Til bakaPrenta
Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 41

Haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal,
02.10.2023 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Garðar Freyr Vilhjálmsson formaður,
Jón Egill Jóhannsson aðalmaður,
Bjarnheiður Jóhannsdóttir aðalmaður,
Sigurður Ólafsson varamaður,
Þórunn Þórðardóttir varamaður,
Jóhanna María Sigmundsdóttir Verkefnastjóri ,
Fundargerð ritaði: Jóhanna María Sigmundsdóttir, Verkefnastjóri atvinnu- kynningar- og menningarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307001 - Fjárhagsáætlun 2024-2027
Nefndin fer yfir fjárhagsáætlun komandi árs.
Nefndin tekur saman athugasemdir varðandi fjárhagsáætlun 2024. Verkefnastjóra falið að koma þeim til skila.
Mál til kynningar
2. 2309013 - Minnisblað - Snæfellsnesvegur 54 um Skógarströnd
Nefndin lýsir yfir ánægju með skipan þessa verkefnahóps og er tilbúin til samráðs og samvinnu vegna málsins.
Snæfellsnesvegur 54 um Skógarströnd _ minnisblað til sveitastjórna.pdf
3. 2301054 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2023
Nákvæm sundurliðun niður á sveitarfélög hefur ekki komið inn síðan í maí.
Atvinnuleysi á Vesturlandi stóð í stað milli mánaðar maí til júní eða 1,8%, lækkaði í 1,7% í júlí og fór aftur upp í 1,8% í ágúst.
Atvinnuleysi eftir kyni var jafnt í júní (1,8% kk og 1,8% kvk), konum fækkaði í júlí (1,6%) en karlar stóðu í stað og fjölgaði í báðum kynjum í ágúst (1,7% kvk og 1,9% kk).
284 ný störf voru auglýst í júní í vinnumiðlun hjá Vinnumálastofnun, 199 ný störf í júlí og 249 ný störf í ágúst.

Lagt fram til kynningar.
juni-2023-skyrsla.pdf
juli-2023-skyrsla.pdf
agust-2023-skyrsla.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:32 

Til bakaPrenta
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei