Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 251

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
27.08.2020 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson varaformaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Sigríður Huld Skúladóttir varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtöldum málum verði bætt á dagskrá fundarins:
Mál nr. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál nr. 2005042 - Opnunartími tjaldsvæðisins við Sælingsdalslaug, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál nr. 2008016 - Vinnutímabreytingar, mál til kynningar, verði dagskrárliður 13.
Mál nr. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal, mál til kynningar, verði dagskrárliður 14.
Mál nr. 2008017 - Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020, mál til kynningar, verði dagskrárliður 15.
Aðrir dagskrárliðir færast til í samræmi við framangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2008005 - Ráðning skólastjóra
Umræða um næstu skref vegna starfsloka skólastjóra Auðarskóla.
Ráðningarfyrirtækið Intellecta ehf. verður fengið til að koma að ráðningu skólastjóra. Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið um næstu helgi.
Byggðarráð beinir því til fræðslunefndar að skoða hvort ástæða sé til að gera skipulagsbreytingar samhliða ráðningarferlinu.
Samþykkt samhljóða.
2. 1903011 - Fundir Sorpurðunar Vesturlands 2019 - 2022
Hluthafafundur verður haldinn í byrjun september.
Dalabyggð er sammála þeirri stefnu sem Sorpurðun Vesturlands hefur fylgt til þessa. Hvatt er til þess að því verði flýtt að koma upp brennsluofni fyrir dýrahræ.
Samþykkt samhljóða
Fundarboð_eigendafundur_7_sept_2020.pdf
Leiðir í úrgagnsmálum_1.pdf
Umsögn sambandsins um stefnu ráðherra.pdf
Tölvupóstur - tilkynning um eigendafund Sorpurðunar Vesturlands 13_08_2020.pdf
Fundargerð.stjórnarfundar_12.ágúst.2020.pdf
3. 2008009 - Nám í leikskólafræðum 2020-2021
Umsókn um stuðning næsta vetur og upplýsingar um breytt fyrirkomulag.
Þar sem ekki virðist vera munur hvað varðar kostnað vegna breyts fyrirkomulags gerir byggðarráð ekki athugasemd við það. Byggðarráð felur skólastjóra að útfæra hvernig framkvæmd verður háttað og gera samning við nemendur í leikskólafræðum.
Samþykkt samhljóða.
4. 1901043 - Skólaakstur 2019 - 2022
Ýmis mál varðandi skólaakstur í upphafi vetrar.
Farið yfir skólaakstur við upphaf skólaárs.
5. 2008011 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Fært í trúnaðarbók.
Fært í trúnaðarbók.
6. 2005023 - Fundartími byggðarráðs september 2020 til maí 2021
Fundir byggðarráðs verða kl. 8 fjórða fimmtudag í mánuði í stað kl. 10,
7. 1910016 - Opnunartími Sælingsdalslaugar
Í vetur verði opið á mánudögum kl. 17-21 og miðvikudögum kl. 17-22 eins og síðasta vetur. Einnig verði opið á laugardögum kl. 12-17 í september og annan hvorn laugardag eftir það.
Samþykkt samhljóða.
8. 2005042 - Opnunartími tjaldsvæðisins við Sælingsdalslaug
Tjaldsvæði Laugum lokar 1. september.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
9. 2008001 - Viðgerð á þaki Silfurtúns
Breytingar eftir yfirferð tilboða.
Við yfirferð tilboða kom í ljós að röð tilboða var önnur en skv. tilboðsblöðum. Tvö tilboð hækkuðu og eitt lækkaði.
Samið var við lægstbjóðanda sem var Guðlaugur S. Sigurgeirsson ehf.
Einar Jón Geirsson vék af fundi kl. 9 að loknum dagskrárlið 9 og Sigríður Huld Skúladóttir mætti á fund í gegnum fjarfundabúnað.
10. 1912011 - Byggðasafn Dalamanna - Staðarfell
Drög að áætlun lögð fram.
Mikilvægt er að sveitarstjórn taki ákvörðun um hvert skuli stefna varðandi Byggðasafnið og Staðarfell.
Samþykkt samhljóða.
Valdís Einarsdóttir safnvörður Byggðasafns Dalamanna sat fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 2003031 - Viðbrögð Dalabyggðar vegna heimsfaraldurs COVID-19
Smitgát í kringum göngur og réttir.
Byggðarráð leggur áherslu á að við fjallskil verði leiðbeiningum vegna sóttvarna fylgt.
COVID-19 _ Göngur og réttir _ Leiðbeiningar.pdf
Auglýsing heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum tekur gildi 28 ágúst og gildir til og með 10 sept.pdf
Auglýsing um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.pdf
12. 2008012 - Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið gerir athugasemdir við sjö samninga sem Dalabyggð hefur gert við önnur sveitarfélög. Af þeim eru fjórir sem öll sveitarfélögin á Vesturlandi eru aðilar að. Síðan er um að ræða einn samning sem ekki er lengur í gildi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ræða við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og viðkomandi sveitarfélög um endurskoðun samninganna m.t.t. athugasemda og leiðbeininga samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Frumkvæðisathugun ráðuneytisins á samstarfssamningum sveitarfélaga lokið.pdf
Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um samstarfssamninga sveitarfélaga.pdf
Bréf með ath. við eftirfarandi samninga Dalabyggðar við önnur sveitarfélög.pdf
13. 2008016 - Vinnutímabreytingar
Skv. samkomulagi Sambands ísl. sveitarfélaga og stéttarfélaganna á samtal um skipulag vinnutíma innan hvers vinnustaðar sveitarfélags að fara fram fyrir tilstilli sérstakrar vinnutímanefndar. Gert er ráð fyrir að niðurstaða samtals á vinnustað um breytt skipulag á vinnutíma liggi fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.
Sveitastjóri eða forstöðumaður stofnunar kallar eftir tilnefningum aðila í vinnutímanefnd að fengnum tillögum trúnaðarmanna/starfsfólks og stjórnenda og boðar til fyrsta fundar nefndarinnar.

Leiðbeiningar_stytting dagvinnutíma_24.8.2020_LOK.pdf
14. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
320 íbúar í Dalabyggð hafa skrifað undir áskorun til Samkaupa um að breyta versluninni í Búðardal aftur í kjörbúð.
Bréf sem fylgdi með undirskriftalista lagt fram.

Bréf v.undirskriftarlista.pdf
15. 2008017 - Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020
Skýrsla Sambands ísl. sveitarfálaga lögð fram.
Skýrsla.pdf
Úttekt á stöðu tæknilegra innviða sveitarfélaga - Niðurstöður.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei