Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 247

Haldinn í Tjarnarlundi,
25.06.2020 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Þuríður Jóney Sigurðardóttir aðalmaður,
Einar Jón Geirsson varaformaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri
Lagt til að eftirtölfum málum verði bætt á dagskrár:
Mál 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar, almennt mál, verði dagskrárliður 1.
Mál 2002036 - Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2019 - tilboð í uppfærslu, almennt mál, verði dagskrárliður 6.
Mál 2006022 - Takk fyrir veggir, almennt mál, verði dagskrárliður 7.
Mál 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð, almennt mál, verði dagskrárliður 8.
Mál 2006021 - Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19, mál til kynningar, verði dagskrárliður 12.
Mál 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði, mál til kynningar, verði dagskrárliður 13.
Mál 2004013 - Forsetakosningar 2020. mál til kynningar, verði dagskrárliður 14.
Mál 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum, mál til kynningar, verði dagskrárliður 15.
Önnur mál færast til í samræmi við ofangreint.
Samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806012 - Kosning í stjórnir og samstarfsnefndir skv. B-hluta 48. gr. samþykkta Dalabyggðar
Kosning fulltrúa til að fara með atkvæði á aðalfundi Dalaveitna ehf.
Afgreitt af byyggðarráði í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.

Samþykkt samhljóða að Skúli Hreinn Guðbjörnsson Formaður stjórnar Dalaveitna ehf. fari með atkvæði Dalabyggðar á aðal- og hluthafafundum Dalaveitna ehf.
2. 2006005 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis að Keisbakka, gistiheimili í flokki II
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi Óskar eftir umsögn um umsókn Magnúsar Arnar Tómssonar um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II, minna gistiheimili sem rekið verður sem Keisbakki, að Keisbakka, 371 Búðardal

Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
3. 2006019 - Umsögn umrekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II - Stóra-Vatnshorn
Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi Óskar eftir umsögn um umsókn Valbergs Sigfússonar, um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki II, frístundahús, sem rekið er sem Stóra-Vatnshorn, að Stóra-Vatnshorni (F2116839) 371 Búðardalur. Umsækjandi er með rekstrarleyfi LG-REK-010083 vegna rekstrarins sem gefið var út 29.4.2016.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Samþykkt samhljóða.
4. 2006020 - Íbúakönnun vegna vindorkuvera
Á 193. funda sveitarstjórnar 22.06.2020, dagskrárliður 8, var byggðarráði falið að ákveða með hvaða hætti viðhorfskönnun meðal íbúa yrði framkvæmd.

Lögð fram tilboð frá fjórum aðilum.

Lagður fram tölvupóstur frá Steinunni Sigurbjörnsdóttur.

Gerð verði íbúakönnun með fjórum spurningum. Um verði að ræða marktækt úrtak úr þýði sem miði við kjörskrá forsetakosninga sem fara fram 27. júní nk.
Tekið verður tilboði Maskínu en það miðar við að leita eftir svörum frá u.þ.b. 400 íbúum.
Byggðarráð hvetur alla aðila sem telja sig eiga hagsmuna að gæta vegna aðalskipulagsbreytinganna, íbúa jafnt sem aðra aðila, að senda inn athugasemdir og ábendingar þegar breytingarnar verða auglýstar.
Samþykkt samhljóða.
Tölvupóstur frá Steinunni Sigurbjörnsdóttur 24_06_2020.pdf
5. 2005003 - Breytingar á verslun Samkaupa í Búðardal
Svo virðist sem hækkanir á vöruverði séu meiri en fram kom á fundi fulltrúa Samkaupa með byggðarráði 28. apríl sl.
Unnið er að verðsamanburði og þegar niðurstöður liggja fyrir er formanni byggðarráðs og sveitarstjóra falið að útbúa erindi sem sent verði til Samkaupa og mögulega einnig fjölmiðla.
Samþykkt samhljóða.
6. 2002036 - Ferðamenn í Dalabyggð 2004-2019 - tilboð í uppfærslu
Lagt fram tilboð frá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar - RRF um uppfærslu og samatekt um ferðamenn í Dölum 2019.
Byggðarráð þakkar gott tilboð. Í ljósi núverandi aðstæðna verður skýrslan ekki keypt á þessu ári.
Samþykkt samhljóða.
7. 2006022 - Takk fyrir veggir
Lagt fram erindi frá "Til fyrirmyndar".
Byggðarráð óskar verkefninu góðs gengis en Dalabyggð sér sér ekki fært að taka þátt í því.
Samþykkt samhljóða.
8. 2006023 - Samningur um tryggingar fyrir Dalabyggð.
Framlenging á tryggingasamningi við Vátryggingafélag Íslands.
Afgreitt í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Sveitarstjóra veitt heimild til að undirrita áframhaldandi samning við VÍS um tryggingar sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðir til kynningar
9. 2001017 - Fundargerðir Dalagistingar ehf.
Lögð fram fundargerð aðalfundar Dalagistingar ehf. og fundargerðir 76. og 77. stjórnarfunda félagsins.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Dalagisting ehf -aðalfundur 2020.pdf
Dalagisting ehf 77.pdf
Dalagisting ehf 76.pdf
10. 2003001 - Dalaveitur - fundargerðir stjórnar 2020
Lögð fram fundargerð 27. fundar stjórnar Dalaveitna ehf.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Dalaveitur ehf 27.pdf
11. 1911021 - Fundargerðir stjórnar Bakkahvamma hses
Lögð fram fundargerð stjórnar Bakkahvams hses 19.06.2020.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Fundur stjórnar Bakkahvamms 19_06_2020.pdf
Mál til kynningar
12. 2006021 - Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19.
Lagt fram bréf félags- og barnamálaráðherra 22.06.2020.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
Aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna Covid-19.pdf
13. 2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
Úr fundargerð 246. fundar byggðarráðs 28.05.2020, dagskrárliður 1:
2003002 - Fyrirspurn frá MS um innviði.
Rætt um málefni vatnsveitu m.t.t. þarfa MS.
Viðari falið að hafa samband við MS og afla upplýsinga um notkun og þarfir varðandi vatnið. Ljúka þarf viðbragðsáætlun fyrir vatnsveituna.
Tekið aftur upp á næsta fundi byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Kristján Ingi Arnarson umsjónarmaður framkvæmda og Viðar Ólafsson verkstjóri sátu fundinn undir dagskrárlið 1.

Óskað hefur verið eftir fundi með MS og verður hann væntanlega fljótlega. Neðsti hluti stiga upp á tank verður fjarlægður fyrir helgi.
14. 2004013 - Forsetakosningar 2020
Bréf dómsmálaráðuneytisins varðandi kostnað við komandi forsetakosningar lagt fram.
Lagt fyrir byggðarráð í umboði sveitarstjórnar í orlofi hennar.
r06hjst_24.6.2020_11-16-38.pdf
15. 2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Úr fundargerð 244. fundar byggðarráðs 24.04.2020, dagskrárliður 6:
2004016 - Endurskoðun á innkaupareglum
Innkaupareglursveitarfélagsins eru frá 18. janúar 2011. Frá þeim tíma hafa verið sett ný lög um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tekið hafa gildi gagnvart sveitarfélögum, að öðru leyti en því að 1. mgr. 23. gr. laganna um lágmarksfjárhæðir öðlast gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí 2019. Innkaupareglur sveitarfélagsins hafa ekki verið endurskoðaðar með hliðsjón af nýjum lögum.
Sveitarstjóra falið að endurskoða innkaupareglurnar. Verður tekið fyrir á fundi byggðarráðs í júní.
Samþykkt samhljóða.

Vinna við endurskoðun reglnanna er í gangi.
Fyrirmynd að innkaupareglum sveitarfélaga.pdf
Innkaupareglur Dalabyggðar 2011.pdf
Lög um opinber innkaup.pdf
16. 1805030 - Heimsókn í Ólafsdal.
Byggðarráð þakkar Minjavernd ehf. fyrir boðið og góðar móttökur.
Heimsóknin hófst kl. 12:30.
Auk byggðarráðs og sveitarstjóra voru fulltrúar Dalabyggðar sveitarstjórnarfulltrúarnir Ragnheiður Pálsdóttir og Pálmi Jóhannsson og Hörður Hjartarson formaður umhverfis- og skipulagsnefndar. Fulltrúar Minjaverndar voru Þröstur Ólafsson formaður stjórnar, Þórhallur Arason varaformaður og Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri. Einnig tóku fornleifaræðingarnir Birna Lárusdóttir og Hildur Gestsdóttir á móti hópnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei