Til bakaPrenta
Byggðarráð Dalabyggðar - 287

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
29.03.2022 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður,
Einar Jón Geirsson aðalmaður,
Ragnheiður Pálsdóttir varamaður,
Pálmi Jóhannsson varamaður,
Kristján Sturluson sveitarstjóri,
Fundargerð ritaði: Kristján Sturluson, sveitarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202030 - Fjárhagsáætlun 2022 - Viðauki III
Viðauki III við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram.
Byggðarráð samþykkir viðauka III samhljóða og vísar honum til sveitarstjórnar.
Fjárhagsáætlun 2022-2025 - viðauki III.pdf
Einar Jón Geirsson vék af fundi undir dagskrárlið 2 og Pálmi Jóhannsson mætir til fundar.
2. 2201031 - Ráðning skólastjóra
Tillaga til sveitarstjórnar um ráðningu skólastjóra Auðarskóla.
Fært í trúnaðarbók fram að sveitarstjórnarfundi.
Einar jón mætir aftur til fundar og Pálmi víkur af fundi.
3. 2203025 - Greiðslur til kjörinna fulltrúa kjörtímabilið 2022-2026
Tillaga um hækkun greiðslna til kjörinna fulltrúa.
Lagt er til við sveitarstjórn að reglur um þóknun til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins Dalabyggðar breytist frá og með upphafi nýs kjörtímabils þannig að almennur sveitarstjórnarmaður fái 26% af mánaðarlaunum fyrir hvern mánuð, fulltrúi í byggðarráði fái 36%, oddviti fái 36% og formaður byggðarráðs fái 41%. Greiðslur fyrir fundi breytist ekki. Í þóknun fulltrúa byggðarráðs, oddvita og formanna byggðarráðs er innifalin þóknun almenns sveitarstjórnarmanns.
Sveitarstjóra falið að breyta tillögu að viðauka III (sbr. dagskrárlið 1) þannig að hún nái yfir framangreinda breytingu.
Samþykkt samhljóða.
konnun-a-kjorum-sveitarstjornarmanna-og-framkvaemdastjora-sveitarfelaga-2020.pdf
REGLUR um þóknun til kjörinna fulltrúa sveitarfélagsins Dalabyggðar - Tillaga.pdf
Skúli Hreinn Guðbjörnsson vék af fundi undir dagskrárlið 4 og Pálmi Jóhannsson mætti til fundar.
4. 2112012 - Leiga á Árbliki
Umfjöllun um drög að leigusamningi vegna Árbliks.
Drög að samningi staðfest með þeim fyrirvara að tengja þarf leiguupphæð við vísitölu.
Samþykkt samhljóða.
Skúli mætti aftur til fundar og Pálmi vék af fundi.
5. 2203017 - Umsókn um styrk vegna fasteignaskatts
Rauði krossinn í Dölum og Reykhólahreppi sækir um styrk vegna fasteignaskatts 2022 af húsnæði sínu.
Samþykkt samhljóða.
Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda og ársreikningur 2921.pdf
6. 2201015 - Öryggi rafmagns og fjarskipta
Ítrekaðar truflanir á rafmagni í sveitarfélaginu halda áfram.
Viðvarandi truflanir á rafmagni vestan við Glerárskóga eru óviðunandi. Sömuleiðis eru breytingar á spennu að valda tjóni. Byggðarráð krefst þess að úr þessu sé bætt og bendir á að koma þarf upp varaafli á meðan ástand flutningsmannvirkja er ekki í lagi.
Samþykkt samhljóða.
7. 2203019 - Kvartanir vegna snjómoksturs
Borist hafa athugasemdir vegna snjómokstursþjónustu á vegi 54, Skógarstrandarvegi.
Byggðarráð Dalabyggðar skorar á Vegagerðina að tryggja fullnægjandi snjómokstur á vegi 54, Skógarstrandarvegi, sem er stofnvegur. Þegar staðan er eins og verið hefur undanfarið er mokstur tvisvar í viku ófullnægjandi t.d. vegna skólaaksturs. Haga verður snjómokstri eftir aðstæðum hverju sinni.
Skv. heimasíðu Vegagerðarinnar er Skógarstrandarvegur eini stofnvegur landsins sem fellur undir F reglu þ.e. með þjónustu 2 daga í viku, mánudaga og föstudaga. Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá Vegagerðinni hvernig slík niðurstaða er fengin. Fyrir liggur að umferð um veginn er töluverð og meiri en um ýmsa stofnvegi með hærra þjónustustig. Um Skógarstrandarveg fer skólabíll fimm daga vikunnar og þar býr fólk sem þarf að geta sótt vinnu.
Með núverandi þjónustustigi er byggðarlögum mismunað og verið að hindra eðlilega framþróun í búsetu við Skógarstrandarveg. Einnig er komið í veg fyrir þróun vetrarferðaþjónustu í Dalabyggð þar sem Skógarströnd er mikilvæg leið og tenging milli Snæfellsnes og Norðurlands.
Samþykkt samhljóða.
8. 2008011 - Umsókn um skólavist utan lögheimilissveitarfélags
Umsókn vegna skólaársins 2022-2023.
Fært í trúnaðarbók.

Fært í trúnaðarbók.
9. 2202026 - Framkvæmdir 2022
Hönnun gatna Iðjubraut og Lækjarhvammur.
Plæging á vatnslögn að Laugum.

Samþykkt samhljóða að taka tilboði frá Verklok ehf. í lagningu vatnsleiðslu frá stofnlögn að Laugum og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar ehf. í hönnun gatna, vatns- og fráveitu í Lækjarhvammi og Iðjubraut.
Mál til kynningar
10. 2201018 - Vínlandssetur 2021
Fulltrúum Vínlandsseturs boðið að mæta á fundinn. Ef þau komast ekki fellur þessi dagskrárliður niður.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Anna Sigríður fulltrúar Vínlandsseturs ehf. komu á fundinn (Bjarnheiður í gegnum fjarfundabúnað).
Sl. ár var þungt í rekstri. Tíminn í vetur hefur verið notaður í markaðssetningu. Bjartsýni varðandi sumarið. Ætlunin að vera með viðburði (sá fyrsti 12. apríl). Markmiðið að vera komin í daglega opnun um miðjan maí. Skoða þarf merkingar betur.

Byggðarráð þakkar Bjarnheiði og Önnu fyrir góðar upplýsingar um starfsemi Vínlandsseturs.
Bjarnheiður Jóhannsdóttir og Anna Sigríður Grétarsdóttir sátu fundinn undir dagskrárlið 10.
11. 2203020 - Endurskipulagning sýslumannsembætta
Bréf frá dómsmálaráðherra lagt fram.
Byggðarráð Dalabyggðar bendir á að gæta þarf að því að þjónusta verði jafngóð eða betri en er í dag. Sýslumannsembættin eru mikilvæg fyrir þau byggðarlög þar sem þau hafa aðsetur. Reynsla Dalamanna af því þegar sýslumannsembættið í héraðinu var lagt niður sýnir neikvæða þróun af því að leggja störf af þessu tagi niður.
Samþykkt samhljóða.
Scan_r06gura_202203210094_001.pdf
12. 2201039 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2022
Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030, 418. mál.
Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign, landamerki o.fl.), 16. mál.
Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025, 415. mál.
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur), mál 450.

Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða til ársins 2030 418 mál.pdf
Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna (óskipt sameign landamerki ofl) 16 mál.pdf
Tilllaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 415 mál.pdf
Frumvarp til laga um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur (nikótínvörur) mál 450.pdf
13. 2203022 - Kynning frá Styrktarsjóði EBÍ
Bréf frá Styrktarsjóði EBÍ lagt fram.
Bréf-kynning-2022.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei