Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 56

Haldinn á fjarfundi,
27.05.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Ingveldur Guðmundsdóttir formaður,
Níels Hermannsson aðalmaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Freyja Þöll Smáradóttir félagsráðgjafi,
Fundargerð ritaði: Freyja Þöll Smáradóttir, Félagsráðgjafi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2005009 - Jafnréttisáætlun - Kynjasamþætting
Samkvæmt jafnréttisáætlun Dalabyggðar skal í starfsemi sveitarfélagsins vinna út frá því að kynjasjónarmið verði hluti af þeim forsendum sem byggt er á við stefnumótun og gerð áætlan. Nefndir sveitarfélagsins skulu rýna stöðu sinna málaflokka m.t.t. kynjasamþættingar við upphaf vinnu við fjárhagsáætlun.
Nefndin hefur kynjasamþættingu til hliðsjónar í vinnu sinni og við gerð tillagna að fjárhagsáætlun.
2. 2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Úr fundargerð 245. fundar byggðarráðs 07.05.2020, dagskrárliður 10:
2005008 - Fjárhagsáætlun 2021 - 2024
Undirbúningur að vinnslu fjárhagsáætlunar.
Byggðarráð beinir því til nefnda sveitarfélagsins að ræða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 á fundum sínum í maí og júní, sérstaklega þá þætti sem varða fjárfestingar/framkvæmdir.
Samþykkt samhljóða.

Nefndin fjallaði um málið og sér hún ekki fram á að forsendur hafi breysta frá fyrra ári. Frestað er frekari umræðu til næsta fundar.
3. 1809016 - Trúnaðarbók félagsmálanefndar
Fjallað var um eina umsókn til félagsmálanefndar. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók.

Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
Mál til kynningar
4. 2005030 - Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19
Félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla enn frekar félagsstarf fullorðinna í sumar
Nefndin hvetur Dalabyggð til að bregðast við og sækja um þá styrki sem í boði er til að efla núverandi starf.
5. 2005031 - Stuðningur til að efla virkni vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19
Samþykkt hefur verið að styðja fjárhagslega við þau sveitarfélög, sem umfram hefðbundið sumarstarf sumarið 2020, hyggjast auka við frístundastarfsemi fyrir börn
Nefndin hvetur Dalabyggð til að bregðast við og sækja um þá styrki sem í boði er til að efla núverandi starf.
6. 1912029 - Jafnréttisþing 2020
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:45 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei