Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 135

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
01.03.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Guðlaug Kristinsdóttir formaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir ritari,
Björn Henry Kristjánsson aðalmaður,
Jón Egill Jónsson aðalmaður,
Sigrún B Halldórsdóttir aðalmaður,
Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri,
Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Bjarnheiður Jóhannsdóttir, ritari
Lagt til að máli nr. 2303002 - Umsókn um byggingarleyfi, verði bætt á dagskrá.
Lagt til að máli nr.2303003 - Umsókn um stofnun 3 lóða, , verði bætt á dagskrá.
Lagt til að máli nr. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022, verði bætt á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
Kristján Ingi Arnarsson sat fundinn undir þessum lið.
1. 2204013 - Bygging íþróttamannvirkja í Búðardal
Forhönnun Íþróttamiðstöðvar í Búðardal lögð fyrir ásamt breytingum sem gera þarf á deiliskipulagi íþrótta- og skólasvæðis.
Tekið var fyrir minnisblað Verkís dags. 27. febrúar 2023 vegna málsmeðferðar breytingar á deiliskipulagi Auðarskóla og íþróttamiðstöðvar í Búðardal sem tók gildi 23. júlí 2021. Einnig liggja fyrir drög að tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna íþróttamiðstöðvarinnar dags. 28. febrúar 2023. Samkvæmt því getur deiliskipulagsbreytingin talist óveruleg.

Samþykkt að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulaginu og skal málsmeðferðin vera skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þ.e. að breytingin á deiliskipulaginu telst óveruleg, og skal fara fram grenndarkynning á tillögunni. Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að grenndarkynna breytingartillöguna. Umsjónarmanni framkvæmda er falið að undirbúa tillöguna fyrir grenndarkynningu.
2. 2002053 - Endurskoðun Aðalskipulags Dalabyggðar
Farið yfir fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Dalabyggðar.
Nefndin fór yfir tillögu að aðalskipulagi og samþykkti með áorðnum breytingum.
ASK dalabyggdar, með ábendingum eftir fund u.pdf
3. 2205021 - Miðbraut 15 Auglýsingaskilti á lóð
Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar vegna skiltis að Miðbraut 15.
Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu vegna umsagnar Vegagerðarinnar og felur byggingafulltrúa að afla frekari upplýsinga.
4. 2101044 - Loftslagsstefna Dalabyggðar
Kallað er eftir athugasemdum nefndarinnar við Umhverfis- og loftslagsstefnu Dalabyggðar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við gildandi loftslagsstefnu.
Loftslagsstefna Dalabyggðar - samþykkt.pdf
5. 2301062 - Umsókn um byggingarleyfi - Hlaða
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
6. 2301060 - Umsókn um byggingarleyfi - Hesthús
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
7. 2301061 - Umsókn um byggingarleyfi - Hjallur
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
8. 2301059 - Umsókn um byggingarleyfi - Gamli Skóli
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
9. 2211039 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna bílastæða, endurbætur á heimreið og göngustígum
Lagðar fram umsagnir varðandi framkvæmdaleyfi vegna bílastæða við Ólafsdal.
Nefndin þakkar veittar umsagnir og veitir fyrir sitt leyti leyfi til framkvæmda. Nefndin felur byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir með vísan í umsagnir.
10. 2212010 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
11. 2303002 - Umsókn um byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.
12. 2303003 - Umsokn um stofnun 3 lóða
Lögð fram umsókn um stofnun þriggja lóða.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram. Nefndin vekur athygli á því að nauðsynlegt er að vinna deiliskipulag áður en framkvæmdir geta hafist á lóðunum.
13. 2302015 - Götuskreyting
Lagt fram til kynningar, hugmynd um umhverfislistarverk
Nefndin lýsir ánægju með hugmyndina og felur skipulagssviði að vinna málið áfram.
Umhverfislistaverk refill í Búðardal.pdf
Mál til kynningar
14. 2302017 - Smáhúsabyggð
Lagt fram til kynningar hugarflug um Efstahvamm
Nefndin þakkar kynninguna.
litlu húsin við Efstahvamm.pdf
15. 2302018 - Jarðhýsi á Eiríksstöðum
Lagt fram til kynningar hugmyndir um jarðhýsi á Eiríksstöðum
Nefndin þakkar kynninguna.
Jarðhýsi á Eiríksstöðum.pdf
16. 1702012 - Starfsmannamál á skipulagssviði
Farið yfir stöðu mála varðandi starfsmannamál á skipulagssviði
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
17. 2111026 - Sorphirða í Dölum 2022
Lögð fram til kynningar skilagrein ÍGF fyrir árið 2022
Nefndin þakkar fyrir skýrsluna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei