| |
1. 2306026 - Fjárhagsáætlun 2023-Viðauki III | |
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2023.
Tekjur: Tekjur vegna fasteigna, breytinga á gjaldflokki, kr. 190.000,- Söluhagnaður vegna sölu á íbúð kr. 19.000.000,-
Útgjöld: Ýmis barnaverndarmál kr. 38.300.000,- Niðurrif á útihúsum, kr. 800.000,- Samningur um Skólaþjónustu, kr. 1.000.000,- Viðhaldsverkefni á Íþróttavellinum í Búðardal, kr. 200.000,- Félagsþjónusta, kr. 250.000,-
Tilfærslur á öðrum rekstrarkostnaði kr. 12 millj.kr. milli deilda, af 0201, Félagsmálanefnd yfir á 0231 Barnavernd. Miðað við framangreint verður lokaniðurstaða á rekstri Dalabyggðar á árinu 2023 að óbreyttu jákvæð um sem nemur 32.8 millj.kr.
| | |
|
2. 2304023 - Framkvæmdir 2023 | |
Rætt um tímasetningar einstakra framkvæmda, byggðarráð leggur áherslu á að hugað sé að tímanlega að undirbúning og gerð verksamninga/útboða þannig að einstaka verkefni sem háð eru veðráttu og dragist ekki fram á haust/vetur og eins að þau falli ekki inn á tíamsetningu sumarfría meira en þörf krefur.
Varðandi útihús í Fjósalandi, aftan við Sunnubraut, þá samþykkir bygðarráð að húsin verði rifin og samið við Team Rynkeby um niðurrifið en sveitarfélagið sjái um förgun og gáma sem þarf til verksins. | Framkvæmdir_minnisblað 2023-06-28.pdf | Fjósar útihús minnisblað.pdf | Team Rynkeby.pdf | | |
|
3. 2208004 - Vegamál | |
Byyggðarráðið samþykkti drögin með áorðnum breytingum. Mikilvægt er að í lokaorðum séu nefndir héraðsvegir og þörf á auknu fjármagni í tengivegi til viðbótar því sem þar kemur fram nú þegar. | | |
|
4. 2306027 - Reglur um skólaakstur | |
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. | | |
|
5. 2306024 - Afsögn úr verkefnastjórn DalaAuðs | |
Byggðarráð þakkar Þorgrími fyrir hans góðu störf í verkefnastjórn DalaAuðs. Samþykkt að bíða með tilnefningu í verkefnastjórnina til næsta fundar byggðarráðs. | | |
|
6. 2306028 - Skipan í starfshóp um staðaranda og ímynd | |
Byggðarráð samþykkti að þau Garðar Freyr Vilhjálmsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir verði fulltrúar Dalabyggðar í starfshópnum. | Erindisbref_imynd_C1_til_stadfestingar.pdf | | |
|
7. 2301018 - Vínlandssetur 2023 | |
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram. | | |
|
8. 2305001 - Skólaþjónusta | |
Byggðarráð samþykkir að gengið verði til samaninga við Ásgarð og felur sveitarstjóra að undirrita samning þess efnis. | | |
|
9. 2305018 - Innkaup Dalabyggðar á vörum og þjónustu | |
Byggðarráð samþykkir að rekstur mötuneytis Auðarskóla verði boðin út í samstarfi við Ríkiskaup.
Byggðarráð samþykkti jafnframt að gerð verði verðkönnun varðandi þrif í grunnskóladeild Auðarskóla ásamt þrifum í Stjórnsýsluhúsi. | | |
|
10. 2204014 - Afnot af svæði fyrir Brekkuskóg | |
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og lýsir vilja til að koma að þeim kostnaði sem eftir er til að ljúka gerð deiliskipulags á svæðinu, allt að 50% af þeim kostnaði sem um ræðir. | | |
|
11. 2306029 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags | |
Fært í trúnaðarbók. Byggðarráð samþykkir beiðnina. | | |
|
12. 2306030 - Sala á Sunnubraut 1a | |
Byggðarráð samþykkir framkomið tilboð að upphæð kr. 21.550.000,- og felur sveitarstjóra að undirrita kaupsamning og önnur tilheyrandi gögn. | | |
|
13. 2301003 - Bakkahvammur 15, staða mála | |
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum sem og á fundi stjórnar Bakkahvamms hses. sem fram fór þann 28. júní. | | |
|
14. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. | |
| |
|
| |
|
| |
|
| |
17. 2302003 - Ágangur búfjár | |
| |
|