001028 - Útboð/verðkönnun vegna mötuneytis.
3. 1910017 - Svar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands vegna rekstrar Silfurtúns
4. 2005038 - Vinnuhópur lítilla hjúkrunarheimila innan SFV
5. 2005029 - Fundir SFV 2020

Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
25. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamms hses
Fundargerð fundar stjórnar Bakkahvamms hses frá 27.05.2020 lögð fram.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 27_05_2020.pdf
26. 1902003 - Fundargerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2019 - 2022
Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 20.05.2020 í og 12.06.2020 lagðar fram.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 884.pdf
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 885.pdf
27. 2004019 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2020
Fundargerð Breiðafjarðarnefndar frá 21.04.2020 lögð fram.
Breiðarfjarðarnefnd 178 fundur.pdf
28. 1903011 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands 2019 - 2022
Fundargerðir stjórnar 26. febrúar, 17. apríl og 25. maí lagðar fram.
Fundargerð stjórnarf. 25.maí.2020_Loka.pdf
Fundargerð.stjf.26.febrúar.2020.1.pdf
Fundarerð.stjórnarfundar.17.apríl.2020_Loka.pdf
29. 2002015 - Fundargerðir 2020 - Fasteignafélagið Hvammur ehf.
Fundargerð aðalfundar, ársreikningur og fundargerðir tveggja stjórnarfunda lagðar fram. Einnig lagður fram ársreikningur Fasteignafélagsins Hvamms ehf.
Fundur stjórnar Fasteignafélagsins Hvamms ehf 28_05_2020 kl 15_15.pdf
Fundur stjórnar Fasteignafélagsins Hvamms ehf 28_05_2020 kl 15_50.pdf
Aðalfundur Fasteignafélagsins Hvamms ehf 28_05_2020.pdf
Ársreikningur Fasteignafélagsins Hvamms ehf 2019.pdf
30. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Fundargerð 26. fundar stjórnar Dalaveitna ehf. 28.05.2020 lögð fram.
Dalaveitur ehf 26.pdf
31. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.
Fundargerð stjórnar Dalagistingar ehf. 02.06.2020 lögð fram. Einnig ársreikningur Dalagistingar ehf.
Dalagisting ehf 75.pdf
Ársreikningur Dalagisting 2019.pdf
Mál til kynningar
32. 2006011 - Boð til sveitarstjórnar um heimsókn að Vígholtsstöðum
Lagt fram bréf frá Sigurbirni Sigurðssyni.
Til máls tók: Eyjólfur.
Bréf frá Sigurbirni með heimsóknarboði.pdf
33. 2006018 - Áskorun og ný hugmynd
Lagt fram bréf frá Steinunni M. Sigurbjörnsdóttur.
Til máls tóku: Einar og Eyjólfur.
Áskorun til sveitarstjórnar júní 2020.pdf
34. 1808008 - Bréf varðandi lagningu ljósleiðara um Tjaldaneshlíð og skógrækt.
Lagt fram bréf frá Kristjóni Sigurðssyni.
Til máls tók: Eyjólfur.
Til sveitastjórnar Dalabyggðar 23.05.2020.pdf
35. 2002034 - Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
Aðalfundur Lánasjóðsins var haldinn 12. júní kl. 15:00 á Grand Hótel í Reykjavík. Sveitarstjóri sótti fundinn.
Fundarboð.pdf
36. 2002056 - Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2020
Lögð fram aðalfundarboð 15 júní 2020, tillögur um breytingar á lögum SSV, ársreikningur SSV 2019, árssskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2019, ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2019 og dagskrá aðalfundar SSV.


SSV aðalfundarboð 15 júní 2020.pdf
Tillögur um breytingar á lögum SSV.pdf
Ársreikningur SSV 2919.pdf
ÁRsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2019.pdf
Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2019.pdf
Aðalfundur SSV 2020 dagskrá.pdf
37. 1903011 - Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 2020
Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands, grænt bókhald og ársreikningur 2019 lagt fram.
Fundarboð aðalfundar SV 15 juni 2020.pdf
Grænt bókhald.rafræn undirritun.2019.pdf
ársreikningur 2019.SV.undirritaður.pdf
38. 2005043 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2020
Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. 2020, skýrsla stjórnar vegna ársins 2019, ársreikningur 2019 og fundargerð aðalfundar 2020 lögð fram.
Fundarboð á aðalfund Landskerfis bókasafna hf. 2020.pdf
Skyrsla_stjornar_lb_vegna_arsins_2019.pdf
2020_fundargerd_lb.pdf
Ársreikningur 2019 - undirritaður rafrænt af öllum aðilum.pdf
Samþykktir Landskerfi bókasafna júní 2019.pdf
39. 2006002 - Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi
Úr fundargerð 161. fundar sveitarstjórnar 24.05.2018, dagskrárliður 4:
1712011 - Sameiginleg lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.
Lögð fram drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.
Til máls tóku: Sveinn
Tillaga:
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu og heimilar sveitarstjóra að undirrita hana f.h. Dalabyggðar.
Samþykkt í einu hljóði.

Til máls tók: Kristján.
Sveitarstjórn staðfestir fyrri ákvörðun um heimild til sveitarstjóri að undirrita f.h. Dalabyggðar sameiginlega lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.

Samþykkt samhljóða.
Lögreglusamþykkt tillaga samanburður.pdf
Lögreglusamþykkt tillaga.pdf
40. 2004017 - Sturlureitur á Staðarhóli
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur fallist á að styrkur úr Framkæmdasjóði ferðamannastaða vegna minningarreits um Sturlu Þórðarson á Staðarhóli færist frá Dalabyggð til Sturlufélagsins.
afstaða ráðherra - samþykkt að breyta um styrkþega.pdf
Samningur um styrk, verknúmer 20-0035, undirritaður.pdf
41. 2006012 - Kostnaðarframlag vegna aðalskipulags fyrir Dalabyggð.
Bréf frá Skipulagsstofnun vegna kostnaðarframlags vegna aðalskipulags fyrir Dalabyggð
Bréf vegna kostnaðarframlags vegna aðalskipulags.pdf
42. 2003004 - Sameining sveitarfélaga - skoðun og valkostagreining
Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Jöfnunarsjóði um framlag kr. 4.400.000 til valkostagreiningar. Ekki hafa farið fram fleiri fundir frá síðasta sveitarstjórnarfundi.
Svar við umsókn um styrk vegna valkostagreiningar.pdf
43. 2006016 - Áskorun vegna skipulagsbreytingar í Dalbyggð
Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Má Sigurðssyni.
Til máls tóku: Einar og Eyjólfur.
Skipulagsbreyting Dalabyggð Áskorun.pdf
44. 1911007 - Málshöfðun Arnarlóns ehf. vegna Lauga.
Málsmeðferð hefur verið frestað til 1. september.
45. 2006017 - Umhverfisdagar í Dalabyggð
Úr fundargerð 106. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar 15.06.2020, dagskrárliður 4:
2006017 - Umhverfisdagar í Dalabyggð
Umhverfisvika í Dalabyggð, daganna 22. - 29.júní.
Nefndin tekur jákvætt í verkefnið og hvetur alla íbúa sveitarfélagsins til að taka þátt og minnir á auglýst hreinsunarátak sem hefst 18. júní á Skógarströnd og í Hörðudal.

46. 1901014 - Skýrsla frá sveitarstjóra.
Til máls tók: Kristján.
Minnisblað - 1901014 - skýrsla sveitarstjóra júní 2020.pdf
Fundargerð yfirfarin, prentuð og undirrituð.
Næsti fundur sveitarstjórnar verður 13. ágúst n.k.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei